Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 6
sem til er, og vertu aðnjótandi þeirrar ánægju að leiða einhvern til frelsandi þekkingar á 3esú. SPURNINGAR TIL UHRÆÐU 1 . Eftir að hafa sinnt okkar eigin andlegu þörfum, hvert eigum við þá að líta? 2. Hvað vildi 3esú að við gerðum við fullsprottna akrana? 3. Hvar koma heimili okkar og fjölskyldur inn í myndina af sálnavinnandi starfi? 4. Hví stofnaði 3esú kirkjuna? 5. Hvernig snertir trú okkar það sem við snæðum, klæðumst og gerum okkur til upplyftingar? Neal C. Wilson er f o r s e t i Heimssambands sjöunda dags aðventista. * Sunnudagur, 8. nóvember UPPSKEBA Nancy Vyhmeister er prófessor í Biblíulegum fræðum guðfræðiháskóla aðventista á Filippseyjum. AÐ I NDIRBÚA JARÐVEGENN Akurirm er heimuriiin "Akurinn er heimurinn." - Matt. 13,38. Þar sem enginn vetur er til að hindra vaxtarskeiðið, getur gróðursetning og uppskera farið fram hvenær sem er allan ársins hring umhverfis heimili okkar á Filippseyjum. Ég horfi hrifin á umsvifin. Persóna sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er blíður, lítill maður, sem ber hroðalegt sax í belti. Við plæginguna notar hann vatnabuffal og skipar fyrir með einsatkvæðisorðum, sem einungis vatnabuffall getur skilið. í dag fann ég hann uppi á hólnum við að plægja þar sem nýlega var verið að lesa af baunir og agúrkur. Til að bæta jörðina, sem úrfellið var búið að þvo, hafði lyktsterku moði úr hlöðunni verið dreift yfir jarðveginn, sem verið var að bylta við. Vinur minn, bóndinn, með barðastóran hatt til verndar gegn sólinni, nam staðar til að brosa til mín og heilsa mér, áður en hann hélt áfram við verk sitt. Hvað skyldi vera sett niður næst? Vegna þess að ég skil lítið í tagalog- máli fæ ég ekki að vita það, en þegar litlu plönturnar fara að teygja sig upp úr jarðveginum, sé ég það á lögun þeirra, hvað verið er að rækta. Á3ur en litli maðurinn og buffallinn hans komu upp á hólinn, voru þeir tvær vikur neðar í garðinum. Eftir að hann var búinn að plægja allt svæðið, tók hann til við að mynda stalla með góðri brún að framan til að koma í veg fyrir að vatnið læki niður hlíðina. Hann NANCYVYHMEISTER 6

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.