Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.05.1978, Qupperneq 2

Bræðrabandið - 01.05.1978, Qupperneq 2
þér drekkið, £ mína minningu. Þvi að svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur." l.Kor. 11,23-26. Kristur stóð á vegamótum tveggja hagkerfa og hinna tveggja miklu hátíða þeirra. Hann, hið flekklausa guðslamb, var að búa sig undir að færa sjálfan sig að syndafórn til þess með því að binda endi á kerfi tákna og helgisiða sem í fjögur þúsund ár höfðu bent til dauða hans. Meðan hann neytti páska- máltíðarinnar með lærisveinvim sínum stofnaði hann 1 hennar stað þá þjón- ustu sem verða skyldi minnisvarði um hina miklu fórn hans. Þjóðhátíð Gyð- inga skyldi niður lögð til eilífðar. Þjónustan sem Kristur var að stofna skyldi framkvæmd af fylgjendum hans í öllum löndum og um allan aldur. Páskahátíðin var fyrirskipuð sem minningarhátíð um frelsun ísraels undan ánauð Egypta. Guð hafði mælt svo fyr- ir að ár eftir ár þegar börnin spyrðu um merkingu þessarar hátíðar þá skyldi segja söguna. Með því átti að viðhalda minningunni um þessa dásamlegu frelsun ferskri í hugum allra. Fyrirmælin um máltíð Drottins var gefin til minningar um hina miklu endurlausn sem yrði ávöxturinn af dauða Krists. Þessi fyrirmæli ber að halda í heiðri uns hann kemur öðru sinni 1 mætti og dýrð. Þessi máltíð er tækið sem á að halda fersku í hugum okkar. Á tíma endurlausnar sinnar frá Egyptalandi átu börn ísraels páskamál- tíðina standandi, gyrt tim lendar sinar, með stafi í höndum, ferðbúin. Aðferð- in við framkvæmd þessara fyrirmæla samsvaraði ásigkomulagi þeirra; því að það var verið að hrekja þá út úr landi Egypta og þeir áttu að hefja hrakninga- sama og erfiða ferð yfir eyðimörkina. En á dögum Krists voru aðstæður breytt- ar. NÚ var ekki verið að reka þá úr framandi landi heldur dvöldu þeir á ættjörð sinni. í samræmi við hvíldina sem honum hafði verið gefin meðtók lýðurinn nú páskamáltíðina í hvíldar- stellingu. Hægindum var komið fyrir kringum borðið og gestirnir lágu í þeim og höfðu hægri höndina lausa til að matast. 1 þessari stöðu gat maður lagt höfuðið á brjóst þess sem næstur sat fyrir ofan hann við borðið. Og með því að fæturnir voru á ytri brún hægindisins var hægt að lauga þá með því að vera utan hringsins. Kristur er enn við borðið sem páska- máltíðin hefur verið framborin á. Ósýrðu brauðin sem etin voru um páska- leytið eru fyrir framan hann. Páska- vínið er á borðinu, óspillt af gerjun. Þessi tákn notar Kristur til að útskýra sína eigin flekklausu fórn. Ekkert mengað af gerjun, ímynd syndar og dauða, gæti verið tákn "lýtalauss og óflekkaðs lambs".1.Pét.1,19. "Og er þeir mötuðust tók Jesús brauð, blessaði og braut það og gaf lærisveinunum það og sagði: "Takið, etið;þetta er líkami minn. Og hann tók bikar, gjörði þakkir og gaf þeim, og sagði: þetta er sáttmála-blóð mitt sem úthellt er fyrir marga til synda- fyrirgefningar. En ég segi yður að héðan í frá mun ég alls ekki drekka af þessum ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann ásamt yður nýjan í "ríki föður míns." JÚdas, svikarinn, var við kvöldmál- tíðina. Hann þáói úr hendi Jesú tákn- in um brotinn líkama hans og úthellt blóð hans. Hann heyrði orðin: "gjörið þetta í mína minningu." Og meðan hann sat hjá guðslambinu var svikarinn að ígrunda sínar eigin skuggalegu fyrir- ætlanir og með hugann fullan af óheillavænlegu ráðabruggi og hefndar- þorsta. Við fótaþvottinn hafði Jesús gefið sannfærandi sönnun fyrir því að hann gerði sér grein fyrir eðli JÚdasar. "Þér eruð ekki allir hreinir"(JÓh. 13,11), sagði hann. Þessi orð sann- færðu hinn falska lærisvein að Kristur las í hug hans hið leynda áform. NÚ mælti Kristur enn skýrar: "Ég tala ekki vim yður alla; ég þekki þá sem ég hef útvalið, en ritningin verður að rætast: Sá sem brauð mitt etur, hefur lyft upp hæl sínum á móti mér." Jafnvel ennþá grunaði lærisveinana ekki Júdas. En þeir sáu að Kristur virtist eiga í miklu sálarstríði. Þunglyndi setti að þeim öllimi, hugboð um mikla yfirvofandi ógæfu, þó að þeir skildu ekki hvers eðlis hún væri. Meðan þeir voru í þögn að neyta matarins tók Jesús til máls: "Sannlega segi ég yður að einn af yður mun svíkja mig." Þessi orð fylltu þá undrun og skelfingu. 2

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.