Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.10.1978, Qupperneq 10

Bræðrabandið - 01.10.1978, Qupperneq 10
ingu Jesú. „Síðasti náðarboðskapurinn sem veita á heiminum er opinberun á kærleikseðli Guðs“ Christs Object lesson bls. 415. Kærleiksríkur og ástríkur kristinn maður sem sýnir í lífí sínu sjálfsfórn og þjónustulund er besta eign safnaðarins. Fólk mun laðast að Jesú þegar það sér kærleika hans í verki. „Ahrif okkar á aðra eru ekki svo mjög komin undir því sem við segjum heldur fremur undir því sem við erum. Menn geta mælt gegn röksemdafærslu okkar, þeir geta staðið í gegn beiðni okkar en líf sem lætur í ljós kærleika, óeigingjarnan kærleika, er röksemd sem enginn getur á móti mælt. Líf sem er samkvæmt sjálfu sér og einkennist af lítillæti Krists er máttur í heiminum" DA 142. Ef okkur vantar þetta segir fólk við okkur: „Okkur geðjast að þeim Kristi sem þið setjið fram en við höfum engan tíma fyrir kristna menn.“ Mótsagnirnar og hræsnin í lífí okkar hefur ekki haft jákvæð áhrif á þá. Mahatma Gandhi gerði sér grein fyrir segulafli kærleika Krists og sagði: „Ef kristnir menn hfðu h'fí Krists mundi allt Indland taka á móti kristindómn- um.“ Ef meðlimir safnaðarins væru fylltir kærleika Jesú hefði vitnisburður stofnana safnaðarins sér að bak- hjarli það volduga afl sem er persónulegur vitnisburð- ur. Þá mundi uppfyllast spádómur þjóns Drottins: „Hundruð og þúsundir sáust heimsækja fjölskyldur og ljúka upp fyrir þeim orði Guðs. Hjörtun sannfærð- ust fyrir kraft Heilags anda og andi hins sanna afturhvarfs sást.“ 9T bls. 126. Saga frumsafnaðarins sýnir áhrifamátt persónulegs vitnisburðar. „Frumsöfnuðurinn naut þeirrar blessun- ar að eiga nokkra mikla prédikara en sú staðreynd að kristindómurinn barst um allan hinn erfíða róm- verska heim eins og eldur í sinu var ekki svo mikið að þakka miklum prédikurum heldur miklu fremur per- sónulegum vitnisburði vanalegra manna og kvenna sem fóru út til þess að segja vinum sínum frá hinum miklu umskiptum sem orðið höfðu í lífí þeirra við það að kynnast Jesú.“ Clocis G. Chappell, When the Church Was Young. Það er skylda hvers prests að leggja ríkt á við meðhmi sína að þeir sinni vitnisburði. „Hann er óþreytandi og ákafur við það að leitast við að hvetja trúaða til að vinna sálir til Krists og minnist þess að hver sá sem fæðist í söfnuðinn ætti að vera eitt tæki til viðbótar til að bera hjálpræðisáformið til annarra" AA 207. Þegar við notum ekki þá hæfíleika sem okkur eru gefnir af Anda Guðs munu þessir hæfileikar missa kraft sinn. Kœrleikurinn auógar alla í mýgrút heimspekikerfa austurlanda, í fábrotinni djöfladýrkun og Satans tilbeiðslu jafnt sem í endur- vakinni andatrú finnum við stærsta áform Satans sem er að gera lítið úr kærleika Guðs. J. B. Phillips sagði: „Einhvern veginn verða kristnir menn að endur- heimta á víðum grundvelli þá grundvallarvissu að Guð sé kærleikur. Nema því aðeins að þeir geri það, nema því aðeins að þeir finni hann og þekki hann og sýni hann og hfi hann er ólíklegt að heimurinn ÍO umhverfis þá sem er hrjáður af eymdum þessa dauð- lega hfs muni nokkurn tíma grípa grundvallarstað- reynd allrar sköpunarinnar.“ Making Men Whole, bls. 45. 46. Það kemur ekki af sjálfu sér að lifa hfi ástríkrar þjónustu og sjálfsafneitunar. Það verður að hlúa að slíku. Holdið berst um yfirráðin. Það verður að berjast á móti því þegar eigingirnin vill hefja sig upp. Óvinur- inn gefur það ekki eftir af fúsum og frjálsum vilja að hætta að stjóma hfi og leggja það undir stjórn kærleika Guðs.“ Kærleikurinn getur ekki lifað án athafna Og hver athöfn eykur hann styrkir og styður... Kærleikurinn starfar ekki til þess að öðlast hagnað eða laun. Samt hefur Guð hagað því þannig til að mikill ávinningur hlýst af því að starfa í kærleika. 2T bls. 135. Þeir sem af trúmennsku vinna að því að sinna þörfum náunga sinna, sem nota hvert tækifæri til að sýna kærleika Guðs í óeigingjarnri og auðmjúkri þjónustu, munu halda áfram að öðlast gnóttir bless- ana himinsins. Líf þeirra mun auðgast og andlegir hæfileikar þeirra vaxa. Spurningar til umrœðu: 1) Hversu mikið kostaði kærleikurinn Guð? 2) Hver er stærsta röksemdin með kristindómnum? 3) Hver er tilgangur Satans með því að gera lítið úr kærleika Guðs? 4) Hvernig getur trúboð kristinna manna svarað þeirri ásökun að verið sé að lokka menn til þess að ganga því á hönd? 5) Hvað ætti að vera okkur hvöt í þjónustu okkar við Guð? 6) Hvernig getum við ræktað með okkur og þroskað ástríka þjónustu? 7) Hvaða ástand í söfnuðinum leiðir til þess að heimurinn sér þar aðeins heimshyggju og efnis- hyggju? 8) Hver eru þau atriði sem stuðla að því að þaggað er niður í vitnisburði safnaðarins?

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.