Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 3
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 3
j Stefán Máni Er með eld-
Ifimabókf smfðum. Hann
j hefur sent nokkrum aðil-
Iurn innan útgáfugeirans
kafla úr bókinni og hefur
sá kafli valdið nokkrum
usla meðal viðtakenda
sem með viðbrögðum
sfnum skrifa sig óafvitandi
inn I bókina.
Verið velkomin
Reynið þjónustuna
Verslið við fagmenn
»Jr/ c/t/ti rtty
//fJ ftifi .si/ntmn
Kata í
Skemmuvegi 16 (Blá gata) • 200 Kópavogur • Sími 587 1350
tvennu lagi
Þau leiðu mistök urðu við
vinnslu blaðsins í gær að það
gleymdist að geta þess að við-
tal við þing-
konuna
Katrínu Júlí-
usdóttir birt-
ist í tvennu
lagi. Viðtalið
er á blaðsíðu
26-27 en
framhaldið er
áblaðsíðuál.
Er beðist velvirðingar á óþægindum
sem kunna að skapast af þessu.
TOYOTA viðgerðaraðili
Rithöfundurinn Stefán Máni sendi nokkrum útvöldum í út-
gáfubransanum kafla úr bók sinni sem hann er nú aö skrifa.
Bókin, sem ber vinnutitilinn „Túristinn“, fjallar um bóka-
heiminn og höfundana. Það sem viðtakendur ekki vissu var
að með viðbrögðum sínum tóku þeir þátt i gerð bókarinnar.
Lesendur munu tengja persónur bókarinnar við ýmsa þekkta
höfunda - oft með fremur óvirðulegum hætti.
Djöfullegt ráðabrugg
Stefáns Mána Útgáfu-
bransinn skelkaður
„Það er alls ekki útilokað. Þau
viðbrögð sem ég hef fengið hingað
til hafa mörg hver ratað í bókina
bæði beint og óbeint. Þetta eru
miklar póstmódernískar pælingar
og ég er opinn fyrir allri umræðu,"
segir Stefán Máni rithöfundur.
Grunsemdir vakna
Hann vinnur nú hörðum hönd-
um að sinni næstu bók og stefnir að
því að ljúka henni fyrir sumarið.
Vmnutitillinn er „Túristi" og þar
fjallar Stefán Máni um útgáfugeir-
ann, um útgefendur og höfunda. Og
óhætt er að segja að Stefán Máni láti
virðuleg efnistök lönd og leið. Hann
brá á það ráð að senda nokkrum að-
ilum innan útgáfubransans brot úr
bókinni og bað jafnframt um við-
brögð. Þetta er ekki stór heimur og
menn spurðu sig: Hvers vegna er
hann að senda mér þetta? Er hann
ekki með útgefanda? Menn hafa nú
verið að lesa kaflann sem er alllang-
ur og fljótlega fóru að renna á menn
tvær grímur. Þeir fóru að gruna Stef-
án Mána um græsku og komust að
því að kannski væri höfundurinn
ekki allur þar sem hann er séður.
Vöknuðu grunsemdir um að þeir
sjálfir væru hugsanlega skotspónn
höfundarins og viðbrögð þeirra við
þessari sérkennilegu ósk. Nú hefur
Stefán Máni staðfest það við DV sem
hefur heimildir fyrir því að útgefandi
Stefáns Mána hjá Máli og menningu
hafi fengið kaflann sem og Bjarts-
klíkan, Þröstur Helgason hjá Mogg-
anum og JPV-menn. Stefán Máni
segir aðspurður að nokkrir útvaldir,
um hálfur tugur, hafi fengið kaflann
til yfirlestrar og góður meirihluti hafi
brugðist við. Þeim viðbrögðum
hefur rithöfundurinn nú gert sér
matúr.
Gömlu fákarnir munu stappa
niður fótum
En má þá skilja þetta sem svo að
þú sért ekkimeð útgefanda að þess-
ari tilteknu bók?
„Jahh, ég er bara að leyfa mönn-
um að fylgjast með. Þetta er bók
sem ég er ekkert búinn að selja.
Maður er frjáls maður í frjálsu
landi. Ég gaf síðast út hjá Máli og
menningu. En það er bara samn-
ingur sem er um eina bók í einu. Ég
er ekki samningsbundinn til lengri
tíma. Þessi bók er svolítið eldfim og
ég vil bara hafa vaðið fyrir neðan
mig. Ef minn forleggjari treystir sér
ekki í þetta þá er ég með aðra í bið-
stöðu. Ekkert meira á bak við það,
engin dramatík eða uppgjör. Ég geri
ráð fyrir þeim möguleika að gömlu
fákarnir á forlaginu eigi eftir að
stappa niður fótum. En það er ekk-
ert sem ég hef fyrir mér í. Mér þætti
miður ef þeir treysta sér ekki til að
gefa bókina út. En maður er að
reyna að vega þetta og meta. Þetta
er bara bisness. Ekkert persónulegt
frekar en bókin verður."
Hulda R. og Andri S.
Ekki persónuleg bók, segir Stef-
án Máni. DV hefur hins vegar fyrir
því heimildir að í kaflanum sem
hann sendi sé talað miður virðu-
lega um Andra Snæ sem heitir
Andri S. í bókinni líkt og Einar Már
er Einar M. Kristján Bjarki yfir-
plöggari og þróunarstjóri Eddu
útgáfu er ekki mjög virðulegur í
áðurnefndum bókarkafla og þá er
þarna persóna sem heitir Hulda R.
Breiðfjörð. Sú kallar ekki allt ömmu
sína.
Stefán Máni segir það rétt upp
að vissu marki að tekið sé hraust-
lega á kollegunum en þetta sé ekki á
persónulegum nótum þó. Stefán
Máni gefur lítið fyrir að mönnum
hafi ofboðið. „Ætli það endi ekki
með því að þeir verði sárastir sem
ekki fá að fljóta með. En ég tel þetta
nú allt innan velsæmismarka."
jakob@dv.is
iftUV
Fulltnafn: Þóra Sigurðardóttir.
Fæðingardagur og án 2. júnf 1976.
Maki: Enginn.
Böm: Kötturinn Lufsi.
Bifreið: VW Golf 2000.
Starft Umsjónarmaður Stundarinnar Okkar.
Laun: Duga.
Áhugamál: Vinir mínir, fjölskylda, lesa,
synda og dansa.
Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur f
lottóinu? Tvær. En ég á fullt af lottómiðum
sem ég á eftir að tékka á, gæti í raun verið
forrík.
Hvað finnst þér skemmtilegast afi gera? Að
fara til útlanda.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að
þrífa.
Uppáhaldsmatur: Indverskur matur.
Uppáhaldsdrykkun Diet appelsfn.
Hvaða fþróttamaður finnst þérstanda
ffemsturfdag?RoyKeane.
Uppáhaldstfmarit: Maire Claire.
Hver er fallegasti maður sem þú hefur séð?
Aragorn, ekki Viggó, heldur persónan. Og
Vin Diesel.
Ertu hlynnt eða andvfg rfkisstjóminni?
Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Tilvonandi eiginmann
minn.
Uppáhaldsleikari: Kevin
Spacey.
Uppáhaldsleikkona: Nicole
Kidman.
Uppáhaldssöngvari: Jói G. í
Stundinni okkar.
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Katrín Júlíusdóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Kobbi kló.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: Stundin
okkar.
Ertu hlynnt eða andvfg veru vamar-
Þóra í Stundinni okkar
liðsins hér á landi? Andvíg.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Óli, Freysi og
Guðni. Get ekki gert upp á milli.
Stöð 2, Sjónvarpið eða Skjár einn? Sjón-
varpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaðun Jói G.
Uppáhaldsskemmtistaður: Erfitt að gera
upp á milli.
Uppáhaldsfélag f fþróttum: Manchester
United.
Stefnirðu að einhverju sérstöku f framtfð-
innl: Heimsyfirráðum eða dauða.
Hvað ætlar þú að gera f
sumarfrfinu? Eg er
að spá í að fara,
jafnvel ein,
alveg rosa-
lega langt í
burtu. Og
fartölvan
kemur
með.
Bifreiðaverkstæði Kópavogs
fyrirtæki sem hefur upp á
er þjónustu-
að bjóða:
1. Almennar bílaviðgerðir
Starfsmenn fyrirtækisins eru
bifvélavirkjameistarar og
vanir viðgerðum á öltum
algengustu fólksbílum og
jeppum.
2. Mótorstillingar
Við erum meó réttu tækin
(t.d. stillitölvu o.m.fl.).
4. Smurþjónusta
Vió veitum einnig alla
smurþjónustu.
3. Reglubundið viðhald
Við bjóðum upp á skoðanir
þ.e. á 10 þús. km fresti
förum við rækilega yfir
bílinn (undirvagn,
stýrisgang,
vél o.s.frv.).