Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Dúett Nats King Cole og Natalie dóttur hans vakti athygli þegar hann var gefinn út eftir andlát Nats Það voru ekki allir hrifnir þegar Nat King Cole syngja dæg; SVIKA ■ 114 Þann 15. febrúar næstkomandi eru liðin íjörutíu ár frá því að bandaríski tón- listarmaðurinn Nat King Cole lést af völdum lungnakrabbameins. Tónlist hans nýtur samt enn mikilla vinsælda og er gott dæmi um sígilda dægurtón- list. Trausti Júlíusson rifjar upp feril þessa merka listamanns sem átti m.a. fyrstu toppplötu Billboard-listans og var fyrstur þeldökkra Bandaríkja- manna til að sjá um sinn eigin sjónvarpsþátt. Nat King Cole er í dag þekktastur fyrir söng sinn, en hann byrjaði ferilinn sem djasspíanisti og náði miklum árangri sem slíkur með Nat King Cole-tríóinu áður en hann fór út í dægurlagapoppið. Ekki voru allir ánægðir þegar hann færði sig yflr í poppið snemma á sjötta ára- tugnum. Margir af heitustu aðdá- endum Nats og tríósins litu á þetta sem svik. Hann var m.a. sakaður um að selja sál sína og fóma list- rænum heilindum fyrir vinsældir og peninga. Viðbrögðunum hefur í seinni tíð verið líkt við viðbrögðin sem Bob Dylan fékk ffá þjóðlaga- áhangendum þegar hann fór að nota rafmagnshljóðfæri og færa sig yfir í rokkið upp úr miðjum sjöunda áratugnum. Sem djasspíanisti var Nat King Cole undir áhrifum frá Earl „Fatha" Hines sem hann fylgdist, með á gagnfræðaskólaárunum í Chicago. Sjálfur hafði Nat líka áhrif á píanó- leikara sem á eftir honum komu, t.d. Oscar Peterson, Red Garland og Tommy Flanagan. Margir litu þó á þetta skref Nats King Cole yfir í dægurtónlistina sem sjálfsagt mál fyrir listamann sem vildi prófa nýja hluti. Jay Cocks skrif- aði m.a. í Time fyrir nokkrum árum: „Poppið spiliti honum ekki. Hann notaði djassinn til þess að auðga það og endurnýja og hann skildi eftir sig arf sem lifir að eilífu. Alveg eins og sannur konungur." w':. Rödd sem lifir aö eilífu Rödd Nats King Cole er ein af þessum röddum í poppsögunni sem allir þekkja. Hún er í senn auð- þekkjanleg og efdrminni- leg. Nat lést af völdum lungnakrabba 15. febrúar 1965, en lögin sem hann gerði vinsæl hljóma enn og þótt það séu 40 ár síðan hann kvaddi þennan heim þá seljast plötur hans enn í yfir milljón eintökum á hverju ári. Fullnuma á píanóið 12 ára |l Nathaniel Adams Coles fæddist í Montgomery í Ala- bama 17. mars 1919. Faðir hans var baptista-prestur og móðir hans stjómaði kirkjukómum. Fjölskyldan, sem bjó við mikla fátækt, flutti til Chicago þegar Nat var fjögurra ára gamall. Hann fékk ungur mikinn áhuga á tónlist. Hann lærði á píanó með aðstoð móður sinnar frá íjögurra ára aldri. Nat var farinn að spila á píanó í kirkjunni hjá föður sínum þegar hann var 11 ára og var orðinn fullnuma píanisti ári síðar. Á unglingsárunum stofnaði Nat , tvær hljómsveitir. Önnur þeirra % var 14 manna sveit sem hann kallaði Rouges of Rhythm, en hin var fimm manna sveit sem * hann kalaði Nat Coles and his •, Royal Dukes. Báðar 'f f sveitimar spiluðu djass. Þeg- - ar Nat var 17 ára gekk hann ■ < til liðs við hljómsveitina Solid Swingers sem bróðir i hans, bassaleikarinn k Eddie, stóð fyrir. Nat kynntist fyrri eigin- • konu sinni, Nadine 1 i'y Robinson, á tón- m \ leikaferð með m bróður sínum. m Mj w Þau fluttu til Æ • LosAngeles ** *\ ffik °g giftu sig Nat King Cole tríóið Árið 1937 var Nat beðinn um að setja saman lida hljómsveit fyrir næt- urklúbb í LA sem hét Sewanee Inn. Hann gerði það og sveitin fékk fljót- lega nafnið The Nat King Cole Trio og í framhaldi af því fór Nathaniel Coles að kalla sig Nat King Cole. I tríóinu vom auk Nats, sem spilaði á píanó og söng í nokkmm lögum, gítarleikarinn Oscar Moore og bassaleikarinn Wesley Prince. Upphaflega var trommuleikari líka, en þegar hann mætti ekki eitt kvöldið ákváðu þeir að vera bara þrír, enda var það mikill rytmi í píanóleik Nats að sveitin þurfti ekki trommara. Þetta var á tfrnum stóm danshljóm- sveitanna, en Nat King Coletríóið náði þó strax töluverðum vinsældum. Árið 1943 gerði sveitin samning við hið ný- stofhaða fyrirtæki Capitol og fyrsta lag- ið sem sveim gaf út hjá Capitol, Straighten Up and Fly Right, sló í gegn árið 1944 og virtist höfða jafrit til svartra og hvítra. Fleiri lög náðu mikl- um vinsældum; (Get Your Kicks On) Route 66 fór í 11. sæti popplistans og (I Love You) For Sentimental Reasons og Nature Boy fóm á toppinn. Þegar Bill- board-fyrirtækið birti í fyrsta sinn lista yfir mest seldu stóm plötumar 24. mars 1944 var platan The Nat King Cole Trio í toppsætinu. Hún hélt því í heflar 12 vikur. Úr djassi yfir í popp Á sjötta áramgnum þróaðist tónlist Nats King Cole frá djassi og yfir í popp. Lagið Mona Lisa, sem var tekið upp með strengjum, fór beint á toppinn árið 1950 og seldist í 3 milljónum ein- taka. Skömmu seinna var ákeðið að breyta nafninu úr Nat King Cole Trio yfir f Nat King Cole. Nat var farinn að snúa sér í auknum mæli að söngnum og tónlistin var dægurtónlist, en ekki djass. Seinni eiginkona Nats, Maria Ell- ington, er talin hafa hvatt hann til þess- ara breytinga sem margir vom lítt hrifhir af, m.a. meðspilarar hans. Maria var söngkona sem Nat hafði kynnst árið 1946 og gifst tveimur árum síðar. Það munaði að vfsu litíu að gift- ingunni væri aflýst þar sem Nat skemmti sér svo rækilega í steggja- partíinu að hann missti af giftingaræf- ingurtni og Maria trylltist. Nat sjálfur hafði annars eiginlega aldrei litið á sig sem söngvara. Hann lýsi röddinni svona í viðtaii við Down Beat árið 1954: „Röddin mín er ekkert til að stæra sig af. Hún nær yfir svona tvær áttundir. Ætli það sé ekki þetta ráma öndunarhljóð sem sumir em hrifhiraf." Þrír pakkar á dag Velgengni Nats King Cole hélt áfram allt þar til hann dó. Árið 1956 stjómaði hann fyrstur þeldökkra Bandaríkjamanna sínum eigin sjó- varpsþætti, en þrátt fyrir mikið áhorf fékkst ekki styrktaraðili og eftir eitt ár í loftinu var hann tekinn af dagskrá. Talið er að auglýsendur hafi ekki viljað setja pening í þátt sem þeir töldu höfða aðallega til blökkumanna. Nat King Cole fékk að sjálfsögðu að finna fyrir því að hann væri þeldökkur á ferlinum. Hann neitaði að spila á stöðum sem ekki vom opnir fyrir alla kynþætti og hann var duglegur að fara í mál við hótel sem neituðu honum um gistingu. Þegar Nat og Maria fluttu árið 1949 í hús í Hancock Park-hverfinu f LA, sem fram að því hafði eignöngu verið fyrir hvíta, varð allt vitlaust og íbúamir stofnuðu samtök til þess að bola þeim í burtu. Á tónleikum í Ala- bama var líka einu sinni ráðist á hann á sviði. Nat kynntist John F. Kennedy árið 1956 og studdi hann dyggilega í kosningabaráttunni árið 1960 og spil- aði við innsetningarathöfn hans 20. janúar 1961. Nat King Cole var þekktur fyrir að reykja mikið. Hann reykti þrjá pakka á dag svo árum og áratugum skipti. Eftir að hann var skorinn upp við magasári árið 1953 var honunm ráðlagt að hætta, en hann hunsaði það. I desem- ber 1964 greindist hann með lungna- krabbamein og tveimur mánuðum síðar var hann allur. Ný mynd og plata I tilefni þess að 40 ár em liðin frá andláti Nats King Cole kemur út ný safnplata sem spannar allan ferilinn, The World of Nat King Cole, og DVD- diskur með nýrri heimildarmynd ásamt ýmsu aukaefni. Platan kemur út eftir helgina. Á henni em 28 lög, allt frá fyrsta laginu sem hann gerði fyrir Capitol árið 1944, Straighten Up & Fly Right, til dúettsins Unforgettable með Nataliefrá 1991. DVD-diskurinn kemur út 28. febrú- ar. Á honum er heimildarmynd þar sem sagan er rakin og m.a. talað við BB King, Natalie Cole, Isaac Hayes, Out- Kast, Stevie Wonder, Snoop Dogg, Díönu Krall, Quincy Jones, Arethu Franklin og Ibrahim Ferrer. Látum Stevie klára þessa samantekt: „Svo lengi sem fólk fær að heyra þessa rödd verða til tónlistarmenn sem em undir áhrifúm frá henni." Samstarf yfir landamæri lífs og dauða Dóttir Nats King Cole, Natalie, hefur fetað í fótspor föður síns með góðum árangri. Hún var hans fyrsta barn; dóttir hans og Mariu Ellington, seinni eiginkonu hans. Natalie fæddist 6. febrúar 1950, tveimur mánuðum áður en Nat sendi frá sér lagið Mona Lisa, en það lag gerði hann að stórstjörnu. Natalie sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1975. Hún byrjaði í soul-tónlist og sendi frá sér margar plötur sem fengu ágætar viðtökur á áttunda og níunda áratugnum. Hún sló hins vegar í gegn á heims- vísu með plötunni Unforgettable With Love sem kom út árið 1991. Hún var tileinkuð Nat King Cole og inniheldur m.a. dúettinn Unfor- gettable með þeim feðginum sem var þannig unninn að söngur Natalie var settur inn á upptöku af föður hennar að syngja lagið. Lagið vakti mikla athygli og vann til Grammy-verðlauna og platan náði í kjölfarið margfaldri platínusölu. Dúettar af þessu tagi hafa síðan verið algengir. Natalie hefur í seinni tíð fært sig í síauknum mæli yfir í djassinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.