Bræðrabandið - 01.05.1978, Side 16

Bræðrabandið - 01.05.1978, Side 16
ég tekið um 2.500 myndir. Það er mér gleðiefni að finna og mynda hina ýmsu runna, tré og blóm. Konan mín hefur jafn mikinn áhuga á þessu verki og ég og við eigum ánægjulegar stundir saman að taka þessar myndir. 6. Vinna og nám á víxl. Spurningin hefur komið fram: Hvernig ferðu að því að læra svona mikið og skrifa svona mikið á þínum aldri? Ég held að leynd- ardómurinn að því sé að læra og vinna og hvíla sig á víx]. Eftir lestur og skriftir í eina til tvær stundir fer ég út í garðinn eða fer í gönguferð og fæ þannig hvíld. Ég hvíli mig augna- blik í hægindastólnum mínum og fer svo aftur að vinna. Á þann hátt fyrirbyggi ég streitu og kem í veg fyrir að verða of þreyttur líkamlega. Þegar við erum úti að akn stönsum FRÉTTIR INNSÖFNUNARBLAÐIÐ 1978 er komið til landsins. Sótt mun verða um leyfi til að safna inn í júní- sept. eins og í fyrra. Farið verður í ferð út á landsbyggðina 4.-16.júní. LEIKMANNAMÓT 1 DANMÖRKU Hætt hefur verið við að halda leikmannamót N-Evrópudeildar í Hollandi. Þess í stað verður það haldið nálægt Álaborg í Danmörku 13.-16.júlí. Þátttakendur frá íslandi þurfa að gefa sig fram strax. Hægt er að búa í húsum á móts- staðnum og þurfa pátttakendur að leggja til svefnpoka. Gisting og matur kostar þá Dkr. 300. Hægt er einnig að búa í tjaldi eða leigja hótelherbergi í Als (Dkr. 70-80 á nóttu). Tjaldstæði kostar Dkr.9 á nóttu. Mótið hefst kl.8 á fimmtudags- morgni og lýkur á sunnudagskvöld. Þarna verða mjög góðir ræðumenn og gott efni flutt. Æskilegt væri að einhverjir frá Islandi sæktu mótið. við á klukkustundar fresti og föriam út og göngum um. Það er ekki gott að verða of þreyttur. Námið er nauðsynlegt til þess að hugurinn verði ekki sljór og líkamlegra starfa er þörf til þess að halda líkam- anum í lagi. Nema þvi aðeins að líkams- ástand okkar sé slæmt svo sem hjarta- sjúkdómar eða eitthvað sem gerir líkam- legt álag ómögulegt er það hættulegt að liggja og gera ekki neitt. En það er einmitt það sem sumir virðast halda að eigi að gera þegar komið er á eftir- launa aldur. Við slíkar aðstæður fara hugur og líkami hratt niður á við. Ég segi fólki að ég hafi hætt reglulegum störfum fyrir 20 árum en hafi enn ekki sest í helgan stein. Ef Drottinn gefur mér styrk mun ég hafa nóg að gera svo lengi sem ég lifi. • SUMARMÓT Mótið verður haldið að Hlíðardals- skóla dagana 7-9.júlí. Lesið frétt um mótið í apríl-blaði Bræðrabandsins. Miðið að því að sækja mótið og njóta þar andlegrar uppbyggingar.

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.