Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 12
12 LAUCARDAGUR 22. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið STYRKIR ÚR HÚSVERNDARSJÚÐI REYKJAVÍKUR Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af sögulegum og byggingarsögulegum ástæðum. Bent skal á að endurgerðir á ytra byrði húsa til upprunalegs stíls og viðhald húshluta sem taldir eru hafa mikið gildi til varðveislu vegna heildarsvips svæða s.s. klæðningar, steyptar þakrennur og garðveggir njóta forgangs. Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram á þar til gerðum umsóknareyðublöðum: 1 .Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 2. Tímaáætlun. 3. Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir. 4. Nýjar Ijósmynd af húsi og eldri, ef til eru. Umsóknir skulu berast á Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 11. febrúar 2005. Eyðublöð liggja frammi á Árbæjarsafni, Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3 og á heimasíðu Skipulags- og byggingarsviðs, skipbygg.is. BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Tómas M. Tómasson bassaleikari Stuömanna hefur víða komið við á ferli sínum og marga fjöruna sopið. Hann hefur unnið fyrir sér sem tón- listarmaður í yfir þrjá áratugi og kann fullt af skemmtilegum sögum um samferðamenn sína í tónlistinni á þessu tímabili. Tómas er stálminn- ingur og rifjar hér upp nokkrar sögur frá yngri árum sínum. í náinni fram- tíð er ætlunin að birta eina eða tvær af sögum Tómasar í helgarblaði DV. Einn mætti á fyrsta ballið „Fyrsta hljómsveitin sem ég var meðlfrnur í ásamt vini mínum Ás- geiri Óskarssyni var Mods er ég var 15 ára gamall. Skömmu eftir að Ás- geir hætti í Mods fengum við fyrsta ballið okkar. Þetta var á Akranesi og mér fannst það mjög spennandi því við áttum að gista á staðnum yfir nóttina, á Hótel Akranesi. Vertinn hafði samið við okkur um að við fengum aðgangseyrinn en myndum borga gistingu og uppihald. Til að gera langa sögu stutta mætti einn gestur á ballið þetta laugardagskvöld og vertinn ákvað að endurgreiða honum aðgangsmiðann. Er við vöknuðum daginn eftir kom í ljós að enginn okkar var með krónu í vasan- um og því góð ráð dýr. Þar sem Akra- borgin átti ekki að fara fyrr en hálf fimm um daginn stakk vertinn upp á að við héldum unglingaball milli hálf þrjú og hálf fimm. Vertinn fékk okkur svo tússpenna og pappír og sagði okkur að gera plaköt sem hann keyrði svo um bæinn og hengdi upp í sjoppunum. Það komu 35 ungling- ar á ballið og reddaði það reikningi okkar. Þar að auki vom foreldrar tveggja af gestunum svo elskulegir að keyra græjumar okkar um borð í Akraborgina." „Meðan við hjálpuð- um gömlu konunni við eldamennskuna missti Roof tops rændi gestunum „Eftir að Mods dó drottni sínum stofnuðum við Ásgeir, ásamt Þórði Árnasyni og Gylfa Kristinssyni, hljómsveitina Rifsberja og skráðum okkur á umboðsskrifstofu Péturs rakara á Skólavörðustígnum. Fljót- lega reddaði hann okkur balli á Bol- rótarínn sveindóminn í næsta herbergi." ungarvík með öllu, það er flugi, gist- ingu og upphaldi auk smávegis tryggingar. Þetta var stórt og mikið félagsheimili. Lengi vel kom enginn gestur á ballið enda fréttum við að ein þekktasta hljómsveit landsins, Roof Tops, væri með ball sama kvöld í Hnífsdal. Svo gerist það kraftaverk að tíu manna hópur mætir á ballið og semur við staðarhaldarann um að fá að koma inn til reynslu. Var ætlunin að hópurinn greiddi að- gangseyrir ef þeim likaði tónlistin en Rifsberja var í þyngri kantinum m.a. með lög eftir Jimi Hendrix á prógramminu. Hópurinn hafði hins vegar ekki verið lengi í salnum þegar rútubflstjóri Roof Tops kom við og bauð hópnum upp á ókeypis ferð á Hnífsdal sem þeir og þáðu. Var því ekki um annað að ræða fyrir okkur en aflýsa ballinu." Velly funny í Kanton „Stuðmenn voru ein allra fyrsta vestræna hljómsveitin sem hleypt var inn í Kína er ráðamenn þar fóru aðeins að opna landið. Við fórum í viðamikla tórfleikaför þangað árið 1986. Skipulagning var þannig að tónleikar voru haldnir snemma kvölds eða um sjöleytið og síðan var okkur boðið í viðamiklar veislur á eftir með ýmsum menningar- og flokkstoppum með borgarstjóra við- komandi borgar í fararbroddi. Fyrsta borgin sem við lékum í var Kanton og að loknum tónleikunum var hin hefðbundna veisla. Undir veislunni voru hinir og þessir af gestgjöfum okkar stóðugt að slá í glös sín, standa svo upp og halda smáræðu. Lauk þessu með að borgarstjórinn hélt lokaræðuna. Hann var varla sestur í sæti sitt er Júlíus Agnarsson hljóð- maður okkur sló einnig í sitt glas og stóð upp. Hann sagði svo á ensku að hann ætlaði að halda örstutta ræðu sem var einfaldlega: „Hvar er fjand- ans klósettið á þessum stað?" Ándlit þeirra Kfnverja sem skildu ensku urðu stjörf í fyrstu en síðan fóru þeirr allir að brosa og skríkja á bjagaðri ensku sinni: „Velly funny, velly funny." Rótarinn reynslunni ríkari Stuðmenn fóru eina ferð með Eddu, farþegaskipi og bflferju sem átti að verða nýr Gullfoss íslands fyrir tæpum tveimur áratugum. Um tíma var rætt um að sjálfur Halldór Laxness yrði heiðursfarþegi um borð. Siglt var til Newcastle og Bermerhaven og skemmst er frá því að segja að ferðin öll var hrein hörmung eins og mikið var skrifað um á sínum tíma, maturinn vondur um borð og mjög slæmt sjóveður allan túrinn. Um borð voru hins vegar tveir menn, Gulli og Langi, sem voru á eilífðarmiða hjá Stuð- mönnum. Er við komum til Bremer- haven höfðu þeir félagar upp- gvötvað að ungur rótari okkar, nú þekktur athafnamaður hér í borg, væri enn hreinn sveinn. Ákváðu Gulli og Langi að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Tóku þeir rótarann með sér í melluhverfið í borginni og ég fylgdi með. Vandamálið var að klukkan var níu um morguninn og lítið í gangi í hverfinu en Eddan átti að leggja af stað heim aftur um há- degið. Loks komum við að einum „glugganum" sem á stóð að hægt væri að hringja bjöllunni við hliðina ef þjónustu væri óskað. Stúlka ein kom til dyra. Sagði hún okkur að mamma sín væri komin í heimsókn úr sveitinni og því gæti hún lítið lið- sinnt þeim. Gtflli og Langi útskýrðu málið fyrir stúlkunni og að þeir væru á „deadline" með allt dæmið. Var okkur þá hleypt inn í eldhús þar sem móðirin og sonur stúlkunnar voru að útbúa sunnudagsmatinn. Meðan við hjálpuðum gömlu kon- unni við eldamennskuna missti rót- arinn sveindóminn í næsta herbergi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.