Bræðrabandið - 01.10.1978, Side 2

Bræðrabandið - 01.10.1978, Side 2
Boðskapur frá starfsmönnum heimssambandsins Sennilega hefur engifm annar hópur Sjöunda dags aðventista betri tœkifœri til að sjá þarfir alheims safnaðarins en starfsmenn heimssambandssins. Aðalstöðvar heimssam- bandsins eru í stöðugu sambandi við alla hluta heimsinsþar sem fólk Guðs lifir og starfar. Á hverjum vinnudegi streyma hundruð bréfa, skýrslna, símskeyta og telexboða inn og út frá höfuðstöðvunum. Alltaf eru fulltrúar heimssambandsins í heimssókn á einhverju svœði heimsins. Fá trúfélög hafa jafn mikið samband við sína dreifðu meðlimi og Sjöunda dags aðventistar. Hvað sjá stjórnarmenn í aðalstöðvunum sem mestuþörf safnaðar Guðs á þessum sérstaka tima í heimssögunni? Ánþess að hika getum við svarað: Andlega endurnýjun fyrir hvern einstakan meðlim. Með því að segja þetta ýtum við samt ekki til hliðar öðrum knýjandi þörfum sem við horfumst i augu við svo sem: fleira starfsfólk, meiri peninga, frelsi, bókmenntir, stofnanir, tœki. Listinn er endalaus. En fyrst og fremst er það þörfin fyrir andlega vakningu, persónulega helgun til Jesú Krists, daglegt samfélag við hinn lifandi Guð, helgun gagnvart starfi safnaðarins. Bœnavikan er tœkifœri fyrir hvert okkar og okkur í heild að helgast Guði og öðlast andlega endurnýjun. í fyrsta lagi má geta þess að fyrirheit Guðs eru skýr. Jakob skrifar: „Kröftug bœn réttláts manns megnar mikið."(5,16) Mikill kraftur stendur okkur til boða fyrir bœn. Ellen White segir: „Bœnin er andardrátt- ur sálarinnar. Hún er lykillinn að andlegum mœtti. Engin önnur náðarmeðul geta komið í stað hennar ef á að varðveita heilsu sálarinnar“ GW 245, 255. Hún bendir á að „hersveitir Satans skjálfi við hljóminn af ákafri bœn.“— ÍT bls. 336. I öðru lagi vitum við af eigin reynslu hvaó bœnin getur gert. Við minnumst þess þegar við lítum til baka á veru okkar í aðventskólum og hugsum umþað sem bænavikan þar gerði fyrir okkur. Þar fundu sum okkar frelsarann í fyrsta sinn. Við tókum ákvörðun okkar. Við hófum náið samfélag við Krist á ákveðinni bœnaviku. Guð er ekki öðruvísi núna. Fjársjóðir hans eru enn til reiðu. Hann hefur aldrei verið fúsari en nú að veita mönnum það besta sem himinninn hefur upp á að bjóða. Kœrleikurinn er efnið í bœnalestrum fyrir árið 1978. Reyndir starfsmenn víðs vegar að hafa ritað þessi efni sem œttu að ná til allra manna. Við trúum því að höfundar lestranna hafi lagt sig alla fram til að veita af tifsreynslu sinni og hafi gert sitt besta við samningu þessara lestra. Við bjóðumþér innilega að taka virkanþátt í bœnaviku 1978. Mikill máttur stendur okkur til boða tilþess að uppfyllaþarfir tiðandi stundar. Það er gott fyrir okkur að minnastþess að „það er hluti af áformi Guðs að veita okkur svar við bœnum, sem sprottnar eru af trú, og veita okkur þannig það, sem hann mundi ekki láta okkur í té, ef við bœðum þess ekki. “ Deilan mikla bls. 543. 2

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.