Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 27
JSV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 27 Eg hef breyst síðan ég veikt- ist og hugsa á annan hátt. Mér liggur ekki eins á og þolinmæði mín er meiri," segir Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar sem fyrir réttu ári veiktist alvarlega af blóðtappa í bláæð sem olli blæð- ingu utan á heila hennar. Hún var lánsöm að missa engan mátt í lík- amanum en fyrir einhverja slembi- lukku hafði blæðingin ekki þau áhrif. Katrín segist vera búin að jafna sig að mestu leyti en fullri orku hef- ur hún ekki náð. „Ég hamast í líkamsrækt til að ná upp orku og þetta er allt að koma,“ segir hún kotroskin og rifjar upp aðdraganda veikindanna. „Þetta byrjaði með því að ég fékk æ oftar höfuðverk sem sat öðru megin í höfðinu og var ekki eins og þessi vanalegi höfuðverkur. Ég gerði ekk- ert í því en harkaði bara af mér. Verkurinn kom og fór en svo var það einn föstudagsmorgun í febrúar að ég vaknaði og gat mig ekki hreyft. Sonur minn horfði bara á mig og vissi ekki hvað hann átti að gera. Ég gat hreinlega ekki farið á fætur. Drengurinn hljóp samt í næstu íbúð til vinar síns og bað um að fá far með þeim á leikskólann, því mamma væri svo lasin. Eftir var ég og lá, var helst á því að verkurinn stafaði frá endajaxli og hringdi því í tannlækn- inn minn og bað hann um bráða- tíma,“ útskýrir Kata og segist hafa farið til tannlæknisins. Tannlæknirinn var ekki lengi að sjá að ekkert var að sem hann gat bjargað og sendi hana því beint upp á bráðamóttöku. Kata segir að ef hún hefði ekki talað við tannlækn- inn hefði hún að öllum líkindum legið alla helgina heima án þess að gera neitt. „Á bráðamóttökunni var vel tekið á móti mér og ég sett í sneiðmynd og þá kom strax í ljós hvað var að. Blóðtappi við heilann hafði valdið blæðingu á heilann. Þetta hafði valdið bjúg í höfðinu á mér og verkurinn því orðið svona hræðilega sár.“ Hundveik á sjúkrahúsi Kata segist hafa verið alveg hund- veik næstu vikurnar og man h'tið frá þeim tíma þegar hún lá á spítalan- um. Verkurinn var ekki horfinn en hún fékk blóðþynningarlyf og verkjalyf til að halda honum niðri. „Ég lá í það minnsta þrjár vikur á sjúkrahúsinu en fór svo beint á Reykjalund. Þar fann ég hvað ég var illa á mig komin, ofboðslega mátt- laus og krafdaus eftir leguna. Því fór ég fljótt að æfa og smátt og smátt náði ég krafti. Það kom mér samt á óvart hvað er hægt að missa mikinn kraft á ekki lengri tíma en þremur vikum," segir hún og hagræðir sér í stólnum. Hún neitar því ekki að hafa orðið hrædd en segist aldrei hafa óttast að deyja, hún hafi haft það nokkuð á hreinu að hún myndi lifa þetta af. Engu að síður óttaðist hún hvaða áhrif þessi veikindi hefðu til framtíð- ar. „Ég var í mikilli óvissu lengi en mitt lán var að ég skyldi ekki missa mátt en blæðingin hafði ekki þau áhrif sem er algengara en hitt. Ég þurfti því bara að einbeita mér að því að ná upp krafti að nýju og það kom smátt og smátt. Mér þótti æðislegt að fylgjast með framförum mínum. Þegar ég gat hlaupið fimm mínútum lengur á hlaupabrettinu eða bætt kílóum við járnin. Það flýtti ugglaust fyrir batanum að ég er með mikið keppnisskap," segir hún hlæjandi. Fékk ekki líftryggingu Kata segir að bjúgur við heilann hafi setið nokkuð lengi og valdið áframhaldandi höfuðverk en hann hafi ekki verið eins skelfilegur og þegar hún vissi ekki hvað var að. Hann lét undan smátt og smátt og hún segist vera búin að ná sér að mestu. Fyrri styrk hafi hún samt ekki náð en það taiki tíma. Hún hamast eigi að síður í ræktinni og segist hafa orðið alveg „hooked" á líkamsrækt eftir að hafa verið á Reykjalundi þar sem hún komst á bragðið. Nú er liðið um það bil ár síðan Kata veiktist og hún segir að ekki sé frekar ástæða til að ætla að hún veik- ist aftur en hver annar. Blóðtappi geti myndast í höfði fólks á öllum aldri og sú staðreynd að hafa fengið þennan tappa einu sinni hafi ekki áhrif. „Mér fannst því sárt þegar ég ætlaði að h'ftryggja mig í haust og umsókn minni var hafnað. Það er mjög skrýtin tilfinning að lenda í því þegar maður er svona ungur. En þetta er að mörgu leyti búin að vera góð reynsla. Ég er rólegri en ég var og mér liggur ekki eins á. Líklega hafa veikindin þroskað mig og gefið mér aðra sýn á lífið," segir hún og brosir. Mikill Kópavogsbúi Katrín Júh'usdóttir er Kópavogs- búi, alin þar upp frá níu ára aldri, gekk í grunnskóla og síðan í Mennta- skólann í Kópavogi. Hún segist vera mikill Kópavogsbúi og hvergi hafi verið betra að alast upp en reyndar eigi hún ættir að rekja til Húsavíkur þar sem hún dvaldi stundum á sumrin sem barn. Foreldrar hennar eru Júlíus Stefánsson og Gerður Lúð- víksdóttir en Kata á einnig tvíbura- bræður á líku reki og hálfsystur sem er eldri. „Það var yndislegt að alast upp hér niðri í Fossvogsdalnum og æska mín einkenndist af áhyggju- leysi og gleði. Á heimilinu var mikil þjóðfélagsumræða en foreldrar mín- ir voru ekki flokkspólitísk. Ég erfi það ekki frá þeim að hafa fylkt mér ung til liðs við Alþýðubandalagið," segir hún og lilær. „Ég veit ekki hvers vegna ég var vinstrisinnuð en ég býst við að það hafi komið til vegna þess að snemma vaknaði í mér löngun til að beita mér fyrir bættum heimi," útskýrir hún og lilær enn meira og bætir við að í menntaskóla hafi verið heilmikil umræða um stjómmál og þar hafi hún tekið þátt í umræðum. „Þegar Davíð og Jón Baldvin komu ffá því að mynda ríkisstjórn í Viðey, tók ég ákvörðun um að ganga í Alþýðubandalagið. Á son með Flosa Eiríkssyni í háskólanum tók ég virkan þátt í stúdentapóhtfldnni en þar var ég kjörin fulltrúi Röskvu í háskóla- og stúdentaráð. Ég hafði mjög gott af því vegna þess að þar lærði ég heil- mikið um stjórnsýsluna," útskýrir Kata og bætir við að háskólaárin hafi verið mjög skemmtileg. „Ég var í há- skólanum þar til ég átti son minn en ég var þá langt komin með mannfræðina en tók mér frí þegar hann fæddist," segir hún en barnsfaðir Kötu er Flosi Eiríksson samflokks- maður hennar og bæjar- fulltrúi í Kópavogi. „Gott samband er á milli okkar og drengurinn sem nú er að verða sex ára dvelur hjá honum, konu hans og dóttur, á milli þess sem hann er hjá mér,“ segir hún og útskýrir að hún hafi verið til- búin að eignast drenginn á sínum tíma. Það hafi verið yndislegt og gefið henni mikið. Hún kunni því ágæt- lega að búa ein með honum og það fari vel um þau mæðgin. Töffaðveraein- stæð móðir Hún neitar því þó ekki að það sé töff að vera einstæð móðir, allur kostn- aður við heimihs- haldið leggist á eina manneskju í stað tveggja sem vinni fyrir því og það þurfi útsjónarsemi til að láta enda ná saman. Kata er þó engin lág- launamanneskja en þó er afar skammt síðan varla hrökk til hnífs og skeiðar hjá henni og heimilis- bókhaldið var í járn- um. Þetta er einmitt eitt af því sem hún vill beita sér fyrir á þingi. „Það er erfitt að koma undir sig fótunum og ungar fjöl- skyldur bera miklar byrðar. Stjóm- völd verða að fara að h'ta á bætta stöðu fjölskyldunnar sem alvöm verkefni ekki bara sem efni í tylli- dagaræðuhöld. Ég hef sjálf staðið í basli sem einstæð móðir og þekki þetta því á eigin skinni og vona að það skili sér í mínum störfum.“ Kata var 24 ára þegar hún eignað- ist son sinn og fór í sex mánaða barneignarleyfi. „Þá var ekki um annað að ræða en fara að vinna strax á eftir, ég hefði gjarnan viljað vera lengur og fylgjast með syni mínum þroskast en það var ekki um annað að ræða en fara að vinna. Ég fór að vinna hjá heildverslun sem er inn- an fjölskyldunnar og vann þar um tíma en síðan fékk ég vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Það var skemmtileg- ur tími og starfið var fjölbreytt og gefandi," rifj- ar hún upp. Gaman að skemmta sér Kata hef- ur aha tíð verið úthverf og haft gaman af að umgang- ast fólk. Hún hefur haft orð á sér fyrir að vera mikill djammari og hún segir það vera alveg satt. ,Ég hef ofsalega gaman af að skemmta mér og vera meðal fólks. Því ætti ég ekki að skemmta mér á meðan ég er laus og liðug og ég hef gaman af því?“ spyr hún og bendir á að úti á skemmti- stöðum hitti hún vini og fé- laga sem hún ann- ars hitti mjög sjaldan eða aldrei. „Ég hef eigi að síður róast nokkuð eftir að ég veiktist og mér finnst ekki eins áríðandi að fara út. Finnst alveg jafii gaman að fá fólk hingað heim til mín. Það hefur jafiivel komið fyrir að ég nenni ahs ekki út þó ég hafi ætlað. Hef þá látið fara vel um mig í sófan- um heima og horft á sjónvarp," segir hún Uæjandi. Kata tilheyrir þeirri kynslóð kvenna sem eru sjálfstæðar í sam- skiptum sínum við karlmenn. Hafa stundum verið kahaðar „Sex and the city konur“ og hún kannast við samlíkinguna. „Já, ég held að það sé nokkuð th í þessu. Konur af minni kynslóð bíða ekki við símann. Þær fara sjálfar á stúfana og sú stað- reynd að það eru fleiri fiskar til í sjónum er þeim vel ljós,“ segir hún hlæjandi og bætir við að konum af hennar kynslóð finnist þeim engin takmörk sett. Þær geti aht og þær þurfi ekki karlmenn til að styðja við bakið á sér. „Ég held að ég geti full- yrt að vinkonur mínar líta ekki á sig sem veikara kyn. Þvert á móti finnst okkur að við getum náð eins langt og við ætlum okkur. Ég er líka alin þannig upp og í mínum huga var aldrei neinn efi. Þangað færi ég sem ég ætlaði, að minnsta kosti ætlaði ég að leggja mig aUa fram,“ útskýrir hún en segir jafnframt að oft geti verið erfitt að koma sér áfram í sam- félagi eins og okkar sem er mjög karUægt ennþá. Kortur fastheldnar á valdið Hvort konur lifi eins frjálsu ásta- lífi og þær stöUur í Sex and the city telur hún misjafnt, rétt eins og kon- ur séu margar, en það sé ábyggilega nokkuð th í því að þær eigi meira frumkvæði og bíði ekki eftir að karl- arnir fari af stað eins og konur fyrri kynslóða voru aldar upp við. „Lflc- lega er orðið meira jafnvægi í þessu auk þess sem umræðan er orðin op- inskárri." Talið berst að jafnrétti kynjanna og Kata telur að ástæða þess að kon- um gangi Ula að komast á toppinn í viðskiptalífinu sé ekki endflega sú að þær vilji það ekki. Karlar búi sér tU net í kringum sig sem erfitt sé að komast inn fyrir. „Kannski hefur það verið feiU þeirra kvenna sem komast á toppinn að taka ekki aðrar konur með sér þangað upp. Þær eru því talsvert einar þar og hafa ekki þann stuðning sem þær þyrftu," bendir hún á. En konur eru ekki valdalausar með öhu og þegar kemur að börn- unum hafa þær tögl og hagldir. Kata er sammála því að konur séu Kata fín í spari- kjólnum en þarna er hún sex ára. fullfastheldnar á það vald sem þær hafa þegar börn eru annars vegar. „Ég get vel tekið undir það. En einnig að þessu leyti er samfélagið orsakavaldur, gamlar hefðir sem við þurfum að brjótast útúr. Karl- menn vilja taka fuUan þátt í lífi barna sinna ef til skilnaðar kemur. Þessir sömu karlar, margir hverjir að minnsta kosti, umgangast börn sín jafn mikið og mæðurnar, fæða og klæða og sjá um kostnað á móts við þær. Eigi að sfður greiða þeir meðlag en fá engar barnabætur eða frádrátt í skattkerfinu. Uppeldi snýst ekki um foreldrana heldur fyrst og fremst barnið og því þarf að tryggja því umgengni við báða foreldra þar sem þess er er kostur. Þessa hluti þarf að fara að ræða og gera einhverjar breytingar á, því samsetning fjölskyldunnar er ger- breytt," segir Kata og bætir við að það sé verkefni stjórnmálamanna nú að brjótast útúr rammanum og fara að leita lausna fýrir þjóðfélagið eins og það sé orðið í dag í stað þess að líta til gamalla gilda og sjá þau í rómantískum búningi. Hefur ánægju af fallegum fötum Eftir að Kata var kjörin á þing aðeins 28 ára gömul og var þá með yngri þingmönnum hefur hún vakið athygli fyrir klæðaburð. Hún bendir á að hún sé ung kona sem vilji klæða sig samkvæmt ríkjandi tísku. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta því þótt hún sé komin á þing. „Það kom mér alveg í opna skjöldu að klæðaburður minn vekti athygli. Ég lít þannig á að ef ég er fín og snyrtileg til fara, klædd í samræmi við minn aldur sé ég gjaldgeng inn á Alþingi. Það kemur ekki til greina að ég fari að klæða mig í dragtir sem ég er ekki vön að klæðast, aðeins vegna þess að ég er þingmaður" segir hún ákveðin og vill meina að þingið eigi að endur- spegla samfélagið eins og það er. „Það er ótrúlegt hvað klæðaburður kvenna hefur mikil áhrif og bæði fólk og fjölmiðlar veita því mikla athygh hvernig konur eru ldæddar. Það er oft talað meira um klæða- burðinn en hvað þær segja á meðan enginn veltir fyrir sér klæðnaði karla," bendir hún á. Hún segir eigi að síður að sjálf hafi hún mjög gam- an af að eiga falleg föt og fylgjast með hvað sé í boði. Það séu í raun forréttindi að þurfa ekki að klæðast sömu jakkafötunum eins og karlar. „Umfram allt reyni ég að klæða mig þannig að mér líði vel," segir hún og hlær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.