Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.10.1978, Qupperneq 23

Bræðrabandið - 01.10.1978, Qupperneq 23
okkur til að gera lista yfir galla bræðra okkar. Kærleikur sá sem Guð þráir að sjá í hjarta okkar mun mikiu fremur fylla líf okkar þolinmæði, samúð og blíðu. Já, allt þetta og meira felst í þeim kærleika sem Guð leggur í hjarta fólks síns ef við viljum aðeins gefa honum tækifæri til þess. En hvað gagnlegar leiðbeiningar eru að finna í fyrstu tveim versum 1. Kor. 13. kapítula! Hvert orð eða setning er ræða, já þar er að finna líf sem á að birtast í fari hvers einasta barns Guðs í söfnuði Sjöunda dags aðventista. Jesús Kristur sýndi þessi skapgerðareinkenni í lífi sínu hér á jörðu. „Þar sem þið eruð ástkær börn Guðs verðið þið að vera lík honum“ (Ef. 5,1.). o Krists Kœrleiksopinberun Sem hrelldur smáfugl himir undir steini um hœstan vetur, sat ég oft í leyni, uns Jesús kom og kulda dauðans eyddi og kœrleiksvorið inn í brjóst mitt leiddi. Þá sólin rennur vaknar kátur kliður, er konung dagsins hyllir fuglaniður, eins fagna ég, sem fyrri stundi hljóður, og föðurnafnið blessar nú minn óður. Því son Guðs kom með sól og morgunroða, er sendur var í heiminn til að boða, að föður hans vér föður mœttum kalla, og fárátt mannkyn brœður sína alla. Þann gleðiboðskap þér vérþökkum, faðir! ogþér, vor bróðir, fylgjum hjartaglaðir. Nú verður jörðin blessað brœðrasetur, og börnum Drottins hverfur hel og vetur. Matt. Joch. X Sérhver Sjöunda dags aðventisti þráir að sjá verkinu lokið og biður að svo mætti verða — að síðasti náðarboðskapur Guðs megi berast skjótt til fjarlæg- ustu staða jarðarinnar. Við lifum fyrir þennan dag og biðjum um hann og fórnum fyrir hann og starf okkar miðast við hann. Ellen G. White segir: „Ekkert mun byggja upp ríki endurlausnarans sem kærleikur Krists sem birtist í lífi safnaðarfólksins.“ 5T bls. 168. Það er ekki meiri peningar, fjárhagsáætlanir með hærri fjárupphæðum, meiri tæki, bættar aðferðir eða mikil áform sem hinn síðasti söfnuður þarfnast til þess að ljúka verkinu. Það er kærleikur — Kristi líkur kærleikur — í hjartanu! Á þessum hvíldardagsmorgni lýkur annarri bæna- viku, dýrmætri viku þar sem lögð var áhersla á andleg verðmæti. Það er bæn mín að fólk Guðs um allan heim finni að þessi undursamlegi kærleikur fyllir hjarta þeirra og er hreyfiafl í lífi þeirra. Megi sá kærleikur sem við höfum rannsakað í dag ráða í öllum ykkar samskiptum. Megi hann svo fylla hjörtu ykkar að hann knýi ykkur til þess að fara út og deila reynslu ykkar með öðrum þar til allur heimurinn fær að heyra fagnaðarerindið um frelsarann sem er að koma. Spurningar til umræðu: 1) 1. Kor. 12, 31 talar um „náðargáfurnar hinar meiri.“ Hverjar af gjöfum Guðs eru meiri en aðrar? 2) Hversu þýðingarmikið er það að veita af eigum sínum til að fæða fátæka í ljósi 1. Kor. 13, 3—7? 3) Á hvaða mismunandi vegu telur þú að kærleik- urinn verði tengiafl í söfnuðinum? 4) Hversu þýðingarmikill er kærleikurinn þegar kemur til þess að koma áætlun innan safnaðar- ins í verk og hversu þýðingarmikill er hann þegar söfnuðurinn leitast við að ná til samferða- mannanna? Nú verður tekið á móti fórn vegna bænavikunnar. BRÆDRABANDID Rilstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason Útgalendur Aðventistar á Islandi. 23

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.