Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 31
D>V Síðast en ekki síst
FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 31
31
Undraheimar áramótaávarpanna
Það er nú sennilegast að bera í
bakkafúllan lækinn að vera að pota í
hina undarlega lifseigu ríkisstjórn
okkar og vera sífellt flnna að verkum
hennar. Þó af nógu sé að taka og
nýliðið ár hafi verið hrein gósentíð til
þess arna, þá hefur því verið gerð
ágæt skil að undanfömu, meðal ann-
ars í þingsölum og fjölmiðlum, en þó
mest náttúrlega manna á milli á
götum og torgum þessa lands.
En í tilefni af þeim tímamótum
sem nýlega gengu yfir (já, meðan ég
man, gleðilegt ár landsmenn allir, til
sjávar og sveita, borga og bæja, inni og
úti, nær og fjær! - er ég að gleyma
einhverjum?) þá er ef til vill við hæfi
að höggva, þó ekki sé nema bara örh't-
ið, í sama gamla knéruninn (veit ann-
ars nokkur hvað knérunn er?!).
Tvíhöfði
En líkt og alþjóð veit þá búum við
hér á landi við rfldsstjóm sem líkja má
við tvfliöfða þurs, þar sem hausamir
tveir em annars vegar hins ófram-
sækna Sjálfstæðisflokks og hins vegar
hins ósjálfstæða Framsóknarflokks,
eðli málsins samkvæmt. En þótt haus-
amir séu tveir er, lflct og dæmin sanna,
er heilinn aðeins einn, enda hugsar
hann bæði margt og mikið og alls ekki
allt alslæmt. Þó er það verra að haus-
amir tveir tala oft sitt í hvora áttina og
hvorugur hlustar á hinn, sem vart get-
ur tahst happadijúgt því búkurinn
getur jú, þrátt fyrir allt, bara farið í
eina átt.
Vel meint
Nýjasta dæmið um ósamlyndi
hausanna tveggja birtist í áramóta-
ávarpi hæstvirts utanríkis/forsætis-
ráðherra. Það er svo sem ekki við því
að búast að shk tækifæris-, mála-
mynda- og puntræða þjóni öðrum til-
gangi en að vera, í besta falh, meinlaus
Kjallari
Þó er það verra að
hausarnir tveir tala
oft sitt í hvora áttina
og hvorugur hiustar á
hinn, sem vartgetur
talist happadrjúgt því
búkurinn getur jú,
þrátt fyrir allt, bara
farið í eina átt.
og háti'ðleg og í því versta sóun á dýr-
mætum tíma á síðustu klukkustund-
um ársins. En hvað sem því h'ður þá er
ætlun mín hér aðeins að benda á
hvernig í ræðunni mátti glögglega
greina að hausamir tveir em famir að
togna svo hvor frá öðrum að hálsrígur-
inn - eða þursabitið - hlýtur að vera
orðinn þó nokkur.
Það var einkum hluti boðskapar
ræðunnar og hin undirhggjandi þver-
sögn, sem í henni mátti greina, sem
fangaði athygli mína. Þar fór Halldór
fögrum orðum um fjölskylduna og
ekkert nema gott eitt um það að segja,
þó ekki hafi komið til af góðu. Inni-
haldið var jú þverrandi hlutverk fjöl-
skyldunnar í uppeldi bamanna okkar,
ffamtíðarþegna þessa lands og sú
staðreynd að, með orðum ráðherrans:
„...gömul og gróin fjölskyldugildi séu
á undanhaldi með óæskilegum afleið-
ingum. Samheldni fjölskyldna virðist
minni. Við vitum að böm þarfiiast
umhyggju foreldra sinna og tíma fýrir
leik og samræðu. Nútfrnaþjóðfélagið
hefur breytt lífsmynstrinu og í kjölfar-
ið hafa samvemstundir fjölskyldunn-
ar tekið breytingum... Hveiju er um
að kenna? Langur vinnudagur margra
er auðvitað nærtæk ástæða..."
Þversögn
Svo sannarlega orð í tíma töluð,
enda kunnara en frá þurfi að segja að
öllum málsmetandi þroska-, uppeld-
is- og félagsfræðingum ber saman um
að í samveru foreldris og bams sé
fólgin gagnkvæm hollusta og grunnur
að velh'ðan beggja.
En þversögnin? Jú: „Alþingi hefur
samþykkt að létta undir með heimil-
unum í landinu með því að lækka
skatta [...] Með þeim breytingum er
lögð sérstök áhersla á barnafjölskyld-
ur.“
Þessi staðhæfing er sérstaklega
áhugaverð í Ijósi þess að það em ekki
liðnir nema cirka tveir mánuðir síðan
Geir Haarde (úr hinum hausnum)
réttlætti skattalöggjöf sfria með þeim
rökum að hún væri „atvinnuhvetj-
andi"! og það sem skilaði mestum
hagvexti og ávinningi fýrir land og
þjóð væri meiri vinna og aftur vinna.
Með öðrum orðum: Sleppum því
að lækka eða afhema vaskinn af mat
og nauðsynjavörum en lækkum
skatta þeirra hæst launuðu til að fólk
taki sig nú saman í andlitinu, drattist á
fætur og finni sér aðra eða þriðju
aukavinnuna. Engin ástæða til að
hætta í vinnunni klukkan 6, þegar nóg
er eftir af deginum! Þá er lflca til nægur
peningur fyrir Playstation og krökk-
unum er borgið fram að kvöldmat...
plús/mínus.
En kæri þurs, þó meiningin sé
ágæt þá verður ekki bæði sleppt og
haldið - unnið meira og unnið minna
á sama tíma. Á meðan þursinn er ekki
samkvæmari sjálfum sér, en raun ber
vitni, þegar kemur að velsæld fólksins
sem honum er ætlað að standa vörð
um, þýðir h'tið að vera með einhvem
fagurgala um bjartari tíð með blóm í
haga. Við vitum enda að leiðin til glöt-
unar er vörðuð fögmm fyrirheitum,
góðum ásetningi og velmeinandi
áramótaávörpum.
Davíð Sigurþórsson er mann-
fræðingur að mennt.
Vandlifað í Reykjavík
Kona hringdi.
„Ég vil lýsa yfir óánægju minni
með þau plön Orkuveitu Reykjavík-
ur að ætla að hækka rafmagnskostn-
aðinn um tæp 4 prósent. Þeir segjast
gera þetta til að mæta verðhækkun-
um, sem fýrirtækið verði fyrir hjá
Landsvirkjun og Landsneti. Erum
við ekki nógu skattpínd fýrir? Og
hefur Reykjavíkurborg ekki verið að
hækka gjöld á öllu mögulegu og
ómögulegu? Eiga opinberar stofn-
Lesendur
anir endalaust að geta plokkað af
okkur peninga bæði með sköttum
og hækkun gjalda? Það er orðið
vandlifað í Reykjavflc. Þú kveikir ekki
ljós, lætur heitt vam renna eða
hendir msli án þess að peningarnir
hrynji bókstaflega út af bankareikn-
ingum þínum. Hvar sem maður fer
til þess að afla sér sjálfsagðra hluta,
eins og hita, fæðu, vatns og hrein-
lætis, standa fyrir manni himinhá
gjöld sem maður þarf að greiða til
þess eins að geta dregið andann. Ég
segi að það sé nóg komið. Laun
meðalfólks hrökkva skammt í svona
þjóðfélagi."
Karlmaður hringdi.
Lesandi sem hringdi vildi vekja
athygli á því að verðlækkanir sem
birtast í auglýsingabæklingum sem
Elko sendir inn á heimili í landinu
standist sjaldnast. Hann segir að tal
um verðlækkanir sé ekki sann-
leikanum samkvæmt því ef betur er
gáð, til dæmis
á heimasíðu
Elko, megi
finna að
vörurnar hafi í
raun aldrei
verið á gömlu
verðunum.
Þetta sé bara
sett svona upp
í auglýsinga-
skyni til að fá
fóUc til að halda
að það sé að
missa af ein-
Lesendur
stæðum verðlækkunum. Hann vill
að fyrirtæki segi satt og rétt frá verð-
um, hvort sem þau eru gömul eða ný
og ljúgi ekki til um umfang tilboða.
með Sfmoni Birgissyni
• Emilíana Torrini gefur út nýja
plötu í febrúar sem heitir Fis-
herman’s Wife, eða Sjómannskona.
Þar er hún á rólegu
nótunum og syngur
ballöður nær ein-
göngu við undirleik
kassagítars. Það er
langt um liðið síðan
Emilíana sendi frá sér
plötu síðast, en það
var árið 1999. Síðan hefur hún samið
vinsælt lag fyrir Kjflie Minogue sem
hún samdi að sögn á 30 mínútum og
lag sem notað var í Lord of the Rings.
Nýrrar plötu með Emih'önu er beðið
með mikilli eftirvæntingu en það er
hin sögufræga plötuútgáfa Rough
Trade sem gefiir plötuna út en þeir
eru útgefendur The Smiths, The
Strokes og The Libertines...
• Fyrsta plata Emilíönu var gefin út
hjá One Little Indian, fyrirtækinu
sem gefur út Björk, og gekk ekki nógu
vel. Það vekur auðvitað athygli að
Emilíana skuli ekki
gefa út hjá þeim og
enn frekari eftirtekt
að Smekkleysa, sem
hefur umboðið á fs-
landi fyrir Rogh Tra-
de, fái ekki að dreifa
plötunni á íslandi
samkvæmt ósk Emilíönu. Hún hefur
valið 12 tóna til að selja plötuna sína
á íslandi. Þetta þykir skrýtið og menn
velta því fyrir sér hvort dívumar tvær
séu í fýlu hvor út í aðra...
• Nú er mikið kapphlaup á milli ís-
lenskra heimildar-
gerðarmanna sem
vilja ólmir gera mynd
umBobbyFischer.
Nú þegar er búið að
orða þá félaga Krist-
inn Hrafnsson og
Friðrik Guðmunds-
son við verkefnið en þeir gerðu ís-
lensku sveitina sem var, ásamt í takt
við tímann, jólamynd síðasta árs...
• Á morgun verður frumsýnd ný
auglýsing fyrir Coca
Cola Lite. Þetta er
víst ein af þessum
auglýsingum sem
kostajafnmikið á
sekúndu og
Hollywood-stór-
mynd. Það er enginn
annar en Ómar Öm
Hauksson, eða Ómar Swarez í Qu-
arashi, sem leikur aðalhlutverkið í
auglýsingunni. Hann rappar ekki í
henni en ku víst stíga fram sem
skrambi góður leikari. Fetar þar í fót-
spor Höskuldar Ólafssonar sem var á
sínum tíma í Quarashi...
DV á morgun
Tímaritiö fókus
Hafdís Huld ætlar að
verða tónlistarpródúser
George Leite
leikur sér í sundi
'M
*
*
u*
A >