Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 18
Sport DV
* 18 FIMMTUDACUR 6. JANÚAR 2005
Garcia
ófundlnn
Leit Handknattleikssambands
fslands að Jaliesky Garcia Padron
hefur engan árangur borið. Garcia
fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til
að vera viðstaddur jarðarför föður
síns sem féll óvænt ffá yfir
hátíðarnar. Valsmaðurinn
Vilhjálmur Halldórsson var
kallaður inn í hópinn í stað Garcia
og hann getur farið að bóka
II farseðil til Túnis fari svo að
WJ Garcia láti
Ú ekki í sér *
'é Æ'*' heyra
_ W fljótlega,
hvorki
hefur
heyrst né
spurst til hans
síðan um jólin.
HSf hefur heldur
ekki náð í
forráðamenn félags
Garcia, Göppingen, en
vitað var að þeir vildu
að Garcia hvíldi sig í
einhvem tíma enda hefur hann
verið lítillega meiddur síðustu
vikur.
Peilegrino
f ariim til
Liverpool
Liverpool gekk í gær firá
samningi við spænska vamar-
manninn Mauricio Pellegrini en
hann var með lausan samning hjá
Valencia. Rafael Benitez, stjóri
Liverpool, þekkir vel til Pellegrino
enda var hann þjálfari Valencia í
fyrra. Pellegrino er 33 ára gamall
og gerði sex mánaða samning við
enska félagið. Hann hafði verið í
herbúðum Valencia frá 1999 en
þar áður var hann hjá Barcelona.
„Hann flaug í gegnum læknis-
skoðun og er klár í slaginn. Hann
getur ekki beðið eftir að spila fyrir
Liverpool," sagði umboðsmaður
PeOegrino.
Afall fyrir
Man. Utd
Einn aUra heitasti
leikmaðurinn í enska boltanum
þessa dagana, Ryan Giggs,
tognaði Ula aftan á læri í leiknum
gegn Tottenham og mun hugsan-
lega ekkert spUa með Man. Utd
næstu sex vikumar. „Þetta em
ekki meiðsU sem jafiia sig á
stuttum tíma. Það er klárt mál,"
sagði hundsvekktur stjóri United,
Sir Alex Ferguson. „Það er aUtaf
slæmt að lenda í svona meiðslum
og fjarvera hans úr leiknum varð
okkur dýrkeypt. Það munaði
miklu um að missa hann svona
snemma af veUi." Rauðnefur
gamU gat þó glaðst yfir
stiginu sem United
SjA fékkíleiknum
enda var Totten-
ham rænt augljósu
^ i-\: marki undir lok
1 leiksins.
Mikil umræða skapaðist á Englandi i gær um hvort ekki væri kominn timi til að
nýta sér sjónvarpsupptökutækni í umdeildustu atvikunum. Umræðan spratt upp
eftir að augljóst mark sem Pedro Mendez skoraði á lokamínútunum í leik
Manchester United og Tottenham í fyrradag var ekki dæmt gilt. Dómarar sögðu
boltann ekki hafa farið inn fyrir línuna en myndir sýna greinilega að boltinn var
heilan metra fyrir innan marklínuna.
ruuu ui mdigilegt
„Viðbrögð mín eftir að ég
skaut voru að fagna. Boltinn
var inni. Þetta var mjög laglegt
mark þótt ég segi sjálfur frá og
boltinn fór greinilega inn fyrir
línuna. í sannleika sagt hef ég
aldrei orðið vitni að eins
greinilegu marki án þess að
það hafi verið dæmt gilt,“
sagði markaskorarinn Petro
Mendes, eftir leikinn gegn
Man.Utd. í fyrradag.
Dómari leiksins, Mark Clatten-
burg, var sennilega umtalaðasti
maður íþróttáhugamanna í Bret-
landi gær. Menn telja það með
hreinum ólíkindum að hann hafi
ekki séð boltann fara inn fyrir
marklínuna eftir skot Mendes af um
50 metra færi. Ábyrgð og skyldur
h'nuvarða var einnig tíðrædd í gær
því upptökur sýndu að boltinn fór
hátt í einn metra inn fyrir marklín-
una og segir Martin Jol, stjóri
Tottenham, að fyrst hnuverðir gætu
gert jafn svakalega afdrifarík mistök
og í fyrradag væri engin ástæða til
annars en að nota sjónvarpsupptök-
ur þegar umdeild atvik kæmu upp.
Get ekki annað en hlegið
„Við vorum rændir sigrinum. Það
er ekki flóknara en svo. Dómarar í
dag eru með fjarskiptatæki í eyranu
svo að ég skil ekki af hverju það er
ekki hægt að stoppa leikinn í eina
mínútu til að skoða atvikið. Við
erum ekki að tala um að boltinn hafi
verið nokkra sentímetra fyrir innan -
hann var metra fyrir innan," sagði
Jol eftir leikinn, gjörsamlega miður
sín.
Mendes sjálfur var þó ekki að
svekkja sig of mikið og kaus að horfa
frekar á björtu hliðar málsins. „Það
er ekki hægt annað en að hlæja að
þessu svona eftir á. Þetta var mjög
gott mark og mun það vafalaust hfa í
minningu minni þrátt fyrir að það
hafi ekki staðið. Það er ekki á
hverjum degi sem maður skorar frá
miðju," sagði Mendes.
Álex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Man.Utd, hafði samúð með
Mendes lél ndí
var
Mendes lét skoUö Carro« náöi
kominn langtÞmyndinni voru
KT S^UmarannMark
Clattenburg eftir leikinn._-
leikmönnum Tottenham og tók
undir orð Jol. „Ég held að þetta atvik
undirstriki nauðsyn þess að hafa að
minnsta kosti þann möguleika að
nota sjónvarpsupptökur," sagði
Ferguson. „Ég hafði áhyggjur af því á
sínum tíma að það gæti tekið heila
eilífð að skoða þessar upptökur. En
nýlega las ég blaðagrein þar sem
stungið var upp á því að ef dórnari
gæti ekki teldð ákvörðun eftir að
hafa horft á myndbandið í 30 sek-
úndur, þá myndi leikurinn halda
áfram óbreyttur. Það er jafn langur
ú'mi og það tekur að framkvæma
horn- eða aukaspyrnu svo að það
væri ekki verið að eyða
of miklum tíma," sagði Ferguson
jafnframt.
Hefði tekið þrjár sekúndur
Meira að segja Arsene Wenger,
stjóri Arsenal, sá ástæðu til þess að
blanda sér inn í umræðuna í gær.
„Þegar ahur heimurinn sér, að dóm-
ara leiksins undanskildum, að það
hafi orðið mark þá er ljóst að eitt-
hvað mikið er að. Það er alveg ljóst
að sjónvarpsupptökur þurfa að
verða hluú af leiknum. Og þetta
atvik á Old Trafford er frábært dæmi
um að það hefði tekið dómarann
þrjár sekúndur að dæma mark eftir
að hafa séð endursýningu."
vignir@dv.is
Enska knattspyrnusambandið sendir frá sér yfirlýsingu vegna „marks“ Tottenham
Vill ekki notast við sjónvarpsupptökur
Enska knattspyrnusambandið
sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess
efnis að sambandið myndi grand-
skoða allar hugmyndir sem fælu í
sér einhver konar marklínutækni,
nema hvað að þær megi ekki fela í
sér sjónvarpsupptökur. Knatt-
spyrnusambandið leggur mikla
áherslu á að endursýning á atvikum
fyrir dómara kæmi einfaldlega ekki
til greina.
„Sambandið er reiðubúið að
skoða aha mögulega tækni sem gæú
komið í veg fyrir að lögleg mörk séu
dæmd ógild. Hins vegar má sú tækni
ekki trufla gang leiksins," segir í
yfirlýsingunni. Einnig kemur fram að
sambandið telur það klárlega vera
Slapp meö skrekkinn
Roy Carroll glotti viö
tönn eftir leik Man. Utd
og Tottenham Hotspur.
truflun ef leikur yrði stöðvaður úl að
dómari fengi að skoða endursýningu.
„Lykilatriðið felst í því að
dómarinn fái skilaboð um leið og
slíkt atvik á sér stað svo hann geú
tekið ákvörðun í sömu andrá," segir í
yfirlýsingunni og er þar hugsanlega
verið að ýja að einhvers konar
titringsbúnaði sem dórnari myndi
hafa á sér, sem síðan væri tengdur við
nema festan á markstöngunum.
Ljóst þykir að mál þessi verði tekin til
nákvæmrar athugunar til að koma í
veg fyrir að atvik eins og í gær komi
ekki fyrir á nýjan leik, en þess má geta
að það hefur þegar fengið
viðumefnið „versti dómur
sögunnar."
vignir@dv.is