Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.09.1985, Qupperneq 13

Bræðrabandið - 01.09.1985, Qupperneq 13
i^FRÁ STARFINU^* SKÓLADAGHEIMILIÐ í VESTMANNAEY3UM. SKóladagheimilið í Vestmannaeyjum er að hefja 4. starfsár sitt eða 3. heila árið. Eins og í fyrra og þar áður er fullskipað í skóladagheimilið og það er rekið með svipuðu sniði og verið hefur af Ástu Arnmundsdóttur og Kristínu Eggertsdóttur. Bæjarbúar eru mjög ánægðir með þessa starfssemi skóladag- heimilisins og þá ekki síður börnin en sum þeirra eru að koma í þriðja sinn, þriðja árið í röð, og auðvitað bætast alltaf ný börn við. Rétt áður en skóladagheimilió byrjaði núna í haust hringdi Smári Guðsteinsson, sem býr í Vestmannaeyjum, í skóladagheimilið og spurði hvort ekki væri þörf fyrir leikföng. Því var auðvitað svarað játandi og þá komu þau hjónin Smári og kona hans með 2 fulla kassa af leikföngum sem var kærkomin viðbót við það sem fyrir var í skóladag- heimilinu. í vor var vetrarstarfinu lokið á hefðbundin hátt sem er rútuferð um Eyjuna með Páli Helgasyni sem ávallt hefur farið með börnin og starfsfólkið ókeypis í skoðunarferð og fjöruferð. Þetta er ákaflega vinsæll og skemmtileg- ur háttur að ljúka skóladagheimilis- starfinu að vori. Það er mikið gleðiefni að vita af þessari blómlegu starfsemi safnaðarins í Vestmannaeyjum undir góðri og öruggri stjórn Ástu Arnmundsdóttur og þá er skóladagheimilið ekki síður í góðum höndum þar sem Kristín Eggertsdóttir er. BÓKSÖLUSTARFIÐ Bóksalan í sumar hefur gengið mjög vel og nemendur frá Newbold College hafa komið hér að venju og farið um landið á 3 mánuðum eða svo. Þeir sem voru við bóksölu í sumar heita: Sergio Bertarelli, Cleber Felix, Hanz Gutierres, Miquel Gutierres, Vera Gareia, Yri Gomes, Itamar Siqueira og Ashley Kongari. Helstu bóksölubækurnar hafa verið Trúfastir vinir, fimm binda bókaflokkur og einnig Sögur Biblíurmar, tíu binda bókaflokkur. Markaðurinn er svo til mettaður hvað þessar bækur snertir þó alltaf komi upp nýjar kynslóðir sem hafa áhuga á þessum bókum. Þá hefur einnig verið seld matreiðslubókin Hollt og gott og litlu fimm bækurnar bæði þær fyrri eftir Vandfeman og hinar síðari eftir ýmsa höfunda. En nú er von á nokkrum nýjum bókum næsta sumar. Aðal bóksölu- bókin mun verða Biblíusögur í mynda- söguformi og væntanlega verður ný barnasögubók. Um miðjan september s.l. kom hingað formaður bóksölu og bókaútgáfustarfs Norður-Evrópudeiidarinnar Kaj Pedersen. Hann kynnti sér starfsemi bókaforlagsins og verslunarinnar og miðlaði okkur af mikilli og góðri reynslu sinni. Hann lét í ljósi ánægju með starfssemi bókaforlagsins og óskaði okkur til hamingju með þessa skemmtilegu verslun forlagsins. FRÁ BARNASKÓLANUM Barnaskólinn okkar hér í Reykjavík hóf starf sitt þ. 9.þ.m. Á síðasta skólaári urðu börnin 15 talsins, en þá var nú "þröngt setinn bekkurinn" einkum í eldri deild. í ár eru börnin aðeins 9, 6 í eldri deild en 3 í þeirri yngri. Að vísu er þetta ekki æskileg þróun en við vonum að breyting verði á þessu skólanum í hag. Börnin virðast una sér vel við hinar venjulegu námsgreinar, þó held ég að smíði, föndur og leikfimi í þrengslunum svo og að baka kökur séu mesta tilhlökk- unarefnið. Ef til vill má segja að í sjálfu sér sé ólíkt þægilegra að börnin eru ekki fleiri en þetta. Okkur sem störfuðum hér á síðasta ári, fannst nóg til um þrengslin hér, svo við urðum að skáskjóta okkur á milli borðanna. Við lítum með mikilli eftirvæntingu fram á við til þess tíma er við fáum nýtt húsnæði með betri vinnuaðstöðu fyrir okkur sjálf og börnin. Við vonum fastlega að söfnuðurinn sjái hina brýnu þörf fyrir nýjum barnaskóla. Börnin okkar eru lömb hjarðarinnar. Engin hjörð heldur tilveru sinni án lamba. Þannig ekki heldur söfnuður án barna og unglinga. Biðjum fyrir börnunum okkar og cliu okkar skólastarfi. 13

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.