Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 9 Marco kærir í Strassborg Höfðað var mál gegn ís- lenska rikinu fyrir Mann- réttindadómstólnum í Strassborg í gær. Marco Brancaccia, bamsfaðir Snæ- fríðar Baldvinsdóttur, höfð- ar málið vegna meintra brota á réttindum hans í forræðisdeiiu þeirra Snæfríðar. Lögffæðingur Marcos telur einnig að ís- lenska ríkið beri ábyrgð á því að barnið var numið á brott ffá Mexíkó. Þar er nú beðið niðurstöðu dómara um hvort Jón Baldvin Hannibalsson, Snæffíður og ræðismaður íslands í Mexík- óborg hafi brotið lög þegar Snæfríður fór þaðan með dóttur þeirra til fslands. Sigurjón í kuldgalla Kvikmyndaffam- leiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur keypt ráðandi hlut í 66°Norður-Sjóklæða- gerðinni hf. sem starfað hefur í nær 80 ár. Fyrirtækið hefur nokkuð sterka stöðu á innanlands- markaði en á þó í mikilli samkeppni. Kunnugir í fatageiranum segja að eftir því hafi verið tekið að 66° bauð 20 prósent afslátt til verslana á hávertíðinni nú fyrir jólin. Sigurjón segir vörur fyrirtækisins þegar hafa komið fram í sjón- varpsþáttum og kvik- myndum og muni verða enn meira áberandi á þeim vettvangi framvegis. Læknanemi - ekki læknir Sóley S. Bender var ranglega tiltluð sem læknir í grein um rann- sókn sem hún stóð að um notkun getnaðar- vama meðal unghnga. Sóley er í doktorsnámi við læknadeild og dósent við hjúkrunarffæðideild. Kippirí Grímsey Tveir stórir jarðskjálftar, 5 og 3,9 á Richter, urðu suðaustur af Grímsey í gær- dag. Þeir fundust víða á Norðurlandi, meðal annars á Akureyri, á Húsavík og svo í Grímsey. Guðrún Sig- fúsdóttir, eigandi Gríms- kjara fann fyrir einum jarð- skjálfta og áætlar að það hafi verið sá stærri. „Þetta var eins og einhver hefði keyrt á húsið, það kom dynkur en enginn titringur eða hvinur. Maður finnur ekki mikið fyrir þeim hér inni í húsi og aUs ekki þessa smákippi." Engin slys urðu á fólki við skjálftana og Guðrún segir íbúa Gríms- eyjar vera rólega. „Við erum nú orðin vön þessu." Óprúttnir aðilar kveiktu í ónýtum bílum í Eyjum Slökkviliðsmenn voru í vegna bílabrennu íkveikja í um það bil 30 bifreiðum á geymslusvæði Sorpu í Vestmanna- eyjum setti slökkviliðsmenn í talsverða hættu, samkvæmt ffegn- um fréttavefjarins Eyja.net. Ekki er vitað hvað þeim gekk tU sem kveiktu í bifreiðunum 2. janúar síðastliðinn. Slökkviliðsmenn háðu tveggja tíma baráttu við eldinn. Þeim stafaði hætta af sprengingum sem mynd- uðust þegar eldsneytisgeymar bifreiðanna sprungu. Lögreglan leitar enn að sökudólgunum. Slíkur var reykjarmökkurinn að fólk hringdi ofan af landi til þess að grennslast fyrir um það í fullri alvöru hvort hafið væri nýtt Vestmanna- eyjagos. Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við DV í gær að verknaðurinn væri mikið hættuspil. Þá telst mildi að nánast var logn í Eyjum þegar brun- inn varð um miðjan dag. Að öðru leyti fóru áramótin ágæt- lega fram í Eyjum, fyrir utan hegðun langölvaðs fólks að morgni nýárs- dags. Engin slys á fólki voru tilkynnt til lögreglu vegna flugelda. hættu Bílabruninn Sást vel uppi á landi. Hins vegar ákváðu skemmdar- vargar að eyðileggja stórt jólatré við Stafkirkjuna um jólin með því að henda því í sjóinn. jontrausti@dv.is Kerti kveikti í íbúð Klukkan rúmlega níu á nýársdags- morgun varð nágranni var við að eldur var laus í íbúð á efri hæð húss við Hjallaveg. Fór hann þegar og vakti fbúa og tókst þeim að slökkva eldinn áður en lögreglu og slökkvilið bar að. Þarna hafði kviknað í kertaskreytingu úti í glugga. Skemmdir reyndust óverulegar en íbúar fftndu til óþæginda í öndunarfærum sökum reyks og voru fluttir á slysadeiid til skoðunnar. Ath!!! , Síðasti opnunardagur er í dap. Komdu og gerðu góð ^upífT ViðVwin^b6fehs;ásvegi 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.