Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 6
trúfrelsisdeildar Aðalsamtakanna sagði að þrátt fyrir framgang í trúfrelsis- málum í vissum löndum í heiminum væri víða að trúarhópar væru hindraðir í að iðka trú sína. í löndum sem ekki eru kristin er vaxandi andstaða frá ekki kristnum trúarbrögðum. í Mið-Austurlöndum lítur út fyrir að kristin trú líði undir lok. Búddatrú er aftur í vexti í Austurlöndum fjær og Tha.iland hefur lýst því yfir að þar muni engar aðrar kristnar kirkju- deildir viðurkenndar aðrar en þær 5 sem þegar hafa fengið viðurkenningu. í Burundi í Afríku eru Sjöunda dags aðventistar ekki lengur viðurkenndir sem loggilt trúfélag. Aðventprédikarar hafa ekki leyfi til þess að starfa og margir þeirra eru í fangelsi sökum trúar sinnar. Fyrir þessu eru margar ástæður og ein þeirra er að þess er krafist af öilum borgurum Landsins að þeir vinni á Laugardögum við þróunarverkefni stjórn- vaida. Kristniboðsvíðsjá. HvíLdardagssíðdegið þann 6. júií var sérstök hátíðarsamkoma, kristniboðs- víðsjá, þar sem minnst var fyrsta trúboóa Sjöunda dags aðventista, dohn Andrews, sem fór tii Evrópu árið 1874. Svo komu þar fram hjónin DoyLe og PauLeen Barnett frá Washington þau höfðu þá verið 43 ár sern kristniboðar í Kína og Austuriöndum fjær. Þarnæst komu fram Dr. Kristian Hogganvik og kona hans frá Noregi,. Hann hefur verið trúboðslæknirí Eþíópíu í 30 ár. Martin Mathiesen frá Takoma Park í Bandaríkjunum var fyrsti nemendatrúboðinn. Hann fór tii Mexíkó árið 1959. Þar starfaði hann sem sjúkrahússprestur. Sonur hans er nú nemendatrúboði í Zambíu. Meira en tíuþúsund nemendatrúboðar eða sjáifboða- Liðar eins og við köiium þá núna hafa gefið meira en árs vinnu til starfsins frá 1959. Þeir sem næst komu fram á þessari hátíðarsamkomu voru Oohonny 3ohnson, prstur og kona hans. Hann var áður hnefaleikamaður í Bandaríkjunum en fann Desú sem sinn frelsara í aðventboðskapn- um. Hann hefur starfað í 28 ár í Afríku sem skólastjóri, sjúkrahúsprestur og útbreiðsluprédikari í Líberíu, Ghana og Nígeríu. Síðan kom löng röð kristniboða í sínum litríku þjóðbúningum og með fána síns lands. Þessari kristniboðsskrúð- göngu var stjórnað af Paul Sundquist. Þessi hátíöarsamkoma ásamt krisytniboðs- skrúðgöngunni er einn af hápunktum heimsráðstefnunnar sem allir biða eftir með mikilli eftirvæntingu. Deildarformenn Formenn hinna ýmsu heimsdeilda eru sem hér segir: Norður-Ameríku: Charles Bradford. Suður-Kyrrahaf: Walter Scragg; Austur- Afríka: Bekele Haye; Austurlönd fjær: Ottis Edwards; Suður-Evrópa/Norður- Afríka: Edwin Ludescher; Mið-Amerika: George Brown; Suður-Ameríka: Ooao Wolf; Suður-Asía: Gerald Christo; Afríka/Indlandshaf: Oacob Nortey og í okkar deild sem viðköllum, hér til bráðabirgaö Þver-Evrópudeild þar til betra nafn fæst var Oan Paulsen endur- kjörin sem formaður, Pekka Pojola sem ritari og Oohn Muderspach, sem gjald- keri. Auk þess voru eftirfarandi deildarformenn kjörnir: Safnaðarstarfs- deildin: Donald Lowe, Mark Finley, Dames Huzzey; Hjáiparstarf aðventista: Heikki Luukko; Bóksölu- og útgáfustarf: Kaj Pedersen; Trúfrelsisdeild og Almennings- deild: Raymond Dabrowski; Menntamál og ???bindindisdeild: Prestadeildin: Mark Finley; Endurskoðandi Graham R. Barham og matvæladeildin: Oohn Muderspach. Meðlimatala safnaðarins Eftirfarandi tölulegar upplýsingar sýna hversu langan tíma það hefur tekið söfnuð okkar aó eignast hverja hálfa milljón nýrra meðlima. Fyrsta hálfa milljónin kom á 92 árum (1848-1940). Önnur hálfa milljónin kom á 15,1 ári (1940-1955). Þriðja hálfa millj. kom á 9,1 ári (1955-1964). Fjórða hálfa milljónin kom á 5.7 árum (1964-1970). Fimmta hálfa milljónin kom á 4.3 árum (1970-1974). Sjötta hálfa milljónin kom á 3,5 ári (1974-1978). Sjöunda hálfa milljónin kom á 2.8 ári (1978;1981). Áttunda hálfa milljónin kom á 2.3 árum (1981-1983). Níunda hálfa milljónin kom á 1,9 árum (1983-1985). 6

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.