Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 13

Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 13
Brœbrabandib 11. 1987 Þriöjudagur, 10. nóvember UPPSKEBA H.V.A. Kuma er kennari við guð fræðid ei1d Háskóla aðvent- ista í V-Afríku í Nígeríu. AÐ VÖKVA FYRIR UPPSKERUNA Núna er tími endumýjunar "Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti ... og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn."- 3ak. 5,7. Þegar við ræðum um vatn og uppskeru, tölum við um kunnugleg hugtök, um hagnýta hluti. í vissum skilningi er vatn svipaðrar merkingar og líf. Okkur öllum finnst bolli af köldu vatni góður á heitum sumardegi. Við notum vatn til að þvo, hreinsa, matreiða og kæla. Skrælnuð jörðin opnar munninn með gleði til að bergja langþráð regn eftir ryk- og þurrkatíð. Kvíðafullir bændur bjóða velkomnar regnskúrirnar, því að þær eru örugg vísbending um að lífið muni halda áfram, að fæða verði á borðum okkar á morgun. Þegar iðjusamur bóndinn horfir fram til metuppskeru, neytir hann orku til að tryggja góða uppskeru, eins mikla orku eins og hann lagði í sáningu. Er við snúum okkur að orði Guðs og andlegum sviðum, finnum við að þessi blátt áfram og hversdagslegu orð vatn og uppskera eru þrungin merkingu. Slík orð, sem Bibl íuhöfundar nota af kunnáttu, hjálpa okkur að skilja boðskap Guðs. "Vilji fylgjandi Krists vaxa upp og "verða fullþroska og ná vaxtartakmarki Krists fyllingar" (Éfes. 4,13), verður hann að eta af brauði lífsins og bergja á vatni hjálpræðisins" (AA284,285). Eins og samverska konan erum við öll í brýnni þörf fyrir andlegt vatn. Úrkomu er þörf Við vitum að úrkoma er nauðsynleg til að framleiða fæðu. Samkvæmt því sem 3akob postuli segir, "bíður akuryrkjumaðurinn eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þar til hann hefur fengið haustregn og vorregn" (3ak. 5,7). Hér er um náttúrufyrirbæri að ræða sem hefur að geyma mikinn andlegan boðskap. Ellen White gefur okkur innsýn í þessa líkingu um regnið: "Með táknmyndinni um haustregnið og vor- regnið, sem í Austurlöndum fellur við sáningu og uppskeru, sögðu hebresku spámennirnir fyrir um að kirkju Guðs yrði veitt andleg náð í ríkum mæli. Úthelling Andans á dögum postulanna var upphaf vorregnsins og dýrlegar voru afleiðingar þess .... en þegar kemur að endalokum uppskeru jarðarinnar, er fyrirheit um að veitt verði andleg náð H.V.A. KUMA 13

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.