Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 11
Sjúkraskýlið í Niaguis, S enegal til þess að taka á móti hjálp biður ekki aðeins um efnisleg gæði heldur er þessi hönd einnig að leita eftir stuðningi og samúð. Að gefa peninga án þess að gefa okkur sjálf hefur litla þýðingu. Hönd vanþekkinga, sjúkdóma, atvinnuleysi og ólæsis biður um hönd sem leiðbeini, elski og styrki. Söfnuður Sjöunda dags aðventista er alþjóðlegur söfnuður með ákjósanlegt stjórnsýslu- og dreifingarkerfi sem nýta mætti sem farveg fyrir aðstoð stjórn- valda eða þróunarsamvinnustofnana. Fá samtök hafa stjórnsýslu- og dreifingar- kerfi sem er eins vel hannað til þess að fólk hjálpi fólki eins og söfnuður Sjöunda dags aðventista. Þetta kemur vel í ljós þegar maður flettir í árbók Sjöunda dags aðventista. Telex og símaþjónusta gerir það mögulegt fyrir deildir, sambönd, samtök og stofnanir safnaðarins að hafa samskipti og boðskipti án mikilla erfiðleika. Auðvelt er að flytja fjármuni frá einu landinu til annars. Stjórnsýslu- og dreifingar- kerfi á hinum ýmsu landsvæðum gera það mögulegt fyrir viðtökuaðilann að dreifa sjóðum og vörum á skjótan og góðan hátt. Sem aðventisti á ferðalagi frá landi til lands í þróunarlöndunum er maður stoltur og jafnframt undrandi hversu skipulag safnaðarins virkar bæði skjótt og vel. Hvar sem maður kemur tekur fulltrúi safnaðarins á móti manni og hann veit nákvæmlega hvað þarf að gera og hvert á að fara. í flestum tilfellum er starf safnaðarins vel þekkt og nauðsynleg formsatriði við landamæri, í tolli og á öðrum skrifstofum yfirvald- anna valda ekki miklum töfum. Söfnuður- inn hefur getað komið fólki fyrir á stöðum og í stöðum þar sem þeir virðast nýtast til fullnustu. Þegar fjármunir eru í boði til þess að byggja skóla, sjúkrastöð eða munaðar- leysingjaheimili þá verður það fólk sem þarf til þess að líta eftir verkefninu og þjálfa innfædda til starfa jafnvel ennþá mikilvægara en fjármunirnir sjálfir. Fólk að hjálpa fólki með eða án fjármuna. Styrkur stjórnsýslu- og dreifinga- kerfis Sjöunda dags aðventista er fólk. Það er maðurinn, konan, sjálfboðaliðinn og kennarinn sem gerir það að verkum að áætlunin tekst. MÁ ÉG KYNNA FYRIR YKKUR FÓLKIÐ SEM H3ÁLPAR FÓLKI GAMBÍA: í þessu landi eru mörg verkefni í nágrenni Banjul undir yfirumsjón aðventista. Kristniboðs- 11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.