Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 10
með Kristi við kætumst
fyr' krossdauðans bót.
KRISTBJÖRG QLAFSDÓTTIR
f.27.júLí 1937. D.22.júní 1985.
Andspænis dauðanum setur okkur
alltaf hijóð. Þá finnum við svo
átakanlega til vanmáttar okkar. Hann
kemur alltaf svo óvænt þó við höfum
lengi búist við honum.
Þannig urðu viðbrögð okkar hjónanna,
þegar síminn hringdi s.l. laugardags-
morgunn tii að tilkynna okkur að
lífsbaráttu Diddu væri lokið. Þá kom
eftirfarandi kveðja mér í hug. Heð
hennr vil ég færa þér, Didda mín
ástarkveðjur og þakkir fyrir samvistina
og þá lexíu sem þú kenndir okkur að
bjargföst trú og hugrekki er ekki háð
líkamlegrL hreysti.
Og Birgir - sem bróðir hinnar látnu
vil ég þakka þér innilega fyrir umhyggju
þína og umönnun fyrir henni öll þessi
erfiðu ár.
Hún Didda er dáin
- drungaleg orð.
Lofði með ljáinn
Líður uin storð.
Nú systir hér sefur
- svefninn er grið -
uns Gjafarinn gefur
gersemi1 og frið.
5em móðir hún mæddist
mörgum í hag.
Ei helsvefninn hræddist
hetjan einn dag.
Víöa á vegi
hún veitti oss fró.
Drottins á degi
drottning fékk ró.
Hún Didda er dáin
- dauðinn er sorg.
En eftir er þráin
um eilífa borg.
Að morgni er mætumst
- ó, mælum oss mót -
Er þjáningar ei lengur lönd
í lamafjötra hneppa
þá hlttumst sæL á sólarströnd
þar sigurlaun að hreppa.
Guðmundur og fjölskylda.
Kristbjörg Ólafsdóttir
Kristbjörg Ólafsdóttir, eða Didda,
eins og allir kölluðu hana, fæddist 27.
júlí 1937 á heimili foreldra sinna, Rósu
Teitsdóttur og Ólafs Ingimundarsonar,
Austurgötu 15, Keflavík.
Didda var elst fjögurra systkina.
Bróðir hennar, Guðmundur, er búsettur í
Bandaríkjunum - Sigurvin býr í Noregi og
systir hennar, Sigurfríð, er búsett í
Danmörku.
26. júlí 1956 giftist Didda Birgi
Guðsteinssyni frá Vestmannaeyjum. Þau
eignuðust fjórar dætur: Rósmary, sem
búsett er í Noregi, Ölfu Lind, sem býr í
Hafnarfirði, Birgit Huld, sem býr í
Bandaríkjunum og Si.Lju Ólöfu, sem er enn
í heimahúsum í Noregi.
Didda átti lengi við sjúkleika að
stríða. í von um að betra loftslag í
Noregi inyndi auðvelda henni baráttuna
flutti fjölskyldan til Noregs fyrir sex
árum, og hafa þau verið þar síðan.
Didda var mikið á sjúkrahúsum, al.lt
upp í 11 mánuði eitt árið. En þrátt
fyrir stöðugt hnignandi heilsu kvartaði
hún aldrei. Það lýsir kjarki hennar og
þrautseigju vel að fyrir 30 árum voru
henni ætluð aðeins 5 ár í viðbót til að
lifa.
Á meðal ættingja og vina var talað
um Diddu sem gangandi kraftaverk. Oft
lá hún fyrir dauðanum, en alLtaf reis
hún aftur á fætur til áframhaldandi
þátttöku í lífinu. Sem dæmi um lífsorku
DLddu og óbugandi kjark má geta eins
atviks úr lífi hennar.
Þegar undirbúningur að brúðkaupi
dóttur hennar, Birgittu, stóð sem hæst
var Diddu vart hugað líf og almennt
talið að hún myndi ekki lifa það að sjá
brúðkaupið, sem hún þó þráði svo mikið.
t þessu ástandi bað hún móður sína
að sauma sér svuntu sem hana vantaði á
10