Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 3
FRÁ COLORADO Á árinu 1983 voru að minnsta kosti 2200 manns í N-Ameríku skírðir sem árangur af starfi bóksala. Þúsundir annarra manna og kvenna hafa keypt blöð okkar og bækur, en framtíðin ein mun leiða í ljós hinn stóra hóp sem enn á eftir að taka á móti Kristi fyrir áhrif af lestri þessara bókmennta. Biblían segir okkur, að einn sái, annar vökvi og sá þriðji uppskeri. Þannig er því einmitt varið með starfsemi blaða og bóka eins og eftir- farandi dæmi sýnir. Eva Moorland sem er bóksali í Colorado afhenti eitt sett af "Sögur Biblíunnar" til Dorothy Weiler. Varð hún þá þess áskynja að fjölskylda þessi átti í miklum fjárhagsörðugleikum. í bókstaflegum skilningi höfðu þau "dregið fram lífið" og í þessu tilfelli urðu þau að taka af litlum matarpeningunum til að gréiða bækurnar við afhendingu. En þau fundu fljótt áhrif blessunarinnar sem fylgdi þessum bókum. Þegar Eva gerði sér ljósa grein fyrir bágum efnahag þessa fólks, ræddi hún málin við formann líknarfélagsins. Myndarlegur matarpakki var útbúinn og einn af safnaðarmeðlimunum var fenginn til að heimsækja fjölskylduna á hvíldardagsmorgni á leið sinni til hvíldardagsskóla. Er hann kom að húsi frú Weiler, sá hanri að hún stóð prúðbúin fyrir utan hús sitt ásamt þrem börnum sínum, og var hún sem sagt tilbúin að fara í kirkju þennan umrædda morgun. Af einhverjum ástæðum hafði frú Weiler ruglast á dögum. Hún stóð í [oeirri trú, að nú væri sunnudagur. Ýmsir góðir vinir höfðu haft það fyrir venju að taka hana með til kirkju á sunnudagsmorgnurn. Og hér stóðu þau öll - velklædd og tilbúin til kirkjuferðar, þegar safnaðarmeðlim okkar bar að garði. Af auðskildum ástæðum varð hún þakklát fyrir kærkomna matarsendingu -og eins og oft vill verða þá leiddi eitt af öðru. Er þau höfðu um nokkra stund rætt saman varð það niðurstaðan að hún og börnin fóru með sendimanninum til hvíldardagsskólans í Aðventkirkjunni. Þrátt fyrir að þeim kæmi undarlega fyrir sjónir, að fara til kirkju þennan dag, þá nutu þau öll vel hvíIdardagsskólans - já og ekki var seinni samkoman síðri. Afram héldu þau að koma hverja einustu viku. Tveir leikmenn höfðu biblíulestra með fjölskyldunni og síðan tók við röð fyrirlestra. Ávöxtur og áhrif alls þessa leiddi frú Weiler ásamt elstu dótturinni að skírnarlauginni. Á næstu tveim árum voru hin börnin skírð. Þessari ákvörðun fjölskyldunnar að gjörast aðventistar - má þakka hinum ýmsu þáttum starfsins, bóksölustarfi, líknarstarfi, hvíldardagsskóla , ieik- mönnum og ræðumanni fyrirlestranna.. Svo er það Guð sem vöxtinn gefur. Tekið úr Adventist Review 30. ágúst 1984 Lilja Sveinsdóttir þýddi. 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.