Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 15
HLIÐARDALSSKOLI Með skólaárinu, sem nú er hafið urðu nokkrar breytingar í starfsliðinu. Skólastjóri Eihar Valgeir Arason lét af störfum og tók 3ón Hjörleifur öónsson við skólastjórn eftir hann. Annað starfsfólk Vistarstjórn: Kristinn Ólafsson og Cecilia Björgvinsdóttir hættu störfum og tóku Henrik öórgensen og kona hans Susanne við vistarstjórninni og kenna bæði. Matráðskona og eldhússaðstoð: Við starfi Gurli öonsson tok Greta Gonsdótt- ir. Ollý Smáradóttir til aðstoðar matráðskonu. Gróðurhús og útirækt: Gunnar Ingibergs- son, maður Gretu Oónsdóttur tók við ylræktinni. Sjálfboðaliðar: í stað nemendatrúboð- anna 1 fyrra fengum við Lanette Marie Rozell, Christofer Scott Hansen, bæði frá Bandaríkjunum og Svend Oluf Kjöller frá Danmörku. Þeim sem fóru er þakkað fyrir vel unnin störf og þeir, sem komu eru boðnir velkomnir til starfa. Engin breyting Eftirfarandi aðilar halda afram fyrra starfi: Sigríður Elísdóttir yfir þvottahúsi, Kristinn Sveinsson yfir viðgerðum og viðhaldi ásamt kennslu. Sverrir Ingibjartsson við kennslu og í viðhaldi. Tómas Guðmundsson .við bústjórn. Þessu fólki skulu vel unnin störf þökkuð svo og staðfestan í áframhaldandi starfi. SKÓLASETNING Hlíðardalsskóli var settur miðviku- daginn 18. september s.l. kl. 20:00 í 36. sinn. Skólanefndarformaður Erling B. Snorrason flutti ávarp. Mæltist honum vel og dró samlíkingu með leiðavísi og Biblíunni. Sýndi fram á að ef vel á að takast til um gang og endingu nýkeyptrar vélar, er brýnasta nauðsyn að fylgja leiðavísinum. Sé honum fylgt í hvívetna mun vel takast til, ef ekki, er voðinn vís. ... k sama hátt, sé leiðarvísi Guðs fyrir hina miklu vél sköpunarverksins fylgt - þ.e. Biblíunni - fellur mönnum farsæld í skaut, ... ef ekki gína ógöngur hvar vetna við. Síðan heimfærði hann líkinguna upp á einstaklinginn og skólann, árnaði heilla með þeirri ósk, að skólaárinu yndi fram samkvæmt meginreglu líkingarinnar. í setningarræðu sinni lagði skóla- stjóri kærleikshugmyndina sem grundvöll að máli sínu og leiddi rök að því, hvernig hann er grundvöllur allrar tilveru, hollasta hreyfiafl mannlegs lífs, besta lækning mannlegri sál, þegar erfiðleikar steðja að og æðsta fylling í fögnuði. Fjölmennt var við skólasetninguna, rúmlega 120 manns. Ánægjulegt var að sjá foreldra og forráðamenn fjölmenna með börnum sínum. Samkvæmt fastri H.D.S. venju var öllum boðin hressing í borðstofu staðarins að skólasetningu lokinni. Líkt og undanfarin ár starfar skólinn með tvær bekkjardeildi r, 8. og 9. bekk grunnskóla. Nemendur eru 35, 30 á vistum og 5 dagnemendur. 3ón Hjörleifur Jónsson Ritstjórí og ábyrgðarmaður ERLING B. SNORRASON Útgefendur S. D. AÐVENTISTAR A ISLANDI 15

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.