Bræðrabandið - 01.08.1978, Page 14

Bræðrabandið - 01.08.1978, Page 14
Þær skemmtanir eru góðar sem eru samfara gleði og þær slæmar sem fyrir- byggja gleði. Er fögnuður það sama og hamingja? Svo kann að vera. En fögnuð'má líka telja meiri en hamingju. Hamingju má skýrgreina sem hugarástand sem varir lengri eða styttri tíma og er háð mörgum skilyrðum - bæði ytri og innri. Séu þessi skilyrði fjarlægð verður persónan vansæl. Fögnuður er ekki háður umhverfi. Kristileg\ir fögnuður er hugsanlegur bæði í gleði og sorg, í sælu og van- sælu. Þar sem er fögnuður þar er fyll- ing og þar sem er fylling þar er fögn- uður. Er hægt að fagna í ofsókn? Augljós- lega er það hægt. Jesús sagði: "Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala Ijúgandi allt illt um yðiir mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil í himnunum; því að þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður" Matt.5,11.12.). Getum við fagnað þegar voði ber að dyrum? Habakúk talaði um skelfilegan voða en hlýðið samt á vitnisburð hans: "ÞÓtt fíkjutréð blómgist ekki og vín- trén beri engan ávöxt, þótt gróði olíutrésins bregðist og akurlöndin gefi enga fæðu, þótt sauðfé hverfi úr réttinni og enginn naut verði eftir í nautahúsunum - þá skal ég þó gleðjast í Drottni fagna yfir Guði hjálpræðis míns" (Habakúk 3,17.18). Já fögnuður er hugsanlegur fyrir hinn kristna mann þó að voðinn berji að dyrum. Það er óþarfi að geta þess að við þurfum ekki að bíða eftir ókominni tíð til þess að eignast þennan fögnuð. Ég minnist sálmaversins: I "Eilíf gleði,eign mín dýrst á engin bönd. Allt er bjart í hjarta mér. Syngja mun ég sönginn þann á sólarst strönd, syngur gleði'í hjarta mér." * ■¥■ Það er morgunn, það er gleði'í hjarta mér. Því að Jesús allar mína byrðar ber. Syng ég gleðisönginn minn: Sjá þú Jesúm, konung minn. - Það er morgunn, það er gleði'í hjarta * II mer. Já það verður fögnuður,mikill fögn-

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.