Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 2
NEW Á 54. aðalfundi Aðalsamtaka Sjöunda dags aðventista, einnig kallaður heimsráðstefna, var einn fulltrúi frá íslandi, undirritaður, ásamt konu sinni 3eanette,en hún tók þátt í tveim skrúö- göngum fyrir íslands hönd. Þarna hittum við nokkra íslendinga og fslandsvini sem báðu fyrir bestu kveðjur heim: Ernu Rós (Guðsteinsdóttur) Oohnson og börn hennar, Ester Ólafsdótt- ur og Davíð Ólafsson frá Keflavík, Reg Ðurgess sem starfar nú sem blaðafulítrúi við sjúkrahús safnaðarins í Washington, Ron Appenzeller sem kom oft hingað til lands á meðan hann var bóksöluformaður Norður-EvrópudeiIdarinnar, hann er nú yfirmaður bókaútgáfudeildar Aðalsamtak- anna; Paul Sundquist, fyrrverandi æskulýðsleiðtogi Norður-Evrópudeildar- innar og góður fslandsvinur, W. R. L. Scragg, fyrrverandi formaður Norður- Evrópudeildarinnar, nú formaður starfs okkar í Ástralíu og á Suður Kyrrahafs- eyjum; og fleiri sem of langt mál væri að telja upp hér. Þá áttum við ánægjulegt samtal við George Vandeman og gátum flutt honum góð tíðindi af þeirri blessun sem bækur hans hafa verið hér á okkar landi. Honum var þetta mikið gleðiefni. Hann var einn af ræðumörmum ráðstefnunnar og flutti hrífandi boðskap. Af þeim 2,300 fulltrúum sem þarna voru saman komnir, voru 238 skipaðir í aðalnefnd ráóstefnunnar, stjórnarnefnd- ina. Fulltrúi fslands var valinn, einn af átta, fyrir hönd Norður-Evrópudeila- arinnar, í þessa nefnd. Þarna eru framsettar tillögur um menn í allar helstu ábyrgðar- og leiðtogastöður Aðalsamtakanna og allra heimsdeildanna og þarna fær maður tækifæri til að sjá framámenn starfs okkar víðs vegar að úr heiminum taka höndum saman í bróðerni en samt hreinskilni og af sannfæringu um hvað muni verða starfinu fyrir bestu. Það var ógleymanleg og dýrmæt reynsla að fá að vera þátttakandi í starfi þessarar nefndar. Nefndin starfaði frá morgni til kvölds flesta daga ráðstefnunnar svo Oeanette sá manninn sinn lítið, en fylgdist vel með störfum ráðstefnunnar og þeim samkomum sem konunum var sérstaklega ætlað. Öll dagskrá ráðstefnunnar var frábærlega vönduð og vel skipulögð og þrátt fyrir mikil aðalfundarstörf var ráðstefnan mjög andleg og mikil safnað- arhátíð. Fjölmiðlar fylgdust vel með og fengu aðventistar mikla umfjöllun í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Strax að lokinni ráðstefnunni byrjuðu stórar opinberar samkomur í New Orleans -borginni sem hýsti 54. heimsráðstefnu Sjöunda dags aðventista. Guð gefi að þessi heims- ráðstefna marki djúp spor og gefi af sér mikla uppskeru ekki aðeins í New Orleans heldur og um allan heim næstu fimm árin. Erling B. Snorrason 2

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.