Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Qupperneq 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 13 spila Trivial pursuit í góðra £ vina hópi," segir Hákon og vill ala upp dóttur sína og tvö böm ! Sri, eftir að hafa svipt þau móð- ur sinni. „Ég vona að ég lifi af fangelsisvistina og að þeim tíma liðnum geti ég tekið við uppeld- inu á bömunum mmurn." Dóttir Hákons og Sri er tveggja ára. Ríkissaksóknari krefst þess að Hákon verði dæmdur í 16 ára fang- elsi. Ákæran gegn Hákoni verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. jontrausti@dv.is kgb@dv.is Hákon Eydal 45 ára gamlimúrar- inn svipti börn Sri Rahmawati móð■ ursinni og segist vilja ala þau upp eftir fangelsisvistina. Leiddur fyrir dóm Idag verður málið gegn Hákoni Eydal (til vinstri) þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Leitin að Sri Hákon varþögull I fangelsinu og sagði ekki hvar hann hafði falið Sri fyrr en mánuöi eftir hvarf hennar. ■ V m BL . iii HVERNIG ER ... að vera trúaður? „Það veitir h'finu fylingu og til- gang. Ég get ekki hugsað mér lífið án trúarinnar því þá væm öll markmið okkar jarðnesk og þar sem mannsaldurinn er stuttur, að- eins um 80 ár, þá hlyti tilgangur okkar að vera afskaplega léttvæg- ur. Ég gæti aldrei hugsað mér að vera án trúar- innar, því fyrir þá sem trúa er Kristur allt og því finnst okkur þeir sem ekki þekkja hann allslausir. Ég drakk í mig trúna frá barn- æsku en ég tók afstöðu með fagnaðarerind- inu nítján ára gamall, það er sem sagt að verða mannsaldur síðan og sífellt veitir mér trúin meiri gleði. Trúarlíf í sókn í Vesturheimi Trúin hjálpar mjög mörgum, allir þeir sem gefa sig að henni fá hjálp, stuðning, styrk og blessun. Það er nokkuð ljóst að mælanlegur vísindalegur munur er á heilsu, lífslengd og lífsgæðum þeirra sem trúa. Þar fyrir utan eru þeir auðvit- að miklu hamingjusamari þar sem þeir þurfa ekki að lifa fyrir jarðnesk markmið eingöngu. Trúarlíf átti undir högg að sækja í talsverðan tíma eða sfðustu hundrað ár en sem betur fer er trú- arlíf nú aftur í mikilli sókn í öllum hinum vestræna heimi. Menn hafa séð að efnishyggjuáráttan skilar ekki mönnum þangað sem þeir vildu fara, fremur þangað sem þeir vilja ekki fara. Því er fólk nú óðum að snúá aftur til rótarinnar og því er það að minnka að fara yfir læk- inn til að ná í vatnið. Lífið hefur annan og meiri tilgang. Fjölbreytileiki trúarinnar Myndbirting trúarinnar er mjög flókin og margbreytileg enda er mannh'fið afskap- lega fjölbreytt og því eru birtingar- myndimar svo margar. Fjölbreyti- leikinn er af hinu góða og guð segir að menn eiga ekki að vera bera sig saman innbyrðis, það er ekki alltaf það sama sem hentar hverjum og einum og það ber að virða. Við í Krossinum erum fremur róttæk og slíkt er ekki fyrir alla en það hentar stórum hópi fólks. Við skiljum því að sumir taki trú sína öðrum tökum, til dæmis með íhugun. Eg veit samt að Allah og Jehóva em sá hinn sami guð- inn. Það er sagt í Bibh'unni að „á ávöxtunum skul- um við þekkja þá“ og eins og glöggt má sjá á þessum tímum er flesti hið illa í heiminum runnið undan rifj- um Allah. Við þekkjum því þann guð af þessum vonda ávexti. Elskar samkynhneigða Ég hef verið gagnrýndur fyrir skoðanir mínar gagnvart samkyn- hneigðum en þær em tilkomnar af því að ég elska samkynhneigða meira en margir aðrir, þó stundum hafi sviðið undan. Vel meint eru samt vinar sárin og samkynhneigð veitir engum gæfu, guð ætlast ekki til þess að menn lifi þessum h'fsstíl og því finnst mér vert að hvetja alla til að leita sér lausnar undan henni. Hugsvölun og fró Eg hvet alla til að leita hug- svölunar og fróar fyrir sjálfa sig í trúnni og vil minna fólk á Alfanám- skeiðin okkar en kynning á þeim er 10. janúar kl. 7. Öllum þeim sem vilja kynna sér mátt trúarinnar betur bendi ég þangað. Ef þið á DV komið þessu á framfæri þá byrjið þið loks að þjóna einhverjum tilgangi." Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, er einn umdeildasti, og af mörgum talinn einn merkasti, trúarleiðtogi þjóðarinnar. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. Trúarlífátti undir högg að sækja í tals- verðan tíma eða síð- ustu hundrað ár en sem betur fer er trú- arlíf nú aftur í mikilli sókn í öllum hinum vestræna heimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.