Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 61
r*V Fréttir
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 61
Sendiherra
hættir
Bjöm Dagbjarts-
son, sendiherra í
Maputo í Mósam-
bík, hefur látið af
störfum að eigin
ósk. Björn varð
fyrsti sendiherra ís-
lands í Afríku árið
2001, en sú ákvörðun að
koma á sendiráði í
Mósambík var nokkuð
umdeild. Bjöm var áður
framkvæmdastjóri Þróun-
arsamvinnustoftiunar ís-
lands, alþingismaður og
forstjóri Rannsóknarstofn-
unar sjávarútvegsins.
Vélsleðamenn
brjóta lög
Lögreglan í Kópavogi vill
koma því á framfæri að
vélsleðaakstur er með öllu
bannaður í Bláfjöllum.
Nokkuð hefur verið um að
vélsleðamenn fari um
svæðið og keyri jafnvel nið-
ur skíðabrekkur - innan um
fólk á skíðum. Lögregla og
forráðamenn í Bláfjöllum
segja vélsleðamennina
valda slysahættu en það
mun hins vegar heiglum
hent að hafa hendur í hári
þeirra og svo virðist sem
þeir skilji ekki bannskiltin
sem blasa við þeim. Mildi
þykir að ekki hafi enn orðið
árekstur skíðamanns og
vélsleða.
(9) '
Gaukur ekki í
píkuráni
Wilhelm Norðfjörð, eig-
andi Gauks á Stöng, vill
taka það fram að Bogi
Bjamason tónleikahaldari
er ekki á vegum staðarins.
Björn gerði á dögunum til-
raun til að fá hljómsveitina
Alabama Thundurpussys til
að leika á Gauki á Stöng í
byrjun apríl frekar en á
Grand rokk eins og staðið
hafði til og enn er á dag-
skrá. „Bjarni sóttíst
eingöngu eftir því að leigja
Gaukinn eins og öllum er
velkomið að gera. Hann er
ekki á okkar vegum," segir
Wilhelm.
Frumlegt
sjálfsmorð
Maður að
nafni Wolfgang
Persieck komst
heldur betur í
fréttirnar á laug-
ardaginn þegar
hann framdi
heldur óvanalegt
sjálfsmorð. Þessi
fimmtugi Banda-
rikjamaður tók líf
sitt með því að
binda reipi utan
um hálsinn á sér
og hinn endann í ljósa-
staur, setjast inn í bíl og
gefa bensínið í botn. Inni í
bílnum fannst fjöldinn allur
af sjálfsmorðsbréfum. Það
voru tveir unghngar sem
komu að manninum. Þá lá
höfuð hans í aftursæti bfls-
Páll Þórðarson vill fá að umgangast börnin sín en fær það ekki út af nálgunar-
banni barnsmóður sinnar og sambýlismanns hennar, Helga Áss Grétarssonar.
Páll segist hafa umgengist barnsmóður sína með hennar leyfi á þeim tíma sem
hann er sakaður um að hafa rofið nálgunarbann og því hafi hann setið saklaus í
fangelsi.
Fékk aö gista hjá baras-
máðar á meðan hann var
i nalgunarbanni
Maður sem er ákærður fyrir að rjúfa nálgunarbann, segist hafa
fengið að gista á heimili barnsmóður sinnar á þeim tíma sem
nálgunarbann stóð yfir. Hann vill fá að umgangast börnin sín.
„Ég svafheima hjá henni, það
var ekkert samlíf eða slíkt en
hún leyfði mér að vera hjá sér.‘
Páll Þórðarson, sem
hefúr verið ákærður
fyrir að rjúfa nálgun-
arbann gagnvart
barnsmóður sinni,
Ólöfu Völu Ingvars-
dóttur, og sam-
býlismanni
hennar,
skákmeist-
aranum
Helga
Áss
Grétars-
syni, seg-
ist hafa
setið sak-
laus í
fangelsi.
Páll seg-
ir að
hann hafi
fengið að
sofa á
heimili
barns-
móður
sinnar með
hennar leyfi
á þeim
tíma
sem
nálg-
unarbannið var í
gildi. „Ég svaf
heima hjá henni,
það var ekkert samlíf eða slíkt en
hún leyfði mér að vera hjá sér. Þetta
var 10. febrúar 2004, daginn sem ég
varð fertugur," segir hann.
Páll nefnir einnig dæmi um það
hvernig hann hafi umgengist
barnsmóður sína á meðan hún
gekk með yngsta barn sitt sem hún
á með Helga Áss. Hann var settur í
gæsluvarðhald vegna hótana í garð
barnsmóður sinnar og HelgaÁss og
rof á nálgunarbanni.
Vill umgangast börn sín
Páll finnur að því að hann fái
ekki að umgangast börnin sín þrjú
sem hann á með Ólöfu Völu. Hann
telur sig eiga fullan rétt á því. Lög-
maður hans, Jón Magnússon, hefur
skrifað bréf um það fyrir hans hönd
til lögreglustjórans í Reykjavík.
„Hann vildi fá að vita hvernig hann
eigi að haga sér ef börn hans hlypu
til hans ef þau yrðu á vegi hans,“
segir Jón.
Páll heldur því fram að þau
skipti sem hann er sakaður um að
hafa rofið nálgunarbann, hafi hann
einfaldlega rekist á fólkið á förnum
vegi, skammt frá heimili sínu og er
reiðubúinn til að tjá sig nánar um
þau mál síðar.
Dæmdur fyrir ofsóknir og
ofbeldi
DV hefur fjallað um mál Páls og
Páll Þórðarson Segist hafa sofið f húsi barnsmóður sinnar.
átökin sem hafa staðið um sam-
skipti hans við barnsmóður sína og
Helga Áss. Hann var dæmdur í
fyrrasumar fyrir ofsóknir á hendur
Helga og fjölskyldu hans og sat inni
í hálft ár. Fyrir dómi lýsti Ólöf Vala
því hvernig sambúðin hafi verið
með Páli á meðan hann var í óreglu.
Einnig var því lýst hvernig hann
beitti Helga Áss ofbeldi. Páll var
leystur úr gæsluvarðhaldi fýrir viku
vegna þess sem Egill Stephensen,
saksóknari hjá Lögreglustjóranum í
Reykjavík, kallaði mistök í samtali
við Fréttablaðið.
Fer huldu höfði
Núna gætír Páll sín hins vegar á
að koma hvergi nærri heimili bams-
móður sinnar fyrrverandi og vaktar
gömr og strætisvagna. Páll fer huldu'
höfði þessa dagana og vill ekki að
lögreglan finni hann þar sem honum
hefur verið stefnt fýrir dóm vegna
ákæru lögreglunnar um rof á nálg-
unarbanni. I tvígang hefur lögreglan
reynt að fá Pál til að mæta fyrir dóm
til að hægt sé að þingfesta málið en
það hefur ekki tekist.
Hvorki Helgi Áss né Ólöf Vala
hafa viljað tjá sig um málið.
Sakarkostnaöur fellur á fátækling
Lögreglustjóri gerir
aðför að öryrkja
Ragnar Aðalsteinsson hefur stefnt
lögreglustjóraembættinu í Reykjavík
fyrir héraðsdóm. Ragnar segist ætla
að láta á það reyna hvort ákvæði um
ókeypis réttaraðstoð í sakamáli, sam-
kvæmt 6. grein mannréttindarsátt-
mála Evrópu, gildi hér á landi.
Skjólstæðingur Ragnars í málinu
er kona, öryrki og öreigi, sem var fyrir
tveimur árum dæmd fyrir ölvun-
araksturs. Vegna kostnaðarsamrar
efnafræðirannsóknar varð sakar-
kostnaðurinn afar hár, eða nokkur
hundruð þúsund krónur. Konan gat
ekki borgað og hafa innheimtuað-
gerðir staðið yfir. Meðal annars hefúr
árangurslaust fjárnám verið gert að
kröfu lögreglustjórans í Reykjavík
þrátt fyrir að varnir hafi verið hafðar
uppi við fjámámsaðgerðina.
Ragnar segir að konan eigi rétt til
Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur
„Þeir sem eru fátækir eiga rétt á ókeypis vörn."
ókeypis vamar vegna örbirgðar.
„Þeir sem em fátækir eiga rétt á
ókeypis vöm ef málið mælir með því.
Þama er sakarkostnaður látínn falla á
konu sem er öryrki og öreigi," segir
Ragnar sem telur að skýra löggjöf
vantí um þessi mál hér á landi. Því sé
þetta mál fordæmisgefandi.
Nýju talmálsútvarpsstöðina vantar nafn
Þjóðin fær að finna
nafnið
„Við höfum brotið
heilann lengi og mörg
álitleg nöfn hafa komið
upp en ekkert hefur
slegið svo í gegn að það
hafi orðið ofan á. Því
leitum við til þjóðarinn-
ar og vonumst til þess að
hún lumi á skemmtileg-
um uppástungum,“ segir Illugi
Jökulsson útvarpsstjóri.
Nýja talmálsútvarpsstöðin, sem
hefur hingað til gengið undir
vinnuheitinu Gufan, á að fá alvöru
nafn og skulu hugmyndir að nafni
koma frá þjóðinni. Hægt er að
leggja inn tillögur á visir.is og Illugi
segist vonast til að viðbrögðin verði
góð „Það verður allt tekið til greina
sem kemur inn,“ segir Illugi. Vegleg
verðlaun eru í boði lyrir bestu
uppástunguna; utanlandsferð fyrir
tvo til Ítalíu.
Illugi segist reikna með að
útvarpið fari í loftið föstudaginn 11.
febrúar en þá eigi allt að vera tilbú-
ið. Starfsmenn stöðvarinnar hafi
unnið nótt og dag við að skipu-
leggja og setja upp dagskrá sem
hann vonast til að sem flestir muni
hafa áhuga á. „Þetta verður^
skemmtilegt og áhugvert efni,
eitthvað fyrir alla,“ segir hann.