Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 14
til afl búa söfnuðinn undir komu
Mannssonarins. Þessari úthelling Andans
er líkt við haustregnið og eiga
kristnir menn að biðja herra uppsker-
unnar um þennan aukakraft" (sama bók
bls. 54,55).
Uppskeran markar endalok annatíma
bóndans og er tími aðskilnaðar.
Korninu er safnað í hlöðu, en hisminu
er varpað á eld. Enn einu sinni er
lærdómurinn skýr: "Uppskeran er endir
veraldar" (Matt. 13,39). 3esús áminnti
lærisveinana um að líta á akrana, "því
að þeir eru hvítir til uppskeru" (3óh.
4,35).
I Opinberunarbókinni gefur Oóhannes
sláandi lýsingu á Mannssyninum, sem
kemur sitjandi á hvítu skýi. Hann
hefur gullkórónu og heldur á hvassri
sigð. Engill kemur út úr musterinu og
kallar til Mannssonarins: "Ber þú út
sigð þína og sker upp, því að komin er
stundin til að uppskera, sáðland
jarðarinnar er fullþroskað" (Op.
14,15).
Sláandi tákn
Hvaða frekari sannana er okkur þörf
til að skilja að endalokin eru mjög
nærri? Þegar við lítum í kringum
okkur, benda sláandi tákn til þeirrar
staðreyndar. Auknir glæpir, furður
vísindanna, geimferðir, ólga meðal
þjóðanna, meiri áhugi en nokkru sinni
fyrr á trúboði um heim allan - allt
þetta bendir á eitt og aðeins eitt:
Oesús kemur brátt.
Vissulega er uppskera jarðarinnar
fullsprottin, en nema því aðeins að
fólk Guðs í dag hafi lifandi samfélag
við uppsprettu alls andlegs máttar,
munu þau ekki verða tilbúin fyrir
u|jpskeruna.
Ábyrgð okkar felst í því að vitna
fyrir Krist. Guð væntir þess að hver
sem hefur meðtekið fagnaðarerindið
sinni persónulegu starfi við frelsun
sálna.
Oesús gaf okkur undursamlegt fordæmi
með því að starfa á hverjum degi fyrir
fólk. Hann varði miklum tíma í einka-
samræður við einstaklinga. Hann ræddi
við Nikódemus að næturlagi. Hann
svalaði andlegum þorsta samversku
konunnar. Hann þráði sál ríka ung-
mennisins. Með því að starfa fyrir
þessa aðila, sýndi hann að hver sál
er Guði dýrmæt.
Þú verður að spyrja þig, býr Heilagur
andi í mér, svo að ég láti vel að
stjórn hans og leiðsögn í lífi mínu?
Skírðir af Andanum
Áður en Oesús hóf hið mikla starf
sitt við að búa menn undir ríki Guðs,
var hann smurður af Heilögum anda.
í samkunduhúsinu í heimabæ sínum,
Nasaret, gat hann öruggur lesið úr
spádómsbók Oesaja: "Andi Drottins er
yfir mér, því að hann hefur smurt mig
til að flytja fátækum gleðilegan
boðskap" (sjá Lúk. 4,18;0es. 61,1).
Er Oóhannes skírari spáði um komu
Messíasar, benti hann á að hann mundi
"skíra .. með heilögum anda og eldi"
(Matt. 3,11). Það var þessi fyrirheitna
skírn Andans sem gerði postulunum
kleift að vitna með krafti.
Pétur prédikaði með krafti í mætti
Heilags anda og 3000 manns unnust á
einum degi! Undir leiðsögn Andans vann
Filippus Samaríu fyrir Guð.
Fyrir hið undursamlega verk
helgunarinnar, höldum við áfram að
vaxa æ meir í Andanum. Er við höldum
áfram að lifa í Kristi, "ummyndumst
við til hinnar sömu myndar, frá dýrð
til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins"
(2. Kor. 3,18).
Vissulega mun "vorregnið", sem svo
ríkulega vökvaði frumsöfnuðinn, einnig
vökva okkur. Sú volduga hvítasunnu-
reynsla mun birtast í hinum sanna
söfnuði Guðs. Oá, núna! Þegar við
leggjum áform um útbreiðslustarf,
skulum við vera viss um hinn undursam-
lega kraft Heilags anda.
Aður en Heilagur andi kom með
krafti, var fólkið allt með einum
huga, vænti hans og var fyllt bænar-
anda. Allri misklíð var ýtt til
hliðar. Þau voru tilbúin að taka móti
Andanum. Og hann kom!
Hvítasunnudagurinn var eftirminni-
legur fyrir frumsöfnuðinn af því að
hann markaði upphaf nýrrar tíðar, tíðar
Andans. Hún kom samkvæmt hjálpræðis-
áformi Guðs og til uppfyllingar á
spádómi Oóels: "En síðar meir mun ég
úthella anda mínum yfir allt hold.
Synir yðar og dætur munu spá, gamal-
menni yðar munu drauma dreyma, ungmenni
yðar munu sjá sjónir" (Oóel 3,1).
Máttur Heilags anda veitti söfnuðinum