Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005
Fréttir DV
Hermann Gunnarsson er einn
affáum sem getur komið
manni til að hlæja einungis
með því að hlæja sjálfur. Hann
þykir góður vinur og vill öllum
vel. Hæfileikar hans á íþrótta-
sviðinu þóttu það miklir að
hann þurfti að velja og hafna á
sínum tíma.
Hann á það til að vilja öllum
vel og vill halda öllum
góðum sem stundum hefur
komið honum illa. Einn hans
helsti galli er þó líklega
baráttan við brennivínið sem
hefur háð honum líkt og
öllum þeim sem heyja þá
baráttu.
„Það fyrsta sem mérdett-
ur I hug erhvað Hemmi er
góð manneskja sem vill
öllum vel og það hefur
skinið í gegn I hans per-
sónu alls staðar þar sem
hann hefur verið, t.d I fjölmiðlum.
Sjónvarpið er mjög óvæginn mið-
ill og þar ertu svolítið berskjald-
aður og þess vegna hefur Hemmi
komið vel út þar. Kannski er hans
helsti galli einnig hans helsti
kostur vegna þess að hann vill
þóknast öllum og vera góður við
alla og það gengur ekki alltaf
Vala Matt. þáttastjórnandi.
„Það eru forréttindi að
hafa fengið að umgang-
astsvo góöan vin vina
sinna, hjálpsaman og
skemmtilegan mann. Út-
geislun hans er slík að fágæt er i
sjónvarpi og á samkomum. Þrátt
fyrir einstaka hjálpsemi getur
hann verið mjög sjálfhverfur og
barátta hans við Bakkus hefur
reynst honum erfiö eins og mörg-
um öðrum afbragðsmanninum."
Omar Ragnarsson vinur.
Hann er ótrúlegur karakt-
er, hjartahlýr með afbrigð-
um og tilfinninganæmur
en jafnframt er alltafmikil
fart á honum og I kring-
um hann er athafnaskýið sem
hann lifir I. Ég get þó sagt að ég
er ríkari I mannlegum samskipt-
um eftir að hafa kynnst honum
og hann er einn minna vina sem
hafa fengið mig til þess að brosa
oghlæja."
Þorgeir Astvaldsson samstarfsmaöur.
Hermann Gunnarsson var einn fremsti knatt-
spyrnumaöur landsins á sjöunda áratugnum.
Hann spilaöi með Val á blómaskeiöi félagsins
og var landsliösmaöur.AÖ knattspyrnuferlin-
um loknum tók hann til starfa sem Iþrótta-
fréttamaöur hjá Sjónvarpinu.A nlunda ára-
tugnum fór hann aö stjórna slnum eigin
þætti.A tali hjá Hemma Gunn, sem er llklega
vinsælasti sjónvarpsþáttur á Islandi.
Fjármál Ár-
borgar í steik
Minnihluti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn Ar-
borgar segir meirihlutann
reyna að blekkja íbúa bæj-
arins með fjárhagsáætlun
fyrir árið 2005. Þrátt fyrir að
skatttekjur vaxi jafnt og
þétt hafi engum böndum
verið komið á reksturinn.
Dæmi um vanáætlun sé 70
milljóna króna framlag í
gerfigrasvöll. Fyllilega sé
ljóst að sú upphæð dugi
engan veginn til að ljúka
verkinu og því
verði að auka
framlagið. Þannig
•sé „...reynt að slá
ryki í augu íbúanna
og leyna fyrir
þeim raun-
kostnaðinum".
Elma Dögg Frostadóttir lá fjórtán ára grafin í tæpan sólarhring undir snjóflóðinu í
Súðavík árið 1995 áður en henni var bjargað. Á siðustu dögum hafa snjóflóð fallið í
versta veðri sem komið hefur á Vestfjörðum frá snjóflóðaárinu 1995. Elma er nú 24
ára og býr enn í Súðavík. Hún segir veðurofsann vekja slæmar minningar.
„Alltaf þegar ég heypi svona
í veöriaa fæ ég hrall"
„Síðan snjóflóðið féll hef ég verið hrædd við veðrið,“ segir Elma
Dögg Frostadóttir á Súðavík. Elma er 24 ára og grófst undir í
snjóflóðinu á Súðavík árið 1995. Björgunarsveitarmenn fundu
Elmu einum 15 tímum eftir að flóðið féll - illa haldna af kulda og
vosbúð.
„Alltaf þegar ég heyri svona í
veðrinu fæ ég hroll. Ég hef verið
frekar veðurhrædd eftir það sem
gerðist. Það fer í mig að heyra vind-
inn berja á gluggunum,“ segir Elma
Dögg sem vinnur í frystihúsinu á
Súðavík. Síðasta vaktin var á gaml-
ársdag og síðan tók við tveggja vikna
frí.
Sárar minningar
„Ég er fegin að hafa verið í fríi
þessa daga,“ segir Elma. „Frystihús-
ið er í gamla bænum. Á hættusvæð-
inu, beint fyrir neðan þar sem flóðið
féll. Það er ágætt að fá að vera bara
heima."
Elma útskýrir hvernig Súðavík
hefur breyst frá árinu 1995. Nýr bær
hefur risið á eyrinni - f nokkurri fjar-
lægð frá svæðinu sem snjóflóðið
lagði í eyði. Bærinn er nú öruggur
fyrir flóðum og því hafa engin hús
verið rýmd í ofsaveðrinu síðustu
daga. En þrátt fýrir öryggið segir
Elma að minningar um dimma vetr-
armánuði fyrir níu árum vakni nú
þegar snjónum kyngir niður.
„Ég hef ekki sofið vel síðustu
daga,“ bætir Elma Dögg við. „Snjór-
inn nær alveg upp að gluggum og ég
fæ stundum innilokunarkennd. Sem
betur fer hefur maðurinn minn ver-
ið heima. Hann hefur hugsað um
mig.“
Slæmur vetur
Önnur kona í Súðavík sem lenti í
flóðinu árið 1995 erLilja Óskarsdótt-
ir. Flóðið lenti á húsi hennar á Nes-
vegi 3 en Lilja og fjölskylda komust
út af sjálfsdáðum. Lilja segir veðrið
síðustu daga langt frá því að vera
jafn slæmt og þá.
„Þetta er samt fyrsta slæma veðr-
ið hérna á Vestfjörðum síðan flóðið
féll. Það hefur enginn vetur verið
hérna síðustu ár. Nú snjóar og
„Ég hefverið frekar
veðurhrædd eftir það
sem gerðist. Það fer í
mig að heyra vindinn
berja á gluggunum."
vindurinn blæs en ég er viss um að
það fer alveg að koma sól," segir hún.
Á Flateyri býr Guðjón Guð-
mundsson húsasmíðameistari sem
missti ættingja og húsið sitt þegar
flóðið féll á bæinn. Hann tekur und-
ir orð Lilju og segir þetta fyrsta
slæma veturinn frá 1995.
„Það er búið að fenna mikið
hérna en maður hefur séð það
verra," útskýrir Guðmundur. „Við
höfum líka svo góða varnargarða að
maður hefur ekki miklar áhyggjur."
Flúði heimilið
Svanhildur Þórðardóttir sem býr
í nágrenni ísafjarðar hefur þó haft
áhyggjur síðustu daga. Fjölskylda
hennar þurfti að yfirgefa heimili sitt
á Seljalandi þar sem húsið stendur á
hættusvæði. Hún hefur verið lokuð
Elma var 15 ára þegar flóðið féll í Súða-
vfk Lá grafin undir flóðinu í hartnær sólar-
hring.
Fjölskylda Elmu Missirinn var mikill eftir flóðið á
I Súðavik og björgun Elmu þótti kraftaverki líkust.
I Elma Dögg Frostadóttir, eitt af fórnarlömb-
I um snjóflóðsins á Súðavfk 199S Hefur ekki sof-
| iö vel i veðurofsanum slðustu daga.
Ofsaveður á Vestfjörðum Myndin er tekin
á Isafirði þar sem blindbylur hefur geisaö sið-
ustu daga.
inni síðustu daga en þegar DV hafði
samband við hana í gær gat hún loks
haldið til vinnu.
„Þetta er búið að vera mjög vont
veður. Við höfum búið hérna í þrett-
án ár og vorum hérna þegar fyrsta
snjóflóðið féll. Veðrið síðustu daga
er með því versta sem gerst hefur
síðan þá. Vegir lokaðir, hús rýmd og
svo féll auðvitað snjóflóð í Hm'fs-
dal,“ segir Svanhildur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni í gær er búist við að
veðrið haldist
svipað til
sunnudags en
versni svo aftur
á mánudags-
eftirmiðdegi.
Vaktmaður á
snjóflóðavakt
segir að miðað
við spána ættu
engin snjóflóð
að falla næstu
daga.
simon@dv.is
Bólar ekkert á niðurstöðu ákæruvalds
Átök og ólga vegna ráðningar til Rarik
Niðurstöðu sýslumanns
beðið í Bíldudalsmáli
„Málið er hér á okkar
borði og bíður þess að
ákvörðun verði tekin um
framhaldið," sagði Þórólfur
Halldórsson, sýslumaður á
Patreksfirði, spurður um
gang mála í rannsókn á
dauðaslysi sem varð á
Bíldudal í júlí síðastliðnum.
Fimmtán ára stúlka lést
þá eftir að bíll, sem talið er
að hafi verið ekið talsvert
yfir hámarkshraða, ók á
Frá slysstað Hérlét 15 ára
stúlka llfið þegar ekið var á
hana, á ofsahraöa að taliö
er. Niðurstöðu um hvort
kært verður fyrir manndráp
afgáieysi eða ekki er beðiö.
hana. Málið var rannsakað
og sérfræðingar meðal annars kallaðir
til svo hægt væri að varpa ffekara ljósi á
hvort ökumaður bílsins, sem sam-
kvæmt heimildum DV er á tvítugsaldri,
hafi ekið af gáleysi og á of miklum
hraða.
Að sögn Þórólfs er enn
ekki ljóst hvort eða hvenær
ákæra verður gefin út
vegna málsins en tals-
verður tími er liðinn síðan
lögregla lauk rannsókn
þess, í lok jútí. Líklegt verð-
ur þó að telja að öku-
manns biíreiðarinnar bíði
ákæra vegna manndráps
af gáleysi.
Slysið vakti mikla sorg
og reiði á Bíldudal en 15
ára stúlka lést í slysinu.
Reiðin var ekki síst vegna þess að fé-
lagasamtök höfðu margoft krafið Vega-
gerðina um að hraðahindrun yrði sett á
þann stað þar sem slysið varð því
hraðakstur er jafnan mikill á þeim
kafla. heigi@dv.is
Forstjórafrú Alcoa í
óauglýst starf
„Hún var áður starfsmaður
Landsvirkjunar sem við vor-
um í samningum um orku-
kaup við. Starfið var ekki aug-
lýst, við nældum okkur bara í
hana," segir Tryggvi Þór Har-
aldsson, forstjóri Rarik. __________
,T>etta er ekkert tengt því Tryggvi Þór
að Ólöf Nordal er eiginkona Haraldsson For-
Tómasar Más Sigurðsonar, stjóri RARIK segir
sem er forstjóri Alcoa á ís- ekkert athugavert
landi, og það er ekkert til í við ráðningu eig-
því að við séum að gera þetta ink°nu forstjóra
til að fá Tómas til að flytja til Alœa'
Egilsstaða. Ég hafði fyrst samband
við Ólöfu í ágúst þegar ég frétti að
hún væri hætt hjá Landsvirkjun.
Hún fær engin sérfríðindi en í raun
veit ég ekki neitt, ég sendi hana
bara til starfsmannastjórans, ég veit
ekki neitt, hún er bara ráðin
eins og hver annar maður,"
segir Tryggvi.
„Það er ekkert til í því, Ólöf
er ráðin til starfa hjá okkur og
mun taka þátt í sölustarfsem-
inni vegna nýrra raforkulaga
sem voru að taka gildi. Þetta
tengist alls ekkert því að
reyna að fá Tómas Má hingað
til Egilsstaða, það er alveg ffá-
leitt. Hún verður bara ráðin til
okkar sem almennur starfs-
maður. Hún mun ekld fá nein
fríðindi og mér skilst að þau muni
bæði búa hér á Egilsstöðum," sagði
Sveinn Þórarinsson, stjórnarformað-
urRarik.
Ólöf Nordal vildi ekkert tjá sig um
málið.