Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 13
Hluti af heimavist stúlkna viö Techiman iönskólann í Ghana GHANA: Þetta er land sem þarfnast alls - en aðallega matvæla og hjúkrunar- gagna. Alþjóðahjálparstarf aðventista (ADRA - International (áður SAWS)) og Norður-Evrópudeild hjálparstarfsins ásamt aðstoð frá stjórnvöldum í Banda- ríkjunum og Evrópu hafa sett upp matvælakerfi. Vörubifreiðir hafa verið keyptar og leigðir vörubílar fengið rafgeyma og hjólbarða svo að hægt sé að koma matvælunum til dreifingarstöðvanna. Heikki Luukko frá Hjálparstarfi aðventista í Finnlandi og Öan Reith frá Hjálparstarfi aðventista í Hollandi samræmdu aðgerðir þarna og gáfu skýrslu um þetta verkefni upp á 3 milljónir Bandaríkja dala. Stjórnsýslu- og dreifingarkerfi aðventsafnaðarins í Ghana og fotstöðu- maður safnaðarins þar séra Bediako og starfslið hans tryggðu snurðulausa og góða framkvæmd þessa verkefnis. Techiman, iðnskólastofnun fyrir stúlkur, var opnuð og vígð á meðan á heimsókn okkar stóð. Á þessari hátíðarstund urðum við vitni að þakklæti og gleði þeirra sem fengu hjálpina, þakklæti til samvinnuþróunarstofnananna og sjálfboða- liðanna sem störfuðu í mörg ár til þess að ná þessu lokamarki. Verkefnisstjórinn Arnold Sóreide kom fyrst ásamt fjölskyldu sinni, síðan kom hann aftur einn til þess að ljúka við verkið. Hvað hefði verið hægt að gera án Willis Palm, annars sjálfboðaliða og Lise Svendsen og Carita Krekling, sem störfuðu sem hjúkrunarfræðikennarar og heimilisfræðikennarar, fólk frá Norður- löndum sem yfirgáfu norðlæg heimalönd sín til þess að þjóna undir hitabeltis- sól? Grace Amankwa sem er húsmóðirin og Stella Lartey heimilisfræðiskennarinn og allir hinir hjálpa á einn eða annan veg ungu stúlkunum til þess að verða betri mæður og kennarar. Fólk að hjálpa fólki. Litarháttur, kynþáttur og trúarbrögð eru engar hindranir. Andi einingar og samstöðu fjarlægir sérhvern ásteitingar- stein auðveldlega. Þannig starfar einnig Andi Guðs. ASSAMANG: Sjúkrastöð x litlu þorpi í Mið-Ghana. Stórt svæði er háð því að fólk hjálpi fólki í Assamang sjúkrastöð- inni. Tuttugu til tuttugu og fimm þúsund manns treysta á þessa sjúkarastöð með heilsugæslu og minniháttar aðgerðir. Mæður fajra á þessa sjúkrastöð til þess að eiga börn sín. Þarna er þörf á lækni. Hver vill fara og starfa hér? Læknir á meðal innfæddra eða einhver frá Evrópu? ICCO frá Hollandi og SIDA frá Svíþjóð hafa sameiginlega lagt fram fjármuni ásamt Aðventsöfnuðinum. Þessi sjúkrastöð er vígð fólkinu í Ghana og Guði og færir mikinn fögnuð og þakklæti. Megi hún vinna vel og eignast traust og trúnað þeirra sem þar njóta umönnunnar. TOGO: Þarna er sjúkrastöð nálægt bænum Glei ekki langt frá frumstæðu þorpi. Þetta fólk er lánsamt að búa svona nálægt heilsugæslustöð. Eins og með öll verkefnin hefur byggingin verið framkvæmd í samráði við heilbrigðisyfir- völd í landinu. Þarna eru deildir fyrir verðandi mæður, fæðingadeildir og barnadeild. Bifreið útbúin hjúkrunargögnum fer 13

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.