Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 11
Bannað að
eignast börn
Dómari í New York-fylki
í Bandaríkjunum hefur
bannað 31 árs konu að
eignast fleiri börn vegna
eiturlyfjanotkunar sinnar.
Konan á sjö börn og sagði
dómarinn að hún yrði að
sýna fram á að hún gæti
annast þau áður en hún
eignast fleiri. Börn konunn-
ar, sem eru á aldrinum átta
mánaða til tólf ára, hefur
verið komið fyrir í umsjá
fósturheimila. Svipaðir
dómar hafa verið settir
konum með fíkniefna-
vandamál í Bandaríkjunum
og er þeir afar umdeÚdir.
Skrifstofukonan segir
pungarnir heilla
hrútspungar, hákarl að ógleymdu
brennivíninu • (í hófi að sjálf-
sögðu) er eitthvað sem enginn
ætti að láta fr am hjá sér fara. Fyrir
þá sem þekkja er enda stemning-
in á sh'kum skemmtunum hér
eystra engri annarri lík. Annálar,
þar sem árið er gert upp af og
góðlátlegt grín gert að mönnum
og málefnum liðins árs, eru nokk-
urs konar áramótaskaup staða
eins og heimabæjar míns, Eski-
fjarðar, og sú þjóðlega íþrótt að
gera nett grfn að náunganum er í
hávegum höfð.
Það er því óhætt að mæla með
því aö sem flestir reyni slíka
skemmtun, þó ekki væri nema
einu sinni, og fari út á land þar
sem blótin eru jafnan hápunktur
skemmtana hvers árs og gefa í raun
jólunum sjálfum lítið eftir.
Nú þegar ég kveð lesendur DV,
í bili að minnsta kosti ,og held á
vit annarra verkefna, vil ég nota
tækifærið og óska öllum gleðilegs
þorra þetta þetta árið og vona að
sem flestir njóti þeirra sem og
góunnar.
Þorrinn og
Nú þegar áramót og jól eru að
baki ætti enginn að þurfa að kvíða
þess að hafa einskis að hlakka til.
Þorrinn, þessi gamli mánuður karl-
anna, er nefnilega tími sem óhætt
er að hlakka til.
Magáll,
Sigríður Rósa
Kristinsdóttir
bíðurþess að þreyja þorrarm
að þjóölegum siö.
Ógeðfelldustu hliðar flóðbylgjunnar í Asíu bitna á börnum. Þau eru munaðarlaus
og eru ein og ráðvillt á hamfarasvæðunum. Þau eru því tilvalin fórnarlömb
skipulagðrar glæpastarfsemi þar sem börnum er rænt og þau síðan seld.
Þdsumlip barna í stórhættu
Bestu og
verstu -
smokkarnir
Fyrirtæki sem er best
þekkt fyrir að gefa bflum
og þvottavélum ein-
kunnir hefúr nú skilað
inn niðurstöðum rann-
sóknar á hvaða tegundir
smokka séu bestar. Sjö
tegundir eru sagðar
aldrei eiga að bregðast.
Sá smokkur sem sem
þoldi mest álag er Durex
Extra Sensitive Lubri-
cated Latex. Hann var
blásinn upp og náði að
verða gífurlega stór áður
en hann gaf sig. Einnig
þótti hann gefa gott
næmi fyrir snertingu en
veita hámarksvörn.
Smokkur frá Planed
Parenthood rifhaði í
sundur við minnsta álag.
Langamma
laug til um
óléttu
Upp hefur komist að 59
ára gömul bandarísk kona
sem sagðist eiga von á tví-
burum var að ljúga. Konan
sem fékk mikla athygli
fyrir vegna óléttunnar
sannfærði fjölskyldu
sína um að um að
hún gengi með tví-
bura. Hún á fimm
börn fyrir, fjórtán
barnabörn og sex
langömmubörn.
Konan sagði að
barnið myndi fæðast um
jólin. Þegar það gekk ekki
eftir sagði hún fjölskyldu og
fjölmiðlum að hún væri
gengin ffam yfir. Þegar
ekkert bam birtist kom
sannleikurinn í ljós.
Danirtelja
alla af
Dönsk yfirvöld hafa
fjarlægt af netinu nöfn
þeirra 62 dönsku ríkis-
borgara sem er saknað
eftir flóðbylgjuna á Ind-
landshafi. Þeir eru nú
ailir taldir af. Staðfest eru
lát 7 manns. Danski rík-
islögreglustjórinn segir
það hafa skilað miklum
upplýsingum að birta
nöfri þeirra sem saknað
er, en að nú þjóni það
ekki lengur tilgangi.
venna kynlífsþrælkunar
Minnst þriðjungur þeirra 150 þúsund manna sem létust í ham-
förunum í Asíu voru börn. En flóðin ollu því einnig að fjöldi
barna varð munaðarlaus eða týndi foreldrum sínum. Talið er að
bara í Indónesíu hafi 35 þúsund börn misst annað eða báða for-
eldra sína.
Börn boðin til sölu
Unicef-samtökin segjast hafa
fengið tilkynningar um glæpamenn
sem reyna að bjóða börn sem rænt
hefur verið af hamfarasvæðunum til
sölu eða ættleiðingar. „Ég held að
það séu ekki til vamar-
lausari börn í heimin-
um en þau sem em í
þessum aðstæðum,"
Farasvæðum
og varnarlaus.
Fjöldi barna í Asíu er nú í mun
meiri hættu en ella á að lenda í
klóm misyndismanna í kjölfar flóð-
anna á annan í jólum. Það eru
einna helst börn í Indónesíu sem
standa frammi fyrir þessari ógn en í
Indónesíu leiðir fátækt og vonleysi
marga foreldra inn á þær brautir að
selja börn sín og er talið að neyðar-
ástandið í kjölfar flóðsins muni
auka á þann vanda.
Vændi barna algengt
Að sögn samtakanna Save the
children starfa nú um 120 þúsund
börn og unglingar á götum borga
„Ég held að það séu
ekki til varnaríausari
börn í heiminum en
þau sem eru í þessum
aðstæðum."
Indónesíu þar sem vændi barna er
hvað algengast. Þau 35 þúsund böm
sem hafa misst foreldra sína í
Indónesíu vegna flóðanna em í
hættu og er talið að margra þeirra
bíði fátt annað en gatan, verði ekkert
að gert. Ástandið er sérstaklega
slæmt í Aceh-héraði sem fór illa út
úr flóðunum. Talið er að þar séu allt
að 13 þúsund munaðarlaus börn á
vergangi.
Börn (Indónesfu Eftir hamfarirnar eru þau til-
valin fórnarlömb misindismanna. Óttast er að nú V
þegar hafi fjölda barna verið rænt og þau seld. ?
segir John Budd talsmaður Unicef.
Hann segir að það geti vel verið ein-
hverjir velviljaðir hafi tekið börnin
að sér en þó er óttast að skipulögð
glæpasamtök misnoti aðstæðurnar
og þykist vera fjölskylduvinir eða
hjálparstarfsmenn. Mikið er um
kynlífsþrælkun á bömum í löndum
Asíu og er óttast að neyð og vamar-
leysi barnanna geri þau að auðveld-
um fórnarlömbum kynlífsþræla-
haldara. Budd segir að Unicef hafi
heimildir fyrir því að SMS-skilaboð
og netpóstur hafi verið send víðs
vegar um Asíu þar sem 300 munað-
arlaus börn ffá Aceh-héraði í
Indónesíu em boðin til sölu.
Leitað að aðstandendum
Rfkisstjórn Indónesíu hefur lagt
bann við að börn undir 16 ára séu
flutt ffá Aceh-héraði til að sporna
við mansali. Unicef starfar með yfir-
völdum í Indónesíu við að setja upp
barnaheimili til að aðstoða yfirgefin
börn að finna fjölskyldumeðlimi
sína að nýju. „Við gemm allt okkar
til að koma í veg fyrir að þessi börn
lendi í frekari erfiðleigum," segja
taismenn Unicef. toi@dv.is
Var sænska stráknum ekki rænt?
Ovissa um afdrif Kristians
„Því miður. Þetta er ekki dreng-
urinn sem ég hjálpaði á sjúkrahúsið.
Mér þykir það leitt herra Walker."
Þetta sagði Stefan Kaiser, þýskur
ferðamaður þegar honum var sýnd
mynd af Kristian Walker, tólf ára
sænskum dreng sem hefur verið
saknað síðan hamfarimar urðu í
Asíu.
Kristian var á strönd í Taflandi
þegar flóðbylgjan kom og var fluttur
einn inná sjúkrahús en hvarf síðar
þann sama dag. Óttast var að hon-
um hefði verið rænt og var gefin út
lýsing á manni sem var inni á sjúkra-
húsinu með sænskan dreng. Maður-
inn reyndist vera Stefan Kaiser en
það kom í ljós að hann hafði flutt
annan sænskan dreng á sjúkrahúsið.
Næsta dag fannst móðir drengs-
ins og eru mæðginin nú komin til
Svíþjóðar. Lögreglan fékk sögu
Kaisers staðfesta. Ekkert er því vitað
um afdrif Kristians. Afi Kristians,
Kristlan Walker Tólfárasænskurdrengur
sem hvarfafsjúkrahúsiíTaílandi eftir flóð-
bylgjuna. Óttast er að honum hafí verið
rænt. Móðir drengsins og kærasti hennar eru
enn ófundin.
Daniel Walker, er ekki búinn að gefa
upp alla von þó að eina vísbending-
in um örlög Kristians hafi brugðist.
Hann segir að þó að Kaiser hafi ekki
verið maðurinn sem tók Kristian
hafi það verið einhver annar og mik-
ilvægt sé að halda áfram að leita.
Nýr raunveruleikaþáttur um ættleiðingar
Hver er faðirinn?
Raunveruleikaþátturinn Who’s The
Daddy þar sem ættleidd böm geta til
um hver raunverulegur faðir þeirra er
hefur fengið misjafiiar viðtökur í
Bandaríkjunum.
Who’s The Daddy hófst á Fox sjón-
varpstöðinni í vikunni. Kona vann 100
þúsund dollara eftir að hafa borið
kennsl á föður sinni úr hópi átta karl-
manna. Mikil mótmæli vom vegna
■ sýningar þáttarinns. Talsmenn ættleið-
ingasamtaka segja að þátturinn vekji
upp viðkvæmar tilfinningar hjá bæði
fólki sem er ættleitt eða hefur ættleitt
og sé þar að auki siðlaus:
.Ætlleiðing er mjög persónuleg og
merkileg upplifun og það á ekki að
snúa út úr slíkum hlutum eins og gert
er í þessum þáttum,” segir formaður
samtakanna.
Gagnrýnendur hafa líka hakkað
þáttinn í sig og sagt hann vera einstak-
lega smekklausan. Framleiðendur hjá
Fox veija þáttinn og segja hann vera já-
FjölskyIda. Nýr raunveruleikaþdttur um
ættleitt fólk sem fínnur blóðfjölskyldu sina
vekurhörð viðbrögð.
kvæða upplifun. í enda þáttarinns var
svo þáttakandinn kynntur fyrir blóð-
móður sinni og blóðforeldramir höfðu
hjartnæma endurfundi.
„Við höfum fengið fullt af beiðnum
frá ættleiddu fólki usem vill fá að vera
með í þættinum," segja talsmenn Fox
sjónvarpssöðvarinnar.