Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 Fréttir DV Sigurður Thorlacius Trygging- aryfirlæknir rannsakaði hversu margir eru orðnir öryrkjar vegna sykursýki. Tilefni rannsóknarinnar var offítufaraldurinn á Islandi. Djúpivogur í skattaslag Sveitarstjórnin á Djúpa- vogi vill að Samband ís- lenskra sveitarfélaga greiði kostnað vegna sérfræðings sem aðstoðar sveitarfélagið vegna skattamála. Segir sveitarstjórnin að Skatt- stofa Austurlands hafi túlk- að heimildir sveitarfélaga til endurgreiðslu á virðis- aukaskatti hvað þrengst. Trygggja verði að „dyntir einstakra starfsmanna á skattstofum á íslandi geti ekki hverju sinni haft úr- slitaáhrif á það hvort opin- berir aðilar njóti jafnræðis gagnvart ffamkvæmdavald- inu." Bílstjóri fær þriðjung Þórður HaUdórsson, bíl- stjórinn sem sér um skóla- akstur úr fsa- fjarðardjúpi fyrir Hólma- víkurhrepp, fær ekki greitt meira fyrir þjónustu sína. Sveitarstjórn- in hefur á hinn bóginn samþykkt þá ósk Þórðar að greiða honum að hluta fyrir þann tíma sem akstur lá niðri í kennaraverkfallinu. Samþykkt var samhljóða að bjóða Þórði 30% af þóknun fyrir akstur þá daga sem ekki þurfti að fara í skóla- akstur í verkfalli kennara. pl oöocr W éL f [£ »r Metaðsókn að Grettislaug Metaðsókn hefur verið að Grettislaug á Reykhól- um. Sjálfir segja heima- menn að þessi 25 metra útilaug með sínum tveimur heitu pottum sé eitt best varðveitta leyndarmál Vest- Qarða. Laugin er um 60 ára gömul. Heildarfjöldi sund- gesta árið 2004 var 8.202 og er það 1,7% aukning frá ár- inu 2003 sem þó var metár í aðsókn, að sögn heima- manna. Þess má geta að sjónvarpsáhorfendur sáu Grettislaug á gamlársdag þegar sýnt var frá Vest- fjarðavíkingi 2004. Veitt hefur verið ein milljón króna af ijárlögum til endurbóta á hinni fornu Grettislaug. Grundarfjörður og Snæfellsbær Ekki tímabært að sameina Bæjarstjómin í Gmndarfirði hefur sent umsögn til samninga- nefndar um sameiningu sveitarfé- laga sem hefur lagt til að íbúum Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar, Stykkishóimsbæjar, Helgafellssveit- ar og Eyja- og Miklaholtshrepps verði gefinn kostur á að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna fimm þann 23. apríl 2005. í umsögn Grundarfjarðarbæjar koma fram vonbrigði bæjarstjórnar- innar að nú, þegar sveitaifélögin taki afstöðu til tillagna sameiningar- nefndar, skuli ekki liggja fyrir niður- stöður úr viðræðum rflás og sveitar- félaga um verkaskiptingu og endur- skoðun tekjustofna sveitarfélag- anna. Það er sagt vera eindregið mat bæjarstjórnar Gmndarfjarðar að slflc atriði þurfi að liggja fyrir áður en til kosninga um sameiningu kemur og Grundarfjörður Þörfá að skipta verkefn- um með rlki og sveitarfélögum segja Grundfírðingar. telur bæjarstjórnin því ekki tíma- bært að gengið sé til koSninga að sinni. Sífellt fleiri íslendingar verða öryrkjar vegna neyslu á skyndibita, sælgæti og sykruðum gosdrykkjum. Þjóðin er farin að nálgast Bandaríkjamenn hvað offitu varðar. Frá árinu 1990 til 2003 fjölgaði þeim karlmönnum sem eru öryrkjar vegna offitu og sykursýki um 109 prósent. Qífurleg aukning örnrku vegna nffitu Veruleg aukning hefur orðið á öryrkjum vegna sykursýki meðal karla síðustu ár. Sykursýkin er talin vera nátengd offitu. íslendingar em skammt á eftir Bandaríkjamönnum hvað tíðni offitu varðar og yngri kynslóðin verður sífellt feitari. Þetta er ástæða þess að Sigurður Thorlacius trygg- ingayfirlæknir ákvað ásamt öðrnm læknum að rannsaka breytingu á fjölda þeirra sem metnir eru öryrkjar vegna sykursýki sem tengist offitu. Þrátt fyrir það kom aukningin hon- um mikið á óvart. Kemur á óvart „Niðurstöðurnar komu mér mjög á óvart. Sérstaklega hvað aukningin er mikil hjá körlum," segir Sigurður. 109 prósent fjölgun umfram fólks- ijögun var á karlmönnum sem eru öryrkjar vegna sykursýki og um 50 prósent meðal kvenna. Almennt fjölgaði karlkyns öryrkjum um 39 prósent en kvenkyns öryrkjar voru 46 prósent fleiri miðað við fólks- fjölda árið 2003 en 1990. Sigurður hyggst rannsaka betur hvað veldur þessum gríðarlega mun milli kynja þegar kemur að fjölgun sykursjúkra. Tryggingastofnun Igildi íbúafjölda blóm- legs sjávarþorps á landsbyggðinni fær örorku- bætur frá Tryggingastofnun vegna sykursýki. Óhollt mataræði Helsta orsök sívaxandi offitu, og þar með sykursýki, er breytt matar- æði íslendinga. „Við fórum út í að skoða þetta af því að við vitum að offita hefur verið að aukast. Maður gerir ráð fyrir að breytt mataræði hafi þessi áhrif. Neysla á sætum gos- drykkjum, skyndibitamat, sælgæti og þvílíku hefur verið að aukast mik- ið,“ segir Sigurður. En talsverða fitu þarf yfirleitt til að valda sykursýki og gera menn þannig að öryrkjum. „Yfirleitt er það umtalsverð offita sem veldur sykursýki. Það er þó ein- staklingsbundið. Sumir eru þó með skert sykurþol og þurfa þá ekki að fitna mikið, hafa þannig tilhneig- ingu til að fá sykursýki," segir hann. Áframhaldandi þróun Til marks um aukningu í umfangi offitu hérlendis má fara yfir hlutfall of feitra barna síðustu áratugi. Árið 1934 voru 0,7 prósent drengja yfir kjörþyngd, en árið 1978 var hlutfall- ið orðið 7,6 prósent. Árið 1998 voru 17,9 prósent drengja orðnir of feitir. Síðan eru liðin sex ár og offita á unga ald" eykst hratt. Þá má benda á að yfir helmingur fullorðinna á höfuðborg- arsvæðinu er yfir kjör- þyngd. Að- spurður hvort hann telji að þessi þróun muni halda áfram, að offitan geri íslendinga að öryrkjum, segir Sigurður það ekki ólík- legt. „Maður getur ímyndað sér það ef þróun þróun heldur áfram. Við erum ekki langt á eftir Bandaríkj unum með þetta og sífellt fleira ungt fólk glímir við „Við erum ekki iangt á eftir Bandankjunum með þetta og sifellt fleira ungt fólk glímir víðoffitu." offitu." Ekki er öll von úti fyrir þá sem þegar eru orðnir öryrkjar vegna offitu og sykursýki. „Hjá sumum dugar að meðhöndla þetta með breyttu mataræði og því að þeir létt- ist,“ segir Sigurður. jontrausti@dv.is Offituaðgerð Á Islandi fara 150 manns á ári Iskurðaðgerð til aö minnka offítu slna. Así boðar hækkanir hjá hinu opinbera Hækkanir á gjaldskrá opinberrar þjónustu Gjaldskrár opinberrar þjón- jtv 8en8'övarútfráviðgerðkjara- ustu munu nú um áramóún /•* *4ii9H||iy samninga í fyrra, en þar var hækka bæði hjá ríki og sveitar- ||f \1H| stefiit að stöðugleika og ör- félögum. Menn bjuggust þó við B jÉjjgpj uggri kaupmáttaraukningu töluverðum verðlækkunum j? launa. Miðað var við að verð- um áramótin vegna útsalna, bólga yrði um 2,5% í samræmi lækkunar á bensíni og álirifa við markmið Seðlabankans. styrkingar krónunnar en hætta . Afcj Framan af ári 2004 hélt þessi er á að þessar miklu hækkanir H^HhHI^I forsenda en í maí fór að síga á á opinberri þjónustu taki þann Grétar ógæfuhliðina þegar verðbólg- ávinning frá almenningi. Verð- Þorsteinsson an fór yfir 3,0%. Þetta kemur bólgan verður áfram mun hærri en fram á heimasíðu ASÍ. Hvað liggur á? „Auðvitað liggur okkur alltafá/'segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- manna I Reykjavík.„Efokkur lægi ekki á kæmum við engu í framkvæmd. Við teljum að svo ótal margt sem þurfi að gerast á vettvangi borgarmálanna. Þannig að viö byrjum árið á fullri ferð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.