Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 24
24 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Iðnaðarmenn sem voru við vinnu í íbúð við Vitastíg 9 í Reykjavík ráku upp stór augu þegar þeir fundu flöskuskeyti falið í gólfinu sem þeir voru að rífa. Skeytið var skrifað árið 1975 af þeim sem þá lögðu gólfið. AFRAM Fundvísir iönaðarmenn Hallgrímur og Stlgur voru hissa þegar þeir fundu 30 ára gamalt flöskuskeyti líbúð við Vitastíg sem verið var að taka I gegn. Þeir héldu I fyrstu að um rusl væri að ræða. 30 m flöi „Við vorum að rífa gólffjalimar þegar við rákumst á maltflösku í klæðningunni. Fyrst héldum við að um eitthvað msl væri að ræða en svo sáum við að flaskan var með tálguð- um tappa og þegar betur var að gáð þá leyndist bréf í flöskunni," segir Stígur Hannesson sem fann skeytið ásamt Hailgrfmi bróður sfnum. Flöskuskeytið er undirritað af Tómasi Jónssyni og Kristjáni Sveins- syni en sá fyrmefndi bjó, ásamt konu og tveimur bömum, í íbúðinni þegar skeytið var skrifað fyrir 30 árum síðan. í skeytinu stendur að þeir Tómas og Kristján hafi sett nýtt gólf á íbúðina vegna þess að eldur kom upp í húsinu vorið 1975. f skeytinu biðja þeir for- sjónina að varveita gólfið og húsið allt að eilífu frá slíkum vágesti. Einnig koma fram hjúskapahagir þeirra Kristjáns og Tómasar en sá síðar- nefndi segist vera giftur systur Krist- jáns, Þórunni Sveinsdóttur búninga- hönnuði. Gaman að finna gamalt dót Iðnaðarmennimir sem fundu skeytið segjast aldrei hafa fundið neitt þessu líkt áður en aftur á móti hafi þeir oft fundið gömul dagblöð og annað drasl í veggjum og gólfum. „Stundum skrifa iðnaðarmenn eitt- hvað á plöturnar sem þeir em að vinna með en það eryfirleitt bara eitt- hvað bull eða teikningar af næsta vegg. Ég held að það sé ekkik algengt að iðnaðarmenn finni né komi heilum flöskuskeytum fyrir í húsun- um sem þeir em að vinna í,“ segir Stígur. Hann bætir við að vissulega sé gaman að rekast á smáhluti ff á liðinni Skeyti í maltflösku Skeyt- inu var haganlega fyrirkom- ið i maltflösku og lokað fyrir með tálguðum tappa. tíð inni í veggjum og gólfum húsa sem verið er að taka í gegn, ekki síst gömul dagblöð með fréttum úr fortíðinni. Sjálfur hefur hann einu sinni fundið flöskuskeyti áður en það var í fjörunni við Rauðasand þegar hann var krakki. Skeytið í maltflösku Skeytið sem bræðumir fundu í íbúðinni við Vitastíg er hið heillegasta þótt það hafi legið í gólfinu á þessu þriggja íbúðahúsií30ára enda vel varðveitt í maltflösku, en samkvæmt skeyti- nu var mikið drukkið af maltöli við smíðamar. „Við bræð- umir drekkum hins vegar mest af kaffi þegar við erum að vinna,“upplýsir Stígur og hlær þegar hann er spurður að því hvort þeim bræðrum hafi þá ekki dottið í hug að skella kaffibrúsa í gólf- ið með orðsendingu til þeirra sem einhvem tíma rífa upp eikargólfið sem þeir vom að leggja á íbúðina. „Það var sett ný orðsending í malt- flöskuna að ósk húseigandans sem tók ekki annað í mál en að viðhalda hefðinni. Flöskunni var svo hagan- lega komið fyrir undir hinu nýja eikargólfi sem verið er að leggja á íbúðina. Það verður ömgglega upplit á smiðunum sem hugsanlega finna hana eftir 30 ár.“ Fyrstur kemurfyrsturfcer! Opið: Mánud. -fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 11-16 Sérstakt fluguhnýtingahorn með yfir 2000 einingum á 100 kr. hver pakkning. www.utivistogveidi.is S i ð umúIa 11 • 108 Reykjavik • S: 588 -6500 Höfundar flöskuskeytisins, Kristján Sveinsson og Tómas Jónsson, voru hissa á því að skeytið hefði fundist svo fljótt Minjagripur um skemmtilegt sumar ■ 30 arum síðar Tómas og Kristján Mmeð skeytið góða sem þeir skildu w\eftir',búð við Vitastíg fyrir30 árum tUÞeim fannst að sjálfsögðu gaman ■ að sið Það aftur og vakti fundurinn Muppgamlar og góðar minningar. „Ég held það hafi verið ég sem átti hugmyndina að skeytinu en ekki gmnaði mig að þetta skeyti myndi nokkurn tímann finnast," segir Tómas. Hvorki hann né Kristján gátu munað hvað þeir höfðu skrifað í sjálft skeytið en mundu þó vel eftir því að þeir hefðu komið því fyrir f íbúðinni. „Við hjónin keyptum íbúðina árið 1972 og áttum hana til 1979. Sumrinu 1975 eyddum ég og mág- ur minn Kristján, sem er smiður, í það að endurbæta íbúðina þar sem það hafði orðið bmni út frá eldhús- ljósi. Við bjuggum sjálf í Bretlandi þegar þetta gerðist en íbúðin var á meðan í útleigu," rifjarTómas upp. Bruninn olli töluverðum skemmd- um á íbúðinni þannig að allt sumarið fór í að standsetja hana upp á nýtt. „Þetta var mjög skemmtilegt sumar hjá okkur Kristjáni viö smíð- arnar og mér fannst það spennandi hugdetta að smeygja einhverjum minjagrip um þetta sumar undir gólffjalirnar áður en gólfinu var iokað. Skeytið var einnig hugsað sem eins konar verndartákn þar sem við biðjum forsjónina um að vernda húsið frá öðm eins tjóni." Kristján minnist þessa sumars einnig með ánægju og bendir á að húsið, Vitastígur 9, sé um margt merkilegt. Þar hafi t.d. fyrsti félags- fundur pípara verið haldinn. Félag- ið hafi verið stofnað í stigagang- inum þar sem ekkert betra húsnæði fannst til fundarhaldanna og því kontu menn sér fyrir í tröpp- unum á stigahúsinu. Sjálfur segist hann ekki hafa endurtekið leikinn með flöskuskeytið þrátt fyrir að hann vinni við það alla daga að loka veggjum og gólfum. „Ég starfa sem smiður á Vellin- um og þar höfum við stundum gert okkur það að leik að skrifa nöfnin okkar á veggplötur og það er alltaf gaman að finna eitthvað slíkt þegar verið er að endurnýja."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.