Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 14.JANÚAR2005
Fréttir DV
Fertugur maður, Páll Þórðarson, kemur fyrir dóm í dag, ákærður fyrir að hafa rof-
ið nálgunarbann. Hann hefur haft í hótunum við Helga Áss Grétarsson stórmeist-
ara í skák sem á í sambandi við barnsmóður hans. Páll fær enga hjálp frá geðheil-
brigðiskerfinu og hefur verið í fangaklefa meira og minna í marga mánuði.
Ommur ekki
dagmömmur
í nýrri reglugerð um
dagforeldra segir að þeir
megi ekki vera eldri en 67
ára þegar sótt er um leyfi
frá sveitarfélagi. Gæslan
verður að fara fram á heim-
ili viðkomandi sem fær
leyfið til fjögurra ára. Að-
eins í undantekningartil-
vikum er heimilt að veita
leyfi til daggæslu í húsnæði
sérstaklega leigðu undir
starfsemina. í reglugerðinni
er sérstaklega tilgreint
hvaða brot á hegningarlög-
um hamla leyfisveitingu.
Önnur brot eru sögð metin
hverju sinni. Þá er leik-
svæði barnanna minnkað
um hálfan fermeter á barn.
Svikahrappar á
Suðurnesjum
Töluvert hefur borið á
því upp á síðkastið að Suð-
umesjamönnum hafi borist
bréf þar sem þeim er til-
kynnt að viðkomandi hafi
unnið 18,5 milljónir evra í
lóttói. Bréfin koma frá
Malaga á Spáni og eru þau
merkt La Primitiva Loteria
Y Apuestas. Svikahrappar
standa fyrir þessu í þeim
tilgangi að láta fólk greiða
sér peninga fyrir einhveij-
um ótilgreindum kostnaði
sem fylgir því að fá „stóra
vinninginn" sem svo aldrei
kemur. Lögreglan í Keflavík
segir fulla ástæðu til að
vara almenning við þessum
bréfum enda dæmi um að
fólk hafi látið glepjast og
glatað fé í þessa hrappa.
Vf.is segir frá.
Heimaþjónusta
snarhækkar
Andrés Sig-
mundsson sem situr
einn í minnihluta í
bæjarstjórn Vest-
mannaeyja segist
ekki geta sætt sig við
þá hækkun á gjaldi
fyrir heimaþjónustu
fyrir öryrkja sem
meirihlutinn hefur ákveðið.
„Hækkun heimaþjónustu
við öryrkja munu nema allt
að 140%. Þessi hækkun er
algjörlega óásættanleg og
ekki í anda vinstristefnu
eða félagshyggju í málefn-
um bæjarins," bókaði
Andrés á fundi. Meirihlut-
inn segir breytinguna gerða
vegna „hækkunar í starfs-
mati heimaþjónustu, breyt-
inga á orlofsprósentu í út-
reikningi og vegna fækkun-
ar gjaldflokka".
Skákmeistari ofsólhir og
heimtar nálgunarbann
f dag verður tekið fyrir í Héraðsddmi Reykjavíkur mál Lögreglu-
stjórans í Reykjavík gegn Páli Þórðarsyni. Hann er ákærður fyrir
að brjóta gegn nálgunarbanni gegn fyrrum bamsmóður sinni og
núverandi sambýlismanni hennar, skákmeistaranum Helga Áss
Grétarssyni, með hótunum um líkamsmeiðingar.
Páll á við geðræna erfiðleika að
stríða en er metinn sakhæfur. Mað-
ur sem þekkir til mála hans segir
hann enga hjálp fá frá geðheilbrigð-
iskerfinu, sem vilji ekki sjá hann.
Þess vegna séu einu úrræðin að hafa
mál hans í lögreglumeðferð þar sem
hann er ákærður og dæmdur í rétt-
arkerfinu og geymdur í gæsluvarð-
haldi á Litía-Hrauni.
Braut af sér daginn eftir af-
plánun
Páll var dæmdur í sex mánaða
fangelsi þann 7. júní í sumar og lauk
afplánun 22. september. Þegar hann
slapp út var honum bannað, með
nálgunarbanni, að elta barnsmóður
sína og mann hennar, nálgast þau á
almannafæri eða setja sig í samband
við þau. Daginn eftír var hann hand-
tekinn fyrir að brjóta gegn nálgunar-
banninu. Þá var hann úrskurðaður í
gæsluvarðhald fyrir að hóta Helga á
götu úti en það mátti hann ekki
samkvæmt nálgunarbanninu.
Hann hefur verið í gæsluvarð-
haldi síðan í september og um
áramótín ákvað Héraðsdómur
Reykjavíkur að framlengja gæslu-
varðhaldið að kröfu lögreglunnar.
Hæstiréttur ákvað hins vegar fyrr í
vikunni að vísa málinu frá þannig að
Páll var leystur úr gæsluvarðhald-
inu. Hann er því ákærður nú.
Páll hefur fallist á að fá geðræna
hjálp en samkvæmt upplýsingum
DV hefur hann komið að lokuðum
dyrum hjá heilbrigðisyfirvöldum.
Þess vegna hefur ekkert dugað nema
kaldur fangaklefinn.
Fær ekki hjálp
Hann sendi lögreglumanni bréf
þar sem hann lýsir sínu hugarangri.
Þar kom fram í tveimur bréfum að
Gl Svarthöfði
hann íhugaði að ffemja alvarlegan
glæp. „...í hjarta mínu ber ég svo
mikla reiði í garð ákveðins manns,
að ég færi létt með að fremja glæp
sem ylli því að ég fengi 16 ára fang-
elsisdóm ... ég hef h'f þessa manns í
hendi mér, það er mikið vald, ég finn
fyrir því valdi, vegna þess að ég gætí
beitt því, ekki kannski, eða líklega,
nei hreint og klárt, gætí beitt því".
Hann skrifar síðan í öðru bréfi að
dragi fólkið ekki til baka kæruna á
hendur honum sé það, „akkúrat
það sem ég þurfi til að geta
réttlætt það fyrir sjálfum
mér að byrja aftur, ég er
strax byrjaður að skipu-
leggja í kollinum aðgerð-
ir“. Síðar í bréfinu segir
hann: „... vona að hún
dragi ekki til baka,
mig langar að hefna,
mun hefria, ekki 1
ár, ekki 10 ár, alla
ævi".
Aftast í bréf-
inu segir hann:
„Eina sem
stoppar mig er
undirrituð
skýrsla frá ...
tilbúin kl.
7:00 þann 8.
des. 2004 ef
ekki, Guð
hjálpi fjöl-
skyldu
hans."
kgb@dv.is
Eins og margir landsmenn, hefur
Svarthöfði gaman af því að skoða sig
um um helgar. Hann fer stundum í
bfltúra um hverfi borgarinnar, eins
og margir aðrir, og skoðar húsin sem
fslendingar búa í. Það eru nú hall-
irnar sem sumir eiga, skal ég segja
ykkur. Þetta gerir Svarthöfði stund-
um, skoðar hverfi og hús og hefur
gaman af.
Það skemmtilegasta sem Svart-
höfði veit samt um helgar, fyrir utan
að gefa öndunum brauð, er að fara í
Kolaportíð. Þar kennir ýmissa grasa.
f Kolaportinu finnur Svarthöfði plöt-
ur með Emerson Lake og Palmer og
Svarthöfði
Crosby Stflls Nash & Young. Svo er
hægt að gera reyfarakaup í fatnaði og
húsgögnum. Sófasettið kom þaðan.
Ljósakrónan lflca. Og frottesloppur-
inn bleiki sem Svarthöfði fer í þegar
hann ætlar að slappa rækilega af.
Svarthöfði getur eytt löngum
tíma í að máta föt í Kolaportinu.
Hann tekur sér síðan hlé og fær sér
hákarl og harðfisk. Eina pulsu með
öllu eftir það. Byrjar svo aftur að
skoða dótíð.
En nú kom það upp síðast þegar
íhjarta mínu ber
ég svo mikla reiði
í garð ákveðins
manns, að ég
færi létt með að
fremja glæp
sem ylli því að
ég fengi 16 ára
fangelsisdóm... ég
heflífþessa
manns í hendi
mér."
Hvernig hefur þú það?
,Mér dettur fyrst íhug skdldbróðir minn, Stefán Hörður Grímsson, “ segir Baldur Óskarsson skdld.
Pað hringdi til Stefáns maður sem langaði að tala við skáldið og sagöi: Hvernig hefur þú það?
Og skáldið sagði: Ég hefþað ágætt, bara efég fæ að vera í friði fyrir þér. En ég tek fram að
ég ætla ekki að svara þérsvona. Ég hefþaö nokkuð gott. Hefsofíð mestan part dags-
ins. Maður hefur ekkert annað fyrir stafni i skammdeginu. “
Svarthöfði var að skoða sig um, að
hann fann herbúninga í felulitun-
um. Þýskir stormsveitarbúningar
innan um breska kafbátahergalla.
Þarna fann Svarthöfði sem sagt
borðaklæddan og velmerktan bún-
ing af bandarískum hermanni. Þar
sem hann er stríðinn, fór Svarthöfði
beint í búninginn og út. Þær horfðu
á hann stelpurnar þar sem hann
sprangaði um Tryggvagötuna. Hon-
um leið eins og GI Joe. GI Svarthöfði,
það er ekki lélegt nafri.
Hann gekk þar fram og tfl baka,
eins og hann væri að vakta skattinn.
Hann hló inni í sér, lengi, lengi. Svo
fór hann yfir á Bæjarins bestu og
fékk sér aðra pulsuna þann daginn.
Þessi var bara með sinnepi.
Svaithöfði