Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 11
I3V Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 11 Georg í Orkuverinu er mikill orkubolti og hann og aðrir starfsmenn munu leggja siq fram við að hjálpa þessum ungmennum úr viðjum offitunnar. Einkaþjálfarar og nær- mgarráðgjafar ætla að hjálpa þeim að snúa Jiterni sinu til heilbrigðari lífsmáta " ----------------------- hefur gert margt til að reyna að létta sig en ekkert gengið nema í skamm- an tíma í senn. Kók og snickers í skólanum Offitan hefur fylgt Valgéiri alla tíð og hann hefur miklar áhyggjur af ungu fólki sem stendur í sömu spor- um og hann og Dagný. „Þetta er mjög mikið vandamál á íslandi. Mér skilst að þetta sé annað stærsta heilbrigðisvandamál á fslandi í dag á eftir reykingum. Unga fólkið er í mjög mikilli hættu og stendur illa f offitubaráttunni, unga kynslóðin er hreinlega að springa úr offitu. Ég notaði mína dagpeninga alla í sælgæti. Pabbi og mamma létu mig fá peninga fyrir hollu nesti í skólann og ég keypti mér bara snickers og kók. Maður lifði á þessu og hlóð þannig á sig kílóum." Herbalife virkaði ekki á Valgeir Þvert á móti reynslu Dagnýjar af Herbalife ber hann kúrnum ekki góða söguna því hann þyngdist um heil 30 kíló þegar hann reyndi þessa frægu megrunaraðferð. Hann hefur ekki bara reynt Herbalife heldur allar aðrar aðferðir sem eru til. Hann hefur meira að segja lagst undir hnífinn. „Aðgerðin gengur út á það að maginn er minnkaður um 90% og þarmarnir styttir. Eftir að maginn hefur verið minnkaður er hann einungis hæfur til þess að taka við því magni fæðu sem nauðsynleg er til næringar. Þó er hætt við því að fíknin verði þess valdandi að við- komandi lendi í síáti.‘‘ Þetta sagði Valgeir rúmu ári eftir aðgerðina en því miður var hann einn af þeim sem lentu í þessu svokallaða síáti. krb@dv.is Tíðar sjálfsmorðstilraunir Dagný hefur áður komið fram í blaðinu og sagt lesendum frá hversu djúpt hún hefur sokkið. „Ég er með mjög alvarlegt þunglyndi og hef ítrek- að reynt að fremja sjálfsmorð. Ég veit ekki einu sinni hversu oft ég hef reynt að drepa mig. Oftast hefur það verið með því að taka stóra skammta af svefnlyfjum. Ég hef líka skorið mig og reynt að láta mér blæða út. Auðvitað eru sumar af þessum sjálfsmorðtil- raunum bara einhvers konar ósk um athygli eða hjálp, en það voru alveg nokkur skipti í mínu tiÍfelU þar sem ég ætlaði að drepa mig.‘‘ Sem betur fer hafa þessar tilraunir hennar ekki tekist því núna blasir framtíðin við henni, björt og brosandi. Ekki nógu stór sæti í bíó Hömlumar sem Dagný þarf að lifa við em gríðarlegar, hún getur varla farið í bíó eða keypt sér föt án vand- kvæða og það er skiljanlega ekki auð- velt fyrir offitusjúkling að ferðast milli landa. „Það er engin leið að Ufa eðlilegu h'fi þegar maður er svona stór, ég get til dæmis bara farið í tvö kvikmyndahús þar sem em nægilega stórir stólar fyrir mig og svo er nátt- úrulega mjög erfitt að fá föt þegar maður er svona stór. Ég ferðast nú ffekar lítið, hef ekki farið til útlanda í fjögur ár.“ Takmarkanimar em greinilega miklar hjá fólki sem á við offituvandamál að stríða, miklu meira en maður gerir sér grein fyrir í fyrstu. Ánetjaðist svefnlyfjum Það er ekki nóg með að Dagný sé matarfíkiU heldur hefur hún líka verið háð svefnlyfjum sem hún fékk í kjölfar þunglyndisins. „Ég bjó í Reykjavík í fyrra en flutti aftur vestur þegar ég var algerlega búin að missa tök á lífi mfnu. Þá var ég orðin mjög þunglynd og farinn að misnota svefnlyfin sem vom farin að virka sem eins konar vímugjafi. Svo drakk ég ofan í lyfin þegar ég fór út að skemmta mér. Á endanum fór ég og hitti ráðgjafa hjá SÁÁ og náði þannig að vinna bug á lyfjafíkninni," sagði Dagný og hefur sem betur fer náð að halda fíkninni í skefjum. Líf Dagnýjar hefur því svo sannarlega ekki verið dans á rósum en hún er staðráðin í að rífa sig upp úr volæðinu og hefja nýtt líf. Jákvæðnin skín af þessari ungu ákveðnu konu sem ætlar að taka þessa áskorun með trompi. Hefur farið upp í 200 kíló Valgeir var kátur þegar við hitt- umst í Orkuverinu og ræddum mál- in. Loksins virðist hann ætla að taka þetta af fullri alvöru því þyngdin er farin að há honum alvarlega. Við fyrstu mælingu var Valgeir 150 kíló en hann hefur farið alveg upp í 200 kíló. Hann hafði orð á því þegar við gengum niður stiga að hnén væm hreinlega að gefa eftir, þyngdin er orðin svo rosalega mikil. Valgeir reynir nú að létta sig enn og aftur en MIRALE 15% afsláttur af ALESSI áður kr. 2~T5.000 nú kr 233.000 50% afsláttur Glös Bollar Kertastjakar r Á *, • !—ir áður kr. 345.000 nu kr 279.000 HH v J áður kr. 86.000 kr 73.800 Vasar 30% afsláttur nu MIRALE er eini umboðsaöili Cassina á íslandi MIRALE Opið: Grensásvegi 8 mán. - föstud. 11-18 108 Reykjavík laugard. 11-15 sími: 517 1020 áður kr. 243.000 kr 199.000 nu Cassina ALESSI LSA driade

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.