Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 14
 *«t nnnni $$ ímA §í .ARrlNU^j BASAR SYSTRAFÉLAGSINS ALFA í REYK3AVÍK Hinn árleqi basar Systrafélagsins Alfa í Reykjavík verður sunnudaginn 13. október n.k. kl. 14:00 að Hallveigar- stöðum. Treyst er á gjafmildi systkin- anna með muni og kökur á basarinn nú eins og ávallt áður. Tekið verður á móti munum milli kl.11:00 og 14:00 sunnudag- inn 29. september og sunnudaginn 6. október I herbergi Systrafélagsins í kjallaranum í Ingólfsstræti 19. En einnig er hægt að sækja muni heim ef óskað er. Hringið þá í einhvern eftirtalinna síma: 23695 -Guðrún Franklín; 74780 - Anna Snorradóttir; 73470 - Sigurmunda Skarphéðinsdóttir. Sunnudaginn 13. október (basardaginn) verður tekið á móti kökum að Hallveigar- stöðum milli kl. 10:00 og 13:00. Vinsamlega komið tímanlega með munina til að gefa okkur góðan tíma til að verðleggja. frA förunautum Á þessu ári eiga Förunautar 20 ára áfmæli. Margar mjög góðar og skemmtilegar ferðir hafa verið farnar á undanförnum árum. Sumarið er nú senn á enda og hér sunnanlands hefur sólin skartað sínu fegursta í sumar og því góður tími til útiveru. Vestmannaeyjafélagið og Förunautar sameinuðust í f erð til Vestmannaeyja í vor. Og veðrið algjört heimsmet því það var logn í Eyjum. Á föstudagskvöldinu var gengið á Eldfellið undir forystu Ella Stebba þar sem við lögðum nokkur dagblöð á fjallið sem fuðruðu upp við hitann frá fjallinu. Á hvíldardeginum áttum við saman yndælis stund í kirkjunni okkar við Breakastíg. Eftir hádegið söfnuðumst við saman í Fagrahvammi sem eitt sinn var eign Ungmennafélags S.D.A. í Vestmannaeyjum. Þar dvöldum við saman góða stund og sungum saman nokkra sálma. Síðan var haldið í Kaplagjótu og þaðan var svo haldið upp á Klif. Um kvöldið var svo farið í 3. klst siglingu og þegar sólin hneig til viðar vorum við stödd í svonefndum Fjósum þar sem Eric flutti sólarlagsbæn og við sungum saman. Þetta var stórkostleg stund sem vart er hægt að túlka með orðum. Á slíkum stundum er gott að minnast sköpunarverks Guðs í kyrrðinni hvort heldur er við sjávarnið, í faðmi fjalla, eða hlustað á lækinn hjala, bara að við stöldrum við þá heyrum við rödd Guðs tala í þessu mikla verki. Við eigum oft og tíðum allt of fáar slíkar stundir en í ferðum Föru- nauta gefst oft svo góður tími til þess að endurnærast í stórkostleik íslenskrar náttúru sem er gjöf Guðs til þín og mín. Þessi 17 manna hópur kvaddi Eyjarnar á sunnudegi með minningar um góða friðsæla helgi. Það var góður hópur af okkar eldra fólki sem fór um Suðurnes og skoðaði hitaveituna. Ekið var að Reykjanesvita og áður en heim var haldið þáðum við góðgerðir í Safnaðarheimi1inu okkar í Keflavík. Og skal systrunum þar færðar þakkir fyrir þessa ánægjulegu stund sem við áttum þar. Helgarferð á syðri Fjallabaksleið var farin í sumar. í þessum hópi voru 27 hressir félagar. Veðrið var mjög gott og gistum við í skála Ferðafélags íslands við Álftavatn í tvær nætur. Mikið var sungið í þessari ferð. ída með gítarinn í öllum ferðum og Dói oft með nikkuna og Smári við stjórnvölinn og ákjósanlegra getur það ekki verið en samt getur þú félagið góður setið heima. Eigum við nú ekki góðir félagar að snúa við blaðinu og setja ferðir Förunauta ofar á blaðið þannig tengjumst við betur og ég held að okkur veiti ekkert af því. Þórsmerkur- ferð er nú á döfinni og svo afmælishátíð í Ölfusborgum í Nóvember. Okkur langar til þess að eiga þar saman góða helgi en það er undir þér komið félagi góður hvort úr slíkri ferð getur orðið. Öll eigum við margar góðar minningar frá mörgum ferðalögum. Nú áætlum við aðalfund í Október og vonumst við til þess að sjá ykkur sem allra flest. Við þökkum ykkur öllum þátttökuna í ferðum Förunauta á liðnum árum og vonumst til að áhuginn vaxi á komandi mánuðum. Mætti Guð fylgja ykkur er vetur gengur í garð. Með bestu óskum. Karl Vignir, formaður Förunauta. 14

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.