Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 10
FÚLK A9 HJÁLPA PÓLKI
Eftir Hermann 3. Smit, aðstoðarforstjóra
Hjálparstarfs aðventista í Norður-Evrópu
Það er ekki hægt að lýsa þessu
betur. Þróunar- og hjálparstarf er fólk
að hjálpa fólki. Allt veltur á því að
fólk er reiðubúið að hjálpa fólki. 3esús
sagði að hinir blessuðu föður hans væru
þeir sem bættu úr lífskjörum annarra,
sem gæfu hinum hungruðu að borða og
hinum þyrstu að drekka sem tækju á móti
heimilislausum og sem klæddu hina
bástöddu. Að gera það sem þarf að gera
fyrir hina minnstu smælingja í
fjölskyldu mannkynsins sagði 3esús að
myndi verða úrslitaþáttur í lokadómnum.
Það virðist sem ekkert rúm sé í ríki
Guðs fyrir þá sem ekki láta trú sína
koma fram í samskiptum sínum við aðra
menn.
Einungis trú sem starfar öðrum til
góðs ekki síður en okkar eigin sálum mun
færa okkur eilífðina. Kærleiki okkar
til Guðs og annarra manna verður að koma
fram í ummönnun fyrir öðrum og viður-
kenningu á þeim sem bræðrum okkar og
systrum í fjölskyldu Guðs. Með því að
hjálpa öðrum komumst við nær meistaranum
og þjóninum sem gerðist eitt með
mannlegum verum og uppfyllti þarfir
þeirra. "Eins og faðirinn hefur sent
mig, eins sendi ég yður", sagði 3esús.
AFRÍKA A OKKAR DÖGUM
Þegar maður ferðast um Vestur-Afríku
sér maður sannleikann í orðum Edem Kodjo
(fyrrverandi aðalritara einingarsamtaka
Afríku), "okkar forna álfa er nú á barmi
hörmunga og ógæfu, á fleygiferð niður í
hyldýpi átaka, í heljargrageipum
ofbeldis. Horfið er brosið og gleðin í
lífinu." (Time, 16/1/84)
Myndin sem dregin er upp í Time
greininni "A continent Gone Wrong" er sú
að eftir að Afríka hefur notið sjálf-
stæðis í heila kynslóð stendur hún
andspænis erfiðum aðstæðum og erfiðum
valkostum. Matvælaframleiðsla hefur
minnkað í flestum löndum og flest eru á
barmi hungursneyðar. Heilbrigðisþjónust-
an, skólamál og önnur þjónusta yfirvald-
anna er í ólestri. Samgönguæðar vega-
kerfis og járnbrauta hefur hrakað.
Tuttugu prósent álfunnar er eyðimörk og
sérfræðingar spá því að á næstu 50 árum
gæti 45% af Afríku verið eyðimörk ef
ekki verður breyting á því hvernig
landið er notað núna.
Milljónir Afríkubúa eru heimilis-
lausir og hafa orðið flóttamenn af
pólitískum og efnahagslegum ástæðum.
Fólksfjölgun og flótti af landsbyggðinni
til borganna hefur valdið yfirvöldum
gífurlegum vandamálum þar eð landbúnaður
hefur verið vanræktur vegna áherslu á
iðnþróun og matvælaframreiðslan er því
nú ákaflega lítil.
Afríka þarf á hjálp að halda án
fordóma og án gagnrýni á stjórnarstefnu
yfirvalda sem valin hefur verið til þess
að leiða fólkið í gegnum þau vandamál og
takast á við þau verkefni sem fylgja því
að vera sjálfstæð þjóð. Þjóðir Afríku,
eins og svo mörg þróunarlönd, þurfa
fólk sem hjálpar fólki.
ST3ÓRNSÝSLU- 0G DREIFINGARKERFI
(infrastructure)
Þróunarsamvinnustofnanir ýmissa
ríkja eru einmitt að leita að aðilum sem
eru færir um að koma aðstoðinni áfram
þannig að fólkið fái hjálpina. Það
verður að vera hægt að rekja þá aðstoð
sem veitt er þannig að hægt sé að
leiðrétta mistök og gera umbætur. Þegar
stjórnsýslu- og dreifingarkerfi hefur
verið þróað verður fólk lykilþáttur í
dreifingu fjármuna og í því að miðla af
reynslu og kenna og þjálfa.
Auk gífurlega stórra fjárhæða er
þróunarhjálpin algjörlega háð hinum
mannlega þætti. Höndin sem út er rétt
10