Bræðrabandið - 01.10.1978, Page 5

Bræðrabandið - 01.10.1978, Page 5
sannkristinn maður mun þróa í lífi sínu einkenni þessa guðlega kærleika. Hann mun sýna í lífi sínu anda umburðarlyndis, velvilja og lausn frá öfund og afbrýðisemi. Sé þetta lunderni þroskað og látið koma fram í orðum og athöfnum mun það ekki vera kalt, það mun ekki styggja og það mun ekki vera áhuga- laust um málefni annarra. Sú persóna sem ræktar með sér hina dýrmætu jurt kærleikans mun sýna sjálfsfórn í anda og mun hafa stjórn á sjálfri sér þrátt fyrir móðganir og árásir. Sú persóna mun ekki ætla öðrum illt en mun finna sárt til yfir syndum annarra, einkum þegar þær koma fram hjá lærisveinum Krists. Kærleikurinn hreykir sér ekki upp. Hann er auð- mjúkur. Hann ýtir aldrei undir stolt eða stærilæti og hefur sig ekki upp. Kærleikur til Guðs og til samferða- mannanna mun ekki birtast í hrjúfri framkomu eða leiða okkur til gagnrýni eða einræðiskenndar. Kær- leikurinn hreykir sér ekki upp. Hjarta þar sem kærleikurinn ríkir mun leiðast til þess að vera blítt, kurteist og samúðarfullt í hegðun sinni gagnvart öðrum hvort sem þeir eru eftir okkar vilja eða ekki, hvort sem þeir virða okkur eða koma illa fram við okkur. Kærleikurinn er virk meginregla. Hann hefur stöðugt fyrir hugskotssjónum það sem er öðrum til góðs og heldur þannig aftur af okkur þegar vill skorta á hugsunarsemi hjá okkur svo við verðum ekki til þess að fæla sál í burtu frá Kristi.14 Umrœðuefni okkar á himnum Hinn dásamlegi tilgangur náðarinnar, leyndardóm- ur endurleysandi kærleika er það efni sem „englarnir þrá að líta í“ og það mun vera rannsóknarefni þeirra um endalausar tíðir. Bæði hinir endurleystu og ófalln- ir englar munu finna í krossi Krists vísindi sín og söng. Það mun koma í ljós að sú dýrð sem skín af ásjónu Jesú er sú dýrð sem skín af sjálfsfórnandi kærleika. I því ljósi sem skín frá Golgata mun það birtast að lögmál sjálfsfórnandi kærleika er lögmál lífsins fyrir himin og jörð, að sá kærleikur sem „leitar ekki síns eigirí* á uppsprettu sína í hjarta Guðs. Og að hjá Kristi sem var auðmjúkur og lítillátur birtist lunderni hans sem býr í því ljósi sem enginn maður getur komist til.15 Og er eilífðarárin líða fram munu þau færa mönn- unum enn dýrlegri opinberanir um Guð og um Krist. Eins og þekkingin er framsækin, þá mun kærleikur, virðing og hamingja vaxa. Því meira sem menn læra um Guð, þeim mun meiri verður aðdáunin á eðli han. Þegar Jesús opinberar þeim auðæfi endurlausnarinne og hið dásamlega verk hans í hinni miklu deilu vi Satan, þá munu hjörtu hinna endurleystu fagna í enn heitari hrifningu og frá sér numdir munu þeir slá gullhörpurnar og tíu þúsund sinnum tíu þúsundir og þúsundir þúsunda radda munu fylla loftið máttugum lofsöngvum. „Og sérhverja skepnu, sem er á himni og á jörðu og undir jörðinni og á hafinu, og allt sem í þeim er, heyrði ég segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu sé lofgjörðin og heiðurinn og dýrðin og krafturinn um aldir alda“ Op. 5,13. Hin mikla deila er til lykta leidd. Synd og syndarar eru ekki lengur til. Gjörvallur alheimurinn er hreinn orðinn. Eitt hjarta samlyndis og fagnaðar slær um óravíddir sköpunarverksins. Frá honum, sem skóp allt, flæðir líf og ljós og fögnuður um öll svið hins endalausa geims. Frá hinni smæstu öreind til hinnar stærstu veraldar, kunngjöra allir hlutir, lifandi og dauðir, í skuggalausri fegurð sinni og fullkomna fögnuði, að Guð sé kærleikur.16 Spurningar til umrœði: 1) Hvaða lögmál er undirstaða ríkis Guðs? Hvernig er það lögmál sett fram á einfaldastan hátt? Sjá Matt. 22, 36—39. Hvernig eru þessi tvö boð sett fram á ítarlegri hátt fyrir syndara? Sjá 2. Mós. 20,3—17; Róm. 13,8—10. 2) Hvers vegna var Jesús sá eini sem gat opinberað kærleika Guðs til fallins mannkyns? 3) Hvaða blessanir hijótast af dauða Krists á kross- inum? 4) Hversu mikið elskar Guð okkur? Getum við borið sama kærleika til annarra eins og Guð hefur til okkar? Ef svo er, hvernig? Ef ekki, hví ekki? 5) Hversu nauðsynlegt er það fyrir mig að vera kærleiksríkur kristinn maður? Gagnvart hverj- um? 6) Gefið lýsingu á þeim kristna manni sem í sann- leika endurspeglar kærleika Krists. 7) Hvað mun verða rannsóknarefni manna og engla um endalausar tíðir eilífðarinnar? Tllvitnanlr: 1. Patriarchs and Prophets, bls. 33—35 2. Vegurinn b'l Krists bls. 22 3. Sama bók bls. 15 4. The Desire of Ages bls. 22 5. Sama bók bls. 57 6. Vitnisburöirnir 5. bindi bls. 739, 740 7. Fundamentals of Christian Education bls. 179 8. The Desire of Ages bls. 578 9. Sons and Daughters of God, bls. 52 10. Sama 11. The Desire of Ages bls. 503, 504 12. Vitnisburðirnir 2. bindi bls. 132,133 13. Christ's Object Lessons, bls. 384, 385 14. VitnisburöirnirS. bindi bls. 123,124 15. The Desire of Ages bls. 19, 20 16. Deilan mikla bls. 708 5

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.