Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 4
FRÁ HEIMSRÁSSTEFiniM Sjöunda dags aðventistar héldu 54. heimsráðstefnu sína í ráðstefnuhöll New Orleans í Bandaríkunum 27. júní - 7. juli s.l. Ráðstefnan fór fram í raðstefnuhöll New Orleans borgarinnar, Superdome sem er stærsta sýningar- og íþróttahöll í heimi og tekur um 90.000 manns í sæti. Fulltrúarnir á ráðstefnunni voru um 2300 talsins frá 184 löndum. Þar að auki voru margir gestir þar eð fundirnir voru opnir öllum. Daglega voru þarna á milli tiu og fimmtán þúsund manns til staðar og um helgarnar kringum 40.000. Þessi risa íþróttahöll var byggð í byrjun síðasta áratugar. Þetta er hringlaga bygging um 210 metrar í þvermál. Svo hátt er til lofts að Hallgrímskirkjan kæmist þar inn á gólf an þess að turninn næði upp í loft. Til þess að allir viðstaddir geti séð hvað fram fer á aðalræðupallinum eru 5 gríðarstór sjónvarpstjöld sem hanga niður úr miðju loftinu auk þess tvö risatjöld sinn hvoru megin við ræðu- pallinn. Á meðan á ráðstefnunni. stóð voru framreiddar um 150.000 máltíðir. Borðstofan tókum 2400 manns og biðtíminn var í lágmarki því all't var mjög vel skipulagt. Hver heimsdeild hafði sinn sýningar- bás svo og helstu stofnanir safnaðarins svo sem okkar stærri háskólar, hjálpar- starfið, prentsmiðjur og útgáfufyrirtæki og útbreiðslustofnanir svo sem Biblíu- bréfaskólar og útvarps- og sjónvarps- fyrirtæki. Þá var einnig bókaverslun starfrækt með bækur helstu útgáfu- fyrirtækja okkar. Hinir daglegu fundir Aðventsöfnuðurinn starfar í 190 löndum og notar fjöldagn allan mismun- andi túngumála og mállýska til þess að boða fagnaðarerindið. Þetta kom einnig fram a heimsráðstefnunni í New Orleans. Það var hægt að heyra t.d. bænarákall á fijitungu, einsöng á zulumáli og lokabæn á póisku. Allt mál flutt frá ræðustóli fór fram á ensku og síðan var það þýtt yfir á helstu tungumál heims og það mál sem mest er notað meðal aðventista auk ensku, spænskuna, mátti heyra í heyrnar- tækjum útvarpsviðtækja. Á fundunum gátu allir fulltrúar sem þess óskuðu tekið þátt í umræðunum og var það gert ríkulega. Fimmtán hljóð- nemar voru um víð og dreif um fundar- salinn. Eitt mál sem tók einna lengst að afgreiða eða heila 6 klukkutíma var skipulagsbreyting hjá Aðalsamtökunum þar sem 4 deildir, leikmannadeildin, hvíldardagsskóiadeildin, æskulýðsdeildin og heimilis- og fjölskyldudeildin voru lagðar niður og í þeirra stað stofnuð ný deild sem heitir safnaðarstarfsdeildin. Það er reiknað með að þessi skipulags- breyting geri allt starf safnaðarins einfaldara og straumlínulagaðra og komist hjáof mikilli skörun í stjórnun og framleiðslu blaða og ýmis konar efnis. Bóksölustarfið. Aðventsöfnuðurinn rekur 50 útgáfu- fyrirtæki og prentsmiðjur og á s.l. 5 árum voru seldar bókmenntir fyrir um jafnvirði 35 milljóna ísl. króna. í öllum heiminum eru starfandi 12.000 bóksaLar. Fjöldi blaða og rita sem dreift var út á meðal fólks nam 36 milljónum. Hjálparstarf aðventista Það kom fram á heimsráðstefnunni að Hjálparstarf aðventista er mjög öflugt í 16 af þeim 20 löndum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir að séu í mikilli neyð. í Eþíópíu hefur hjálpin numið 250 milljónum ísl. króna. Hluti þessa fjármagns fer til þess að grafa brunna og til vatnsveituverkefna. 4

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.