Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 3
KVEÐJA TIL TRÚSYSTKINA MINNA
DONNA HUYCK
Eftirfarandi bréf birtist í danska
safnaðarblaðinu okkar Adventnyt í
júlímánuði síðast liðnum. Það er
skrifað af Donnu Huyck. Skömmu áður en
hún lést skrifaði hún þetta bréf sem
sina síðustu kveðju til safnaðarins sem
hún elskaði.
-¥■ -¥■ •¥■ * *
"Ég hef verið Sjöunda dags aðvent-
isti í rúmlega 15 ár. Ég kem úr
kaþólsku kirkjunni en ólst upp sem
meþódisti. Áður en ég tók skírn sem
aðventisti bað ég prestinn um að segja
mér hvað söfnuðurinn gerði í því að
segja öðrum frá þessum dásamlega
boðskap. Fyrir mér var aðventboðskapur-
inn rökréttur, skynsamur og uppörvandi
fréttir, rétt eins og að finna stóran
fjársjóð. En án þess að eiga 3esú í
hjarta mínu myndi það ekki hafa verið
þannig. Kannski er það vandamál fyrir
marga því maður verður að eiga 3esú áður
en þessi boðskapur brennur í hjartanu.
Hvílík náð er það að vita að þegar
þú deyrð þá er þetta sem svefn sem þú
vaknar af á upprisumorgninum til þess þá
að vera ávallt með Jesú. Sem kaþólikki
var ég hræðilega óttaslegin og hrædd við
dauðann. Því ég trúði því að ég mundi
fara í hreinsunareldinn áður en ég
kæmist til himins. Ég efaðist um að ég
kæmist í himininn þannig að eilíf kvöl í
helvíti væri það sem biði mín. Ég gerði
allt til þess að vera góður kaþólikki
þar eð ég vonaði að Guð mundi verða mér
náðugur. En sannleikurinn um ástand
mannsins í dauðanum er ein af þeim sönnu
kenningum í trú aðventista sem ég veitti
viðtöku.
Við vitum að Guð á aðeins börn, það
eru engin barnabörn í hans fjölskyldu.
Getur það verið að sumir aðventistar
líti á söfnuðinn sem bara eitt trúfélag
í viðbót frekar en boðskap vonar til
deyjandi heims. Ég get séð hvernig
aðventisti í þriðja eða fjórða ættlið
gæti hugsað þannig. Það er mikil
freisting að trúa því að maður sé Guðs
barn bara vegna þess að maður er Sjöunda
dags aðventisti. Og þá glatast alveg
þessi byrði að flytja öðrum þennan
boðskap. Ég veit að það eru til
aðventistar í dag sem efast um þennan
sannleika sem Guð hefur gefið okkur. það
hryggir mig. Ef ég tryði því að þetta
væri bara eitt trúfélagið í viðbót myndi
ég kannski vera alveg eins. Frum-
herjarnir í þessari hreyfingu fengu
þennan sannleika fyrir mikla fórn, bæn
og Biblíurannsókn.
Djöfullinn skilur þennan boðskap og
reynir óaflátanlega að eyðileggja hann
því að hann veit að ef þú yfirgefur
söfnuð Sjöunda dags aðventista þá er
ekki í neitt annað hús að venda.
Ég veit að í þessum söfnuði er rúm
fyrir hámenntað fólk og vísindamenn en
ég trúi því að sumir þeirra hafi valdið
tjóni. Fagnaðarboðskapurinn er ekki
flókinn boðskapur en þeir vilja gera
hann flókinn og það er nákvæmlega það
sem Oesús átti í höggi við frá lærðum
mönnum síns tíma. Ég heyri stöðugt fólk
segja: "Hann er svo vel gefinn og þekkir
Biblíuna svo vel", eins og það gerði
manninn að kristnum manni. En vegna
þessarar afstöðu eru það margir sem láta
aðra hugsa fyrir sig í stað þess að
rannsaka sjálf.
Ég þakka Guði á hverjum degi fyrir
aðventboðskapinn og bið fyrir söfnuðin-
um. Ég hugsa mikið til leiðtoganna
okkar. Það er auðvelt að gagnrýna
leiðtoga okkar því við vitum að þeir
gera mistök. En í stað þess að gagnrýna
þá ættum við að biðja fyrir þeim að Guð
leiði þá með sínum Heilaga anda. Guð er
fær um að fjarlægja leiðtoga sjái hann
að það sé nauðsynlegt.
í mínu eigin lífi hef ég staðið
andspænis dauðanum, í mynd krabbameins,
hin síðustu 5 ár. Það er aðeins um að
ræða nokkrar vikur eða mánuði áður en ég
dey. Mig hefur langað til að deila
þessum hugsunum með söfnuðinum. Ef það
hjalpar þó ekki væri nema aðeins einum
aðventista til þess að nema staðar og
hugsa sig um áður en það er of seint þá
3