Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.05.1978, Qupperneq 12

Bræðrabandið - 01.05.1978, Qupperneq 12
„ÞAU SÖGÐU MÉR ALDREI FRÁ ÞVÍ” AÐ GEFA MÖNNUM AÐ BORÐA OG EKKI AÐ ELSKA ÞÁ ER AÐ KOMA FRAM VIÐ ÞÁ EINS OG ÞEIR VÆRU NAUTGRIPIR. EFTIR STEVE CINZIO Þegar ég kom inn í skólastofuna virtust allir nemendur mínir vera önnum kafnir við lærdóminn. Georgina renndi augunum til mín augnablik en hélt svo áfram við vinnu sína. Ég fór krókaleið að borðinu hennar svo lítið bar á. HÚn leit upp, brosti og sagði hálfhvíslandi: "halló." Ég endurgalt kveðjuna og spurði:"Viltu gjöra svo vel að leyfa mér að sjá verkefnið þitt?" "já, kennari," svaraði hún og fletti síðumam til baka að fremstu síðu. Þegar hún fletti síðunum tók ég eftir orðunum "elska". Skærlitað hjarta náði í kringum orðið. Og síðan - ég á erfitt með að lýsa hvernig mér var innanbrjósts - komu þessi orð úr innstu fylgsnum Georginu, orðin sem töluðu af síðum bókarinnar. Orðin hrópuðu boðskap sinn svo sterkt og átakanlega en sjálf sagði hún: "ég býst við að foreldrar mínir elski mig. En þeir hafa aldrei sagt mér það." í skyndi reikuðu hugsanir mínar aftur heim til mín þar sem ég hafði verið um morguninn, hugur minn reyndi að finna frið, reyndi að finna jákvætt Steve Cinzio er kehnari við Alaqa barna- skólann í Alawa i Norður hluta Ástralíu. Grein úr Review 12.jan 1978 svar við spxiringunni sem endurómaði í huga mér: "Sagði ég ástvinum mínum í dag að ég elskaði þá?" Stafirnir á síðunni urðu ógreini- legir og ég gat ekki lesið meira. Ég þakkaði unga nemandanum kiirteis- lega og fór út úr skólastofunni. Ég gekk um í hópi hamingjusamra og hlægj- andi barna. Getur þú munað eftir því hvenær þú sagðir síðast þeim sem eru þér nánastir að þú elskir þá? Það sorglega við núverandi kynslóð að það eru milljónir af Georgínum sem ekki eru elskaðar. Á þessari vélaöld er svo auðvelt að renna skeið lífsins án þess að stansa og hvísla orðin: "ÞÚ ert mér svo mikils virði. Hann var bara óþekktarormur úr fátækrahverfi eftir því sem sagan segir. Hann þáði með semingi boð um það að dvelja um tíma á sveitabýli við kyrr- látt stöðuvatn. Nokkur barnanna fóru að byggja fleka úr gömlxim viðardrumbum. Enginn bað hann um að hjálpa til. Hann bara starði á drengina sem voru önnum kafn- FRAMHALD A BLS. 6 12

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.