Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 21 Vissirþú ...Petr Cech er aöeins 22 ára gamall. ... Petr Cechvar aðeins spilaði sinn fyrsta leik í tékk- nesku 1. deildinni með FK ChmelBlsany. Petr Cech var aðeins tvítugur þegar hann lék smn fyrsta landsleik með Tékkum gegnKýpur. Petr Cech hefur leikið lengst allra markvaröa í tékk- nesku deildinni án þess að fá á sig mark Hann hélt markinu hreinu í 855 mínútur þegar hann lék með Spörtu Prag. Petr Cech var hetja U-21 árslandsliðs Tékka sem varð Evrópumeistari árið 2002 efflr sigur á Frökkum í úrslitaleik. Hann hélt markinu hreinu 1 úrslitaleiknum og varði síðan tvaer vltaspymur í vítaspymu- keppninni. Petr Cech hefur haldið markinu hjá Chelsea hreinu í sextánleikjumaftuttuguog tveimur í ensku úrvalsdeddinm og aðeins fengið á sig átta mörk. ... Petr Cech er 1,97 metrar á hæð og er næsthæsti markvörð- ur ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Hollendingnum Edwm van der Saar hjá Fulham. Hæsti markvörðurinn er varamark- vörður Aston Villa, Stefan Post- ma, en hann er 1,98 metrar á hæð. Petr Cech var keyptur frá Spörtu Prag til franska liðsins Rennes fyrir 3,3 miUjónir punda sumarið 2002. Petr Cech hefur haldið marki Chelsea hreinu í fjórum leikjumafsexí meistara- deildinnií PIP fótbolta. Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hefur svo sannarlega slegið í gegn með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Cech kom frá franska liðinu Rennes í sumar fyrir sjö milljónir punda og eru kaupin á honum ein af fáum sem kallast geta reyfarakaup hjá þessu ríkasta félagi Evrópu. Með báða hanskana á enska titlinum Er Tékkinn Petr Cech, markvörður Chelsea, besti markvörður heims? Þetta er spurning sem margir knattspyrnuáhugamenn spyrja sjálfa sig að í kjölfar frábærrar frammistöðu kappans með Chelsea á þessu tímabili. „Bestu stundirnar í hvaða leik sem er eru þær þegar við skorum fyrst, við vitum að þá ættum við að vera í lagi. Það fyllir mig miklu sjálfstrausti að spOa fyrir aftan jafn frábæra varnarmenn og John Terry, Ricardo Carvalho og William Gallas. Þeir gera lífið auðvelt fyrir okkur. Við vitum að ef við skorum eitt mark þá er það oftast nóg. Við vinnum fullt af leikjum, 1-0, leikurinn er búinn og við fáum þrjú stig, “ sagði tékkneski markvörðurinn Petr Cech í viðtali á dögunum en hann hefur hreinlega farið hamförum á milli stanganna hjá Chelsea í vetur. Það er erfitt að draga orð Cechs í efa því að vörn Chelsea hefur verið stórkostleg í allan vetur og fyrir aftan hana hefur Cech ekki verið síðri. Liðið hefur aðeins fengið á sig átta mörk í tuttugu og tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hafa Cech og félagar hans haldið markinu hreinu sextán sinnum í þessum leikjum. Mikil pressa Það er ekki laust við að mikál pressa hafi verið á Cech þegar hann kom tO Chelsea í sumar eftir að hafa verið keyptur frá franska liðinu • Rennes i'yrir sjö / mOljónir punda . á þessu ári. Það f voru ekki margir sem höfðu trú á því að Cech gæti slegið ítalska markvörðinn Carlo Cudicini út úr liðinu hjá Chelsea enda Cudicini af mörgum talinn vera einn af bestu markvörðum ensku úrvalsdeOd- arinnar. Cudicini meiddist á æfingamóti í Bandarflcjunum í sumar og eftir það gerði Cech stöðuna að sinni. Það kom ber- lega í ljós á Evrópu- ‘ mótinu í Portúgal í sumar að Cech \ hefur ýmislegt til brunns að bera þegar hann komst í undanúrslit mótsins með Tékkum en frammistaða hans á þessu tímabili hefur samt sem áður vakið mikla og verðskuldaða athygli. Petr er stórkostlegur Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, er afskaplega sáttur við sinn mann og kann að monta sig af honum í réttu samhengi, jafnvel þótt gengið hafi verið frá kaupunum á Cech áður en hann tók tO starfa hjá félaginu. „Petr er stórkostlegur. Hann er markvörður fyrir stórlið. Stundum er markvörður frábær í litlu liði þegar hann þarf að verja þrjátíu bolta í leik en er slakur hjá stórliði þar sem hann getur ekki haldið einbeitingu þegar hann þarf aðeins að verja einn bolta í hvorum hálfleik. Það getur liðið hálftfmi án þess að Petr snerti botann en þegar erfiður bolti kemur þá er hann tilbúinn tO að verja hann,“ sagði Mourinho og bendir á lflcamsburðir Cechs séu óvenjulegir. Spilar fyrir liðið „Hann er hávaxinn en samt léttur á sér. Venjulega er hávaxið fólk þungt á sér. Hann er öruggur og les leikinn vel. Hann er aOtaf mættur á réttan stað þegar fyrirgjafir koma og er með góðar tímasetningar. Ég kann líka vel að meta þann eigin- leika hans að spOa ekki fyrir ljós- myndarana. Nei, hann gerir það sem hann þarf að gera. Hann reynir að ekki að gera eitthvað heimskulegt til að vekja á sér athygli. Hann spilar fyrir liðið Á leið til titils Chelsea-liðið er með sterka stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sjö stiga forystu á Arsenal og fari svo að félagið vinni sinn fyrsta meistaratitíl frá árinu 1955 getur það án efa þakkað Tékkanum unga fyrir sinn þátt í því. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli markvörður er kominn með báða hanskana á titilinn og lætur hann örugglega ekki svo glatt af hendi, í það minnsta ekki ef mið er tekið af frammistöðu hans hingað til á tímabilinu. oskar@dv.is „Stundum er mark- vörður frábær í litlu tiði þegar hann þarf að verja þrjátíu bolta í leik en er slakur hjá stórliði þar sem hann getur ekki haldið einbeitingu þegar hann þarfaðeins að verja einn bolta í hvorum hálfleik. Það getur liðið hálftími án þess að Petr snerti boltann en þegar erfiður bolti kemur þá er hann tilbúinn til að verja hann." ,íJS®s»é*8. Guðmundur Hreiðarsson um Tékkann Petr Cech Sjaldqæf fullkomnun Guðmundur Hreiðars- son, markvarðaþjálfarinn snjaOi, hefur mikið álit á Petr Cech og var meira en tilbúinn til að tjá sig um kappann þegar DV fór þess á leit við hann. „Það er mín skoðun að hann sé einn af þeim frdl- komnari í dag. Hann hefur ótal margt til brunns að bera og það kom mér verulega á óvart hversu sparkviss hann er. Hann sparkar aflt öðru- vísi en aðrir markverðir í Evrópu, meira í líkingu við markverðina í Suður Ameríku og það er gaman að sjá hann hefja sóknir Chel- sea-liðsins með markvissum útspörkum. Staðsetningar hans eru einstaklega góðar og það má eiginlega segja að hann tflheyri nýja skóla markvarðanna þar sem ekki ber mikið á flottum tilþrifum heldur skiptir staðsetningin öUu máli. Það má segja að hann sýnir sjaldgæfa fuU- komnun sem markvörður," sagði Guðmundur og benti jafnframt á að Cech væri ekki að berjast við neinn aukvisa um stöðuna í marki Chelsea. „Ég vísa til þess sem Eiður Smári sagði við mig í sumar þegar ljóst var að Cech myndi spila með Chelsea en Eiður Smári sagði að hann þyrfti að vera ? ansi góður tU að slá út besta markvörð heims að hans á mati og átti þar við Carlo Cudicini sem situr bara á bekknum núna og á ekki möguleika gegn Cech,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði hann að , , Cech stæði vel undir sæmd- arheitinu „besti markvörður heims” um þessar mundir. „Hann og Buffon hjá Juventus eru bestir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.