Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 11
íslenska þjóðbúninginn. Og þó að móðir hennar hugsaði sem svo: Hvað hefur hún Didda mín að gera við svuntuna héðan af, þá lét hún að ósk dóttur sinnar. Og Didda kom öllum á óvart með því að vera viðstödd brúðkaupið og hélt þar ræðustúf brúðhjónunum til heiðurs. Sem sjúklingur á sjúkrahúsunum { gegnum árin var hún sjálf öðrum sjúkl- ingum til uppörvunar og blessunar. Við hjónin minnumst með þakklæti bréfanna sem við fengum frá Diddu í gegnum árin. Þau einkenndust af miklum áhuga fyrir málefni-Guðs og hugieiðingum hennar og tillögum um hvernig söfnuðurinn mætti eflast sem mest. Aldrei minntist hún á eigin vanheilsu og urðu allar upplýs- ingar um heilsu hennar yfirleitt að koma frá öðrum. Ekki verður Didda kvödd án þess að getið sé með þakklæti og virðingu umhyggju eiginmannsins fyrir Diddu. Nánir sem aðrir hafa löngum fyllst aðdáun er þeir hafa virt fyrir sér kærleiksríka umönnun Birgis fyrir Diddu til að henni mætti líða sem best. Alls er hann hefur gert fyrir Diddu er minnst með þakklæti af ástvinum. Systir Diddu, Fríða, minnist þess er Didda datt eitt sinn í Danmörku og braut á sér úlnliðinn, sem var henni mjög sársaukafullt. Þegar átti að gefa henni deyfingu sagði Fríða systur sinni frá því að stundum hefði fólk sungið til að dreifa sársauka. Þá tók Didda til við að syngja "Svanurinn minn syngur". Þegar Fríða spurði hana af hverju hún syngi þennan söng svaraði Didda: "Af því að mér þykir svo vænt um hann" og átti þá að sjálfsögðu við að maðurinn hennar heitir einmitt Svanur Birgir. Margir minnast Diddu með þakklæti og virðingu fyrir framlag hennar til velferðar safnaðar Sjöunda dags aðvent- ista á ýmsum sviðum. Ef til vill ber þar hæst forystu hennar í barnastarfinu. Didda og Birgir voru brautryðjendur í sumarbúðastarfinu við Hlíðardalsskóla. Frá sumarbúðunum á Hlíðardalsskóla eru sendar sérstakar kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf. í söfnuðum aðventista njóta börnin í dag góðs af þeirri uppbyggingu barna- hvíidardagsskólans, sem Didda kom til leiðar af mikilli elju og fórnfýsi. Didda átti sér sérstakt bænarefni síðustu tvö árin. Þegar hún sá fram á að baráttunni myndi senn Ijúka bað hún þess daglega að Guð veitti sér þrefalda bænheyrslu. Að hún fengi að deyja á íslandi, að hún fengi að deyja í svefni og að hún fengi að deyja á hvíldardegi. Henni varð að ósk sinni í öllum þremur atriðum. Hún lést á Landspítalanum 22. júní s.l. og útför hennar var gerð frá Aðventkirkjunni í Reykjavík 26. júní s. 1. Hálefni Guðs og Orð hans voru Diddu stöðugt áhugamál. Frelsarinn hafði margt að segja um lífið og dauðann. Til dæmis þetta: "Sannlega, sannlega segi ég yður. Sú stund kemur og er þegar komin, að hinir dauðu, munu heyra raust Guðs sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa." 3h 5.25. "Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins." Oh 5.28,29. Enn fremur: "Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin, og hafið er ekki framar til. . . . Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar vera til, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til." Opb 21.1-4. Þessi orð Ritningarinnar voru Diddu uppörvun og gáfu henni von um eilíft líf þar sem heilbrigði og starfsþrek taka aldrei enda. Það hefur hvarflaó að okkur að þótt hlutskipti Diddu í lífinu hafi verið erfitt og alls ekki eftirsóknarvert, þá stendur hún þó núna betur að vígi en við sem eftir lifum. Hún hvílir nú örugg í fullvissunni um upprisu og eilíft líf. Og það næsta sem hún gerir sér grein fyrir er þegar Lífgjafinn kallar hana til að rísa upp til eilífrar gleði og lífshamingju. Didda setti traust sitt á Frelsar- ann. Við erum ekki í vafa um að á morgni lífsins muni Didda rísa upp þegar Lífgjafinn kallar á þá sem dáið hafa í trúnni á hann. Það er með söknuði að við kveðjum Diddu. Við minnumst margra góðra stunda með henni á liðnum árum. Við hlökkum því til endurfundanna hjá Guði. Megi trúartraust og fordæini Diddu á 11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.