Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR HelgarblaO DV Lesbía kveikir í fyrrverandi maka Nú stenduryfír mál í Bretlandi þar sem kona aö nafni Sarah Metcalfe er ákærö fýrir að hafa kveikt í fyrrverandi maka slnum, hinni 26 ára gömlu Katie Wringglesworth og nýrri ástkonu hennar, hinni 32 ára gömlu Emmu Shakesheff. Málið er rakið til þess að Sarah, sem er 46 ára gömul, kom að Katie uppi í rúmi með Emmu þessari. Þar lágu þær naktar og virtust skemmta sér vel. Sarah, sem hafði deilt hjólhýsi með Katie til skamms tima, tók þessu ekki vel og fór og náöi I benslnbrúsa. Hún skvetti bensíninu svo yfirallt gólf hjólhýsisins og yfír stúlk- urnar tvær. Næst hótaði Sarah að kveikja I þeim en þá mun Katie hafa efast um orð hennar og sagt upp á enska vísu:„You don't have the balls". Við þetta trylltist Sarah og kveikti I öllu saman. Katie og Emma lifðu raunirnar afen líkamar þeirra beggja urðu fyrir annars og þriðja stigs bruna. Ekki hefur enn verið dæmt I málinu. Danska lög- reglan leitar tvofalds morðingja Lögreglan I Haderslevl Danmörku lýsti I síðustu viku eftir22ára gömlum karl- manni vegna tveggja manna sem myrtir voru fyrirhelgi.Maðurinn varsíöar handtekinn afyfírvöldum I Þýskalandi á þríðjudag þar sem hann var á fíótta. Fórnarlömbin voru bæði af arablskum uppruna og voru 16og24 ára. Menn- irnir voru báðir skotnir og létust þeir af völdum sára sinna eftir að á spítala - varkomið.Morðinginn var handtekinn fyrirhreina tilviljun I Þýskalandi en aðra bílnúmeraplötuna vantaði á bíl hans. Lögreglan stöðvaði manninn sem sýndi danskt ökuskírteini og þá kom strax I Ijós að maðurinn var eftir- lýstur vegna morðs. Hann var því handtekinn og síöan fluttur til Dan- merkurþarsem lögregla hefuryfír- heyrt hann vegna málsins. Tvöfaldur morðingi kveður Munda Pálín En- oksdóttir lést I vikunni eftir tveggja ára bar- áttu við krabba- mein. Munda varáslnum tíma dæmd fyrir að verða tveim- urmönnumað bana og dvald- ist hún á Réttar- geðdeildinni á Sogni slðustu árævi sinnar. Fyrra morðið framdi Munda áriö 1974þegarhúnskarJóhannes Þorvaldsson á háls en síðar stakk hún Óskar Þorvaldsson, þáverandi eigin- mann sinn, með flökunarhnlfmeð þeim afleiðingum að hann dó. „Hún hefur átt stórmerkilegt líf, en líka llf sem er fullt afofbeldi og hörmungum. Ýmislegt bendir til þess að samfélagið eigi stóran þátt íþvl hvernig komið er fyrir henni og hefði líklega mátt koma I veg fyrirýmiss konar ógæfu efvið hefðum staðið okkur betur," var haft eftir Jóni Ársæli Þórðarsyni I fjölmiðl- „ um, en hann gerði þátt um Mundu I fyrra sem vakti mikla athygli. Reglulega berast fréttir þess efnis að ný sönnunargögn eða tækni hafi sýnt fram á að sakfelldur einstaklingur sé í raun saklaus. Þá hafa einstaklingarnir oft setið áratugum saman í fangelsi fyrir glæp sem einhver annar framdi og í verstu tilfell- unum hefur fólk þegar verið tekið af lífi. Hér eru sögur nokkurra einstaklinga sem hafðir voru fyrir rangri sök og þurftu að dúsa í fangelsi Sakleysingjan sem sátu inni „Þetta er í raun þjóðarmorð, þeir koma öllum hæfileikaríku blökkumönnunum í fangelsi svo þeir geti ekki fjölgað sér. Það voru nánast allir svartir sem voru með mér í fangelsi og þeir voru allir dæmdir ungir og margir þeirra voru saklausir." í desember 1991 fannst kona lát- in á klósetti bars í Phoenix í Banda- ríkjunum. Konan var nakin þegar hún fannst, henni hafði verið nauðgað og á henni voru nokkur bitsár fyrir utan stungusár sem Sakamál drógu hana til dauða. Engin fingraför fundust en munnvatnið í sárum hennar sýndi fram á að ofbeldismaðurinn væri í algengasta blóðflokknum. Böndin beindust strax að Roy nokkrum Krone sem var fastagestur á barnum. Hann var handtekinn og lögregla sagði að bitförin á líkama konunnar væru hans og nægði það til að sakfella hann þótt hann gæti sannað að hann hafi verið sofandi heima hjá sér þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur til dauða en fjórum árum síðar var refsingin milduð í lífstíðarfangelsi. Málið var síðan tekið upp að nýju árið 2002 og þá var hægt að nota DNA-tækni til að sjá hvort munnvatnið í sárum kon- unnar væri í raun Rorys. Svo reynd- ist ekki vera heldur sáu menn að þetta var munnvatn Kevins Phillips sem þegar sat á bak við lás og slá vegna nauðgunar. Roy var því sleppt eftir að hafa setið í fangelsi í 10 ár fyrir glæp sem hann framdi ekki. Hann var hundraðasti ein- staklingurinn í Bandaríkjunum sem fékk dauðadóm en var síðan sýknaður. Fremja þjóðarmorð í október árið 1980 réðust tveir menn inn á heimili í Indiana í Bandaríkjunum vopnaðir byssum og numu konu sem þar var á brott með sér. Þeir börðu hana illa, nauðguðu og skildu svo eftir. Fórn- arlambið gaf lýsingu á öðrum manninum og var Larry Mayes handtekinn skömmu síðar. Fingraför hans fundust hvergi en lögreglan þjarmaði að honum og var sannfærð um að hann væri sá seki. Á endanum var hann fundinn sekur og dæmdur £ 80 ára fangelsi. Larry barðist lengi fyrir upptöku málsins eftir að DNA-tæknin kom til sögunnar en gögnin voru sögð glötuð. Því trúði Larry ekki og á endanum fundust þau hjá lögreglu. Málið var tekið upp og þá sást strax að Larry var saklaus. Hann hafði þá setið inni í 18 ár. „Af hverju ég? Af því að ég var ungur, svartur og hæfileikaríkur. Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er í raun þjóðar- morð, þeir koma öilum hæfileika- ríku blökkumönnunum í fangelsi svo þeir geti ekki fjölgað sér. Það voru nánast alhr svartir sem voru með mér í fangelsi og þeir voru allir dæmdir ungir og margir þeirra voru saklausir. En svona á þetta alltaf eftir að vera,“ sagði Larry Mayes þegar honum var sleppt eftir 18 ár. Vitnisburður vitleysinga Lítilli stúku var rænt á leiðinni í skólann árið 1982 í Idaho í Banda- ríkjunum. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar í skurði. Sttilkunni hafði verið misþyrmt og á henni fundust hár sem voru ekki hennar eigin. Litur þeirra kom hins vegar heim og saman við litinn á hári Charles Irvin Fain og var hann dæmdur sekur eftir að tveir fangar í fangelsinu þar sem hann sat í gæsluvarðahaldi sögðu fýrir dómi að hann hefði játað fyrir þeim. Þetta dugði kviðdómnum sem dæmdi Charles til dauða á meðan dómur „vitnanna" var styttur. Charles hélt alltaf fram sakleysi sínu og 18 árum eftir dóminn kom hið sanna í ljós. DNA-sýni sýndi að hárið á líkama stúlkunnar var ekki hans. Heilaskaðað vitni mikilvæg- ara en sannanir Kevin Green var árið 1980 fund- inn sekur um að hafa ráðist á ófríska konu sína, nauðgað henni og barið til óbóta. Kona hans missti fóstrið og hlaut miklar heila- skemmdir. Hún hélt því fram ári eftir atburðinn að eiginmaður hennar hefði staðið á bak við árás- ina og var hann fundinn sekur. Sönnunargögnin vantaði, fólk gat staðfest að Green var annars staðar þegar árásin var framin en vitnis- burður konu hans var talinn nóg til að sakfella hann, jafnvel þótt hún hefði hlotið mikinn heilaskaða. „Þegar ég var í réttarsalnum trúði ég ekki öðru en að mér yrði sleppt. Það eina sem hún gat sagt var að ég hefði gert þetta og það var það eina sem benti til þess. Allt annað benti til sakleysis míns,“ saði Green sem var að lokum sleppt eftir að gagna- banki lögreglunnar sýndi fram á að DNA-sýni sem fundust hefðu á staðnum væri f raun úr manni að nafni Gerald Parker. Sá játaði á sig morðið og fimm önnur og var Green þá sleppt eftir 16 ár í fang- elsi. Þessi dæmi hér að ofan eru aðeins örfá dæmi um það þegar ný tækni sýnir fram á sakleysi einstak- linga sem hafa verið fangelsaðir fyr- ir rangar sakir. Það má því fullyrða að flöldi fólks sitji enn inni fyrir rangar sakir og að margir af þeim sem teknir hafa verið af lífi í gegn- um árin hafi í raun verið saklausir. Raf magnsstóllinn Fjölmargir einstaklingar hafa reynst saklausir afglæpum sem þeir hafa hlotið dóm fyrir. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.