Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 19

Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 19
**FRA STARFlNU^a SaÓNVARPSÞÁTTURINN "RITAÐ ER". Þegar sjónvarpsþáttur George Vandeman sem heitir "It Is Written" (Ritað er) hafði sent út fyrstu þættina undir nafninu "Sjöunda dags aðventistar - hverjir eru þeir?" hringdu 2700 manns sem óskuðu eftir að fá bók Vandemans "Cry Of A Lonely Planet". 276 báðu um rit um trú aðventista, 58 vildu fá heimilisfang nálægustu aðventkirkju, 56 innrituðu sig í Biblíubréfaskólann, 62 báðu um fyrirbæn og 19 óskuðu eftir að prestur læsi með þeim Biblíuna. BÓKSALA í SVÍÞ3ÓÐ í Svíþjóð varð 132% hækkun í bóksölu frá árinu áður. Þessi mikli árangur hefur náðst vegna nemenda frá Afríku og Indlandi sem selja bækur í sumarleyfinu sínu. BRETLAND í Bretlandi bættust við í söfnuðinn á árinu 1983 825 meðlimir. Meðlimatala Sjöunda dags aðventista á Bretlandseyjum er nú 15.643. SVÍKJÓÐ Á árinu 1983 bættust 91 meðlimur í söfnuð Sjöunda dags aðventista í Svíþjóð. Fjörutíu prósent þeirra sem skírn tóku voru undir þrítugsaldrinum. HERNAÐARÚTG3ÖLD í HEIHINUH í öllum heiminum voru hernaðar- útgjöld á árinu 1983 samsvarandi tuttugu og tveim þúsund og fimmhundruð milljörð- um íslenskra króna. Það mun vera erfitt að gera sér grein fyrir hvílíkar gífurlegar fjárhæðir hér er um að ræða. En þetta mun þá vera um tveir og hálfur milljarður á hverri klukkustund eða sem næst sjöhundruð og fjórtán þúsund krónur á hverri sekúnku allt árið um kring. Til samanburðar mun öll aðstoð við þróunar- löndin um heim allan aðeins ná þeirri upphæð sem hernaðarútgjöldin eru í 18 daga. NYIR STARFSHENN Eric^Guðmundsson^ Nýlega lauk Eric Guðmundsson M.Div. prófi frá Andrews University í Michigan í Bandaríkjunum. Hann mun vinna að útbreiðslustörfum og taka við af Dóni Hj. Oónssyni sem prestur Reykjavíkursafnaðar um áramótin en þá er reiknað með að 3ón taki við auknu starfi á sviði bindindismála. Verður væntanlega greint nánar frá því í Bræðrabandinu síðar. Við óskum Eric innilega til hamingju með prófið og bjóðum hann og fjölskyldu hans hjartan- lega velkomin til íslands. Megi Guð ríkulega blessa hann í starfi svo og fjölskyldu hans. Lilja Sveinsdóttir. Það er ekki ósjaldan sem Lilja Sveinsdóttir frá Neðri-Hundadal hefur kennt við skóla okkar, ýmist barnaskólana eða Hlíðar- dalsskóla. Nú hefur hún verið kölluð til starfa við Barnaskólann í Reykjavík. Hún mun taka við skólanum og Oeanette sem hefur stýrt skólanum undanfarin ár mun láta af þeim störfum en þó starfa að hluta við skólann. Við þökkum Oeanette fyrir vel unnin störf og bjóðum Lilju og fjölskyldu hennar hjartaníega velkomin suður. Megi Guð blessa Barnaskólann, börnin og þá sem starfa við skólann. Cecilia BjTÖrqvinsdóttir. Hlíðardals- skóli mun njota starfskrafta Kristins Olafssonar og konu hans Ceciliu. Þau munu bæði kenna við skólann en sjálfsagt falla fleiri störf til eins og þeir kannast við sem þar hafa starfað. Kristin höfum við boðið velkominn í starfsmannahópinn áður og þá sögðum við reyndar að hann væri frá Egilsstöðum en hið rétta mun vera að hann er frá Reykjavík. Cecilia og Kristinn eru bæði stúdentar frá Tyrifjord Videregaende Skole í Noregi. Við bjóðum þau hjartan- lega velkomin til starfa og biðjum Guð að blessa þau og Hlíðardalsskóla, alla nemendur skólans og starfslið. BRÆRRARANDID Ritstjóri og ábyrgðarmaöur ERLING B. SNORRASON Útgefendur S. D. AÐVENTISTAR A ISLANDI 19

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.