Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 7
Brœðrabandið 11. 1987
hleypti vatni á hvern stallinn eftir
annan þar til allir fimm voru yfir-
fullir og plægði síðan saman vatn og
mold þar til jarðvegurinn var orðinn á
þykkt við óhrært skyr. Ég hugsaði með
mér að auðvitað hlyti þetta að verða
hrísgrjónaakur, því að ég hafði horft
nógu lengi á hrísgrjónabændur til að
þekkja það tímafreka verk að búa
jarðveginn undir að hægt væri að
planta hrísgrjónaplöntum í ökladjúpa
leðju.
Annars konar umönnun
í gær sá ég að plönturnar, sem
nýkomnar voru upp, hafa hjartalaga
blöð. Þetta eru kangkong plöntur.
Ungir sprotar og lauf af þeim eru
notuð sem grænmeti með hrísgrjónum.
Hvers vegna að leggja svo mikið í
undirbúning jarðvegsins? "Kangkong
vill helst vaxa í vatni," er mér sagt.
Hinum megin á hólnum, þar sem nú er
verið að plægja, er plantað kassava,
tryggilega við gamlan trjábol og
vökvaði hana tvisvar á dag. Hún hefur
tekið við sér og fjöldi rótargreina
umvafið bolinn og loks spratt fram
blómstöngull.
Með því að líta í kringum mig er mér
að lærast, að hver jurt þarfnast
sérstakrar umönnunar - jafnvel áður en
sáð er eða plantað út. Undirbúningur
jarðvegsins er engu síður þýðingar-
mikill fyrir uppskeruna en fræið, sem
sáð er í jörðina. Og ég veit að
undirbúningur jarðvegsins kostar erfiði
og tekur tíma. Oafnvel við að planta
kassava þarf að gera holu til að planta
rótinni í. Að útbúa stalla fyrir
kangkong plöntur er meiri háttar
fyrirtæki.
Oesús notaði oftsinnis ferlið sáning
- vöxtur - uppskera í dæmisögum, þar
sem hann ræddi vöxt guðsríkis meðal
mannanna (Matt. 13,3-9.24-32,36-43;
Mark. 4,26-32; 3óh. 4,35-38). Hann
benti á, hvernig jarðargróðurinn vex:
UNDIRBÚNINGUR JARÐVEGSINS ER RÉTT EINS
ÞÝÐINGARMIKILL FYRIR UPPSKERUNA EINS OG
FRÆIÐ SEM SÁÐ ER í JÖRÐINA
mjölvamiklu grænmeti, sem er notað í
mörgum filippeyskum réttum. Á Vestur-
löndum er það betur þekkt sem tapíóka-
mjöl, en það er unnið úr kassavarót.
•Kassava vex næstum hvar sem er og þarf
lítið að undirbúa jarðveginn. Stöngul-
hlutum er bara stungið niður í jörðina.
Það hentar vel í bröttum hlíðum, þar
sem nær ógerlegt er að plægja eða
rækta jörðina. Upp af rótunum vaxa
laufblöð eins og regnhlífar í laginu,
sem óðara eru orðin að renglulegum
trjám. Eftir nógu langan tíma, þegar
plönturnar eru vaxnar manni upp fyrir
höfuð, hefjast strákarnir handa með
hlújárnin og fylla strigapoka af
rótarhnýðunum.
Eftir að ég kom til Filippseyja
hefur vaknað áhugi hjá mér á orkídeum.
Vanda orkídeur eru í uppáhaldi hjá mér
en það þarf lítið um þær að hugsa og
blómstra þær árið um kring. Nýlega
plantaði ég einni í framgarðinum hjá
mér. Það er, ég batt vanda plöntu
fyrst er fræinu sáð, því næst kemur
blað í ljós. Síðar sprettur axið og
kornið þroskast svo að það verður
tilbúið til uppskeru (Mark. 4,26-29).
En Kristur ræddi aldrei um undirbúning
jarðvegsins, hann bara sýndi hvernig
það var gert.
Aðferð Krists var sérstök eftir
þörfum hvers áheyranda, rétt eins
bóndinn notaði sérstaka aðferð við
undirbúning jarðvegsins fyrir hverja
jurt. Þegar samverska konan við
brunninn var annars vegar, hóf Kristur
samtalið með því að ræða um vatn-
vökvann, sem hún varð að sækja daglega
til að lifa af (3óh. 4,7-15).
Við konuna sem staðin var að hórdómi
sagði CJesús, sem var sá eini sem tók
henni vel og skildi hana: "Ég sakfelli
þig ekki heldur. Far þú." Þá fyrst gat
hann bætt við andlegu f yrirmælunum,
sem hún þurfti að heyra: "Syndga ekki
framar" (3óh. 8,11).
7