Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 10

Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 10
Delbert W. Baker, prestur og útbreið- sluprédikari, er sem stendur ritstjóri tíma- ritsins Message. AÐ SA TIL UPPSKERU Mónudagur, 9. nóvember UPPSKERA Að fylgja aðferðum sem Kristur beitti "Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar."- Matt. 9,37.38. Þegar Desús prédikaði, segir Biblían, að hann hafi litið á mannfjöldann og fundið til með þeim vegna hinna skelfilegu aðstæðna þeirra. Trúarlega séð voru þau í vanda og bjuggu við kvíða og örvilnan. Trúarleiðtogar, sem hefðu átt að vera að fræða þau um réttan veg, höfðu íþyngt þeim með byrðum, sem áttu sér enga stoð í fagnaðarerindinu. Okkur er sagt að "Kristur hafi séð veikindi, sorg, skort og niðurlægingu mannfjöldans, sem þyrptist um hann" (6T254). En það sem hann sá og með- aumkun hans náði einnig til okkar daga. "Hann fékk að sjá þarfir og böl mannkynsins um víða veröld. A meðal hárra jafnt sem lágra, þeirra, sem mestan heiður höfði hlotið jafnt sem hinna siðspilltustu, sá hann sálir sem þráðu einmitt þær blessanir sem hann hafði komið til að veita, sálir sem þörfnuðust aðeins þekkingar á náð hans til að verða þegnar ríkis hans" (sama bók). í sömu grein kemur Ellen White með sterka fullyrðingu: "í dag er sama þörfin til staðar." Oesús notaði tvö falleg dæmi til að sýna fram á trúarlega þörf fólksins. í fyrsta lagi voru þau "eins og sauðir sem engan hirði hafa" - sundruð, hrjáð og á flótta undan villidýrum (Matt. 9,36). Sumir voru særðir, yfirgefnir og ráðvilltir og vissu ekki hvað gera skyldi. Hann líkti einnig fólkinu, sem kom til að hlýða á hann, við ríkulega uppskeru. Þau voru tilbúin til upp- skeru. En umfang uppskerunnar var í sterkri andstöðu við fæð verkamanna. Athugasemd hans var skýr! Á þeim tíma bjuggu íbúar Galíleu í meira en 200 borgum og þorpum. í samanburði við það voru verkamennirnir fáir. í sömu svipan benti Kristur á leið til að verða við þörfinni. Biðjið "herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskerunnar," sagði hann (38. vers). í dag meira en nokkru sinni fyrr Hin mikla þörf og nauðsynin á lausn Krists eru til staðar í dag. Milljónir manna eru að gera örvæntingarfulla tilraun til að finna sér lífsstíl, sem fullnægir þeim. Kynþáttahatur blossar upp og ógnar um víða veröld. Hugsjóna- fræðiíegar andstæður magnast dag frá degi. Stjórnmálamenn og fjármálamenn 10 DELBERT BAKER

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.