Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Page 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14.JANÚAR2005 13 Þingeyingur ársins Héraðsfréttablað- ið Skarpur á Húsavík stóð fyrir kjöri á Þingeyingi ársins. Sigurvegarinn hefur að vísu búið fyrir sunnan um nokkurt skeið, en það er Birgitta Haukdal, söngkona írafárs. „Vá, en frábært og þvílíkur heiður!" sagði Birgitta í samtali við Skarp eftir að henni voru kynntar niður- stöðurnar. Þá sagðist hún vera stolt af því að vera Þingeyingur og að hún hugsaði sig alltaf sem sann- an Húsvíking, þó hún hafi búið í burtu í langan tíma. Alls fengu rúmlega 40 ein- staklingar atkvæði í kjörinu. Borgi fyrir hundana Eigendur óskráðra hunda á Blönduósi fá nú hvatningu frá bæjaryfirvöld- um um að skrá hundana áður en gripið verði til aðgerða. Leyfisgjald vegna hunda- halds er 12.500 krónur sé greitt fyrir 1. febrúar en 17.000 krónur eftir það. Innifalinn er kostnaður við hreinsun og ábyrgðartrygg- ingu. Fyrir hunda á bújörð- um þarf aðeins að greiða kostnað við hreinsun. Minnt er á að gjald fyrir lausa hunda sem eru hand- samaðir af bæjarstarfs- mönnum sé 6.500 krónur í fyrsta skipti, 12.500 krónur í annað skipti en 17.000 krónur í þriðja skiptið. Fjölskyldan frá Sri Lanka Hefur búið héríáttaár og er ánægð með hve vel söfnun Rauða krossins hefurgengið. Fjölskylda frá Sri Lanka sem býr hér á landi vill þakka íslendingum fyrir fram- lög til söfnunar Rauða krossins. „Fólkið hér ersvo indælt og sérstaklega hjálplegt" Fjölskylda frá Sri Lanka sem hef- ur búið hér á landi í átta ár vill koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu sitt af mörkum í söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Asíu. Nayana Kanthi Mahagoda Gedara bjó á Sri Lanka og á ættingja og vini þar. Hún segist hafa verið slegin þegar fréttirnar af hamförun- um bárust. „Ég varð afar hrædd, það var erfitt að horfa upp á myndirnar í fréttunum, vita til þess að fólk missti heimili sín og sjá vesalings börnin sem áttu erfitt." Gedara var að von- um hrædd um afdrif fólksins síns í heimalandinu en var létt þegar hún frétti frá mágkonu sinni að allir væru heilir á húfi. Gedara býr ásamt manni sínum og bami, bróður og systur, í Hafnar- firðinum. Eiginmaður hennar og bróðir vinna í S£ld og fiski og systurnar vinna á Hrafiiistu. Gedara segir að það hafi verið ánægjulegt að heyra af því hve vel söfnunin gekk. Hún er ánægð með framlag ríkis- stjórnarinnar sem og Sfldar og fisks sem styrktu söfnunina. Henni finnst mikilvægt að koma börnunum fyrst til hjálpar og sjá til þess að þau sæki skólann. Gedara er ólétt og á von á sér inn- an tveggja mánaða. Hún segir að það aftri henni frá ferðalögum til heimalandsins, allavega í bili. „Mig langar að heimsækja Sri Lanka en það verður að bíða í einhvern tíma.“ Fjölskyldan öll er mjög ánægð með veru sína á íslandi og segir að það sé gott að búa hér. „Fólkið hér er svo indælt og sérstaklega hjálplegt," segir Gedara. „Það er helst kuldinn sem er erfiður," segir hún hlæjandi. Nýlega féll dómur í borgardómi Kaupmannahafnar yfir hinni 32 ára gömlu Anni Fönsby. Danskt módel dæmt tyrlr vændlsstarfsemi í ljds hefur komið að Anni Fönsby, 32 ára fyrirsæta, var rekstrar- aðili umfangsmikillar vændisstarfsemi í Kaupmannahöfii og Óðinsvéum. Hún var dæmd fyrir skemmstu í árs fangelsi. Anni á feril að baki sem Opnu- stúlka í Playboy árið 1997 en á þeim tíma reyndi hún að koma sér á fram- færi í Hollywood. Anni fékk eins árs skilorðsbundið fangelsi og var dæmd til að greiða rétt yfir tvær milljónir dkr. í sekt en það er sú upphæð sem ákæruvaldið taldi að hún hefði hagnast um á vændinu. Anni mun hafa haft um tuttugu lúxus-mellur í þjónustu sinni, ann- ars vegar í hóruhúsi við Skt. Kjelds Plads í Kaupmannahöfn og hins vegar við Albanigade í Óðinsvéum. Vændisstarfsemin stóð yfir á tímabilinu 1. aprfl 1998 og til 19. aprfl 2004 er lögreglan lokaði báðum hóruhúsunum. Playboy-fyrirsæta Anni hélt utan til Hollywood um miðjan síðasta áratug til að reyna fyrir sér sem fyrirsæta og leikari. Hún fékk fljótt tilboð frá Playboy um að verða opnustúlka þess í einu tölublaðanna. Hins vegar varð leik- listarferillinn endasleppur enda fékk hún ekki tilboð um önnur hlutverk en í harðsoðnum klámmyndum. Hún gafst því upp á Hollywood og stofnaði hóruhúsið við Skt. Kjelds Plads er hún kom heim aftur á árinu 1998. A-hópurinn Hóruhús Anni gengu undir nafn- inu „a-gruppen“ eða A-hópurinn og voru markaðssett sem leiðandi á sínu sviði í háklassavændi. Fram kom í réttinum að Anni vann ötul- lega að því að halda þessu orðspori. Hún sldpulagði starfsemina með föstum vöktum, föstum verðum og ströngum húsreglum. Til dæmis máttu stúlkurnar hennar ekki vinna hjá öðrum melludólgum eða mömmum og þær máttu ekki vinna meir en tvær vaktir í hverri viku svo þær litu ætíð vel út og ferskar er þær mættu í vinnuna. Sagðist vinna sjálf Anni hefur haldið því stíft fram við réttarhöldin að hún hafi sjálf unnið sem vændiskona á tveimur fyrrgreindum hóruhúsum og að húsin hafi verið samvinna hennar og stúlknanna sem veittu þjónustu sína þar. Hún hafi hins vegar staðið í stússinu við daglegan rekstur, það er kaup á smokkum, starfsmanna- viðtöl, auglýsingar o.sv.fr. af því hinar stúlkurnar nenntu því eldci. Dómurinn tók þetta ekki til greina og því var hún dæmd sem mellu- mamma en ekki bara ein af vændis- konunum. ... að vera laminn? „Aðaltilfinningin er auðvitað hræðsla. Maður verður bara skít- hræddur og veit ekki hvað er að gerast. Það fylgir lflca oft hrikaleg- ur sársauki þegar það er sparkað í mann og maður er kýldur. Manni líður auðvitað ekki vel að vera laminn, það er alveg auðgefið. Ótti er líka yfirgnæfandi tilfinning og maður fær bara hnút í magann. Þetta er svona tilfinning eins þegar maður þarf að æla en maður þarf það samt ekki. Ég get ekki setið eða legið og þess vegna hef ég eiginlega ekkert sofið eftir árásina út af bakverkjum og bara verkjum um allan lík- amann. Ég er búinn að dæla í mig bólgu- og verkjastillandi lyfj- um en þau virka lítið. Bara einhver misskilningur Við vorum í partíi á laugar- dagskvöldið. Þetta var bara ein- hver misskilningur. í þessu partíi var sem sagt kærasta eins stráks- ins. Ég á víst að hafa hringt í mömmu hennar og sagt að stelpan væri dópisti. Daginn eft- ir, eða á sunnudagseftirmiðdeg- inum, hittum við vin okkar og hann dró okkur út í sjoppu. Þeg- ar við komum þangað voru þrír strákar þar. Um leið og við kom- um, þá labbar einn strákurinn upp að mér og spyr: Hver er Kristó? Kristófer er sem sagt vin- ur minn sem var lflca laminn. Ég benti honum á að Kristó stæði við hliðina á mér. Varði andlitið en þá var sparkað í líkamann Um leið og ég sagði það stukku þeir allir þrír á hann og kýldu hann, þá datt hann niður og þá byrjuðu þeir að sparka í hausinn og Iflc- amann á hon- um. Kristófer náði að verja andlitið en þeir létu bara spörkin dynja á hnakkanum á honum f stað- inn. Það var lflca einhver stelpa með þeim sem öskr- aði: Hélstu að við myndum ekki frétta þetta? Þeir voru þrír og allir að berja einn strák sem lá á jörð- inni og allt út af einhverju kjaft- æði. Vegfarendur stoppuðu Eg fraus fyrst því mér brá svo þegar þeir stukku á hann. Síðan reyndi ég að ýta þeim burtu en um leið og ég ýtti einum og ædaði að ýta næsta þá var hinn kominn og ég var kýldur og þá datt ég í jörðina. Þá byrjuðu þeir að sparka í bakið á mér og ég gat ekkert gert til að hjálpa vini mín- um. Það voru vegfarendur sem stoppuðu þetta. Það var maður að labba framhjá sem stoppaði barsmíðarnar og ég þakka guði fyrir það, annars hefðu þeir örugglega drepið Kristófer. Það tekur mann smá tíma að ná sér eftir svona mál. Þetta er náttúru- lega eitthvað sem enginn vill lenda í og enginn á að þurfa að lenda í neinu slflcu. Ég hef ákveð- ið að kæra ekki í þetta skipti en ef eitthvað svona gertist aftur þá hika ég ekki.“ rtan Þór Þórisson nemi lenti í því á sunnudaginnaðveralaminnásamt Um leið og ég sagði það, þá stukku þeir allir þrír á hann og kýldu hann, þá datt hann niður og þá byrjuðu þeir að sparka í hausinn og líkamann á honum. Þeir voru þrír og allir að berja einn strák sem lá á jörð- inni og allt út af einhverju kjaftæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.