Bræðrabandið - 01.05.1978, Síða 6

Bræðrabandið - 01.05.1978, Síða 6
Matborð heimilisins verðxar sem borð Drottins og sérhver máltíð sakramenti. Og hversu miklu betur eiga orð Krists við andlegt eðli okkar. Hann segir: "Sá sem etur hold mitt og drekk- ur blóð mitt hefur eilíft líf." Það er með því að veita viðtöku því lífi sem úthellt var fyrir okkur á Golgata sem við getum lifað heilögu lífi. Og þetta líf öðlumst við með því að taka á móti orði hans, með því að gjöra það sem hann hefur boðið. Með því verðum við eitt með honum. "Sá sem etur hold mitt," segir hann, "og drekkur blóð mitt, sá er í mér og ég í honum; eins og hinn lifandi faðir sendi mig og ég lifi fyrir föðurinn, eins mun sá lifa fyrir mig sem mig etur." Jóh.6,54; 56;57. Þessi ritning á a'sérstakan hátt viðhið heilaga sakramenti. Meðan trúin hugleiðir hina miklu fórn Drottins vors, sam- lagast andlegt líf Krists sálinni. Slík sál öðlast andlegan styrk við hverja altarisgöngu. Þjónustan myndar lifandi hlekk sem bindur hinn trúaða Kristi, og um leið föðurmam. Á sér- stakan hátt myndar hún tengsl á milli umkomulausrar mannlegrar veru oq Guðs. Þegar við meðtökum brauðið og vínið sem eru tákn um brotinn líkama Krists og úthellt blóð hans, tengjumst við í huganvim neyslu máltíðarinnar í loft- salnum. Við virðumst vera á leið gegn- um garðinn sem helgaður var af kvöl hans sem bar syndir heimsins. Við sjáiam fyrir okkur baráttxina sem það kostaði að sætta okkur við Guð. Kristur er leiddur fram krossfestur meðal okkar. Við að líta upp til hins krossfesta frelsara öðlumst við skarpari skilning á merkingu fórnarinnar sem hátign him- insins færði. Endurlausnaráformið verður dýrlegt fyrir augum okkar, og hugsunin um Golgata vekur lifandi og heilagar hræringar í hjörtum okkar. Lofgjörð til Guðs og lambsins verður okkur efst í huga og munni; því að hroki og sjálfsdýrkun getur ekki þrif- ist í sál sem geymir í fersku minni atburðina á Golgata. Sá sem sér hinn óviöjafnanlega kær- leik frelsarans, mun göfgast í hugsun, hreinsast í hjarta og umbreytast að eðli. Hann mun ganga út til þess að verða ljós í heiminum, til þess að endurvarpa í nokkrum mæli þessum dular- fulla kærelika. Því meir sem hugurinn dvelst við kross Krists, þeim mun ákafar munum við taka undir orð postul- ans er hann sagði: "En það sé fjarri mér að hrósa mér nema af krossi Drottins vors Jesú Krists, fyrir hvern heimurinn er mér krossfestur og ég heiminum." Gal.6,14. • FRAMHALD AF BLS. 12 ir við að draga að lurka og kaðla. Hann starði á börnin ýta flekanum út á vatniö. Seglið var dregið upp og byrinn fyllti seglin og hann sigldi út á slétt vatnið. "Hjálpl" Við hrópið fór straumur um börnin en óþekktarstrákurinn svar- aði strax. Flekinn hafði farið á hvolf og eitt barn var í vanda statt. Það var að missa meðvitund í köldu vatninu. Það tók stuttan tíma að bjarga barninu og koma því upp á ströndina og þar var það vafið í teppi. Björgunar- maðurinn stóð á ströndinni í nokkurri fjarlægð frá hópnum. Einhver stakk upp á því að safnað væri saman fáeinum skildingum handa þessum hugdjarfa dreng. Sá sem átti að afhenda peningana þar sem hann stóð skjálfandi og sagði: "Drengur minn við viljum gefa þér þessa peninga til þess að sýna þakklæti okkar." Drengurinn úr fátækrahverfinu leit á peningana og síðan í augu vel- gjörðarmanns síns og sagði: "Ég vil ekki þessa peninga, herra, en ef þú vilt gjöra eitthvað fyrir mig viltu þá gjöra svo vel að senda einhvern til að elska mig?" Heimspekingurinn Mecius sagði einu sinni: "Að gefa mönnum að borða og ekki að elska þá er að koma fram við þá eins og þeir væru nautgripir." Gæti það verið að í allsnægtum þessa heims væri einhver nálægt þér sveltandi? Hvenær gafstu þeim síðast "að borða"? Elskaðu þá. • 6

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.