Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 15

Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 15
Brœðrabandid 11. 1987 styrk, þrátt fyrir ofsóknir. Pétur og hinir lærisveinarnir fóru um og vitnuóu, þrátt fyrir skipun leiðtoga Gyðinga um að hafa hljótt um sig. Fyrirheitið um kraft og boð hins upprisna frelsara um að fara til þjóðanna var þeim stöðugt fyrir hugskotssjónum. Vissulega vökvaði Heilagur andi menn eins og Oohn Wycliffe, 3ohn Huss, Martein Lúter, 3ohn Kalvín og Ulrich Zwingli. Menn þessir voru óþreytandi við að vitna fyrir 3esú, sumir jafnvel með dauða sínum. Vegna starfs þeirra hefur sannleikur Guðs varðveist fyrir okkur. Og við ættum ekki að gleyma göfugum hópi vonsvikinna frumherja í aðventhreyfingunni. Andinn vökvaði þá einnig! Endurfæddir 3esús var maður Andans. "Hann hlaut daglega nýja skírn Heilags Anda" (COL 139). Fyrir hvítasunnuregn Andans, gróðursetti hann söfnuðinn. Allar götur síðan hafa "regnskúrir" haldið lífinu í söfnuðinum. Haustregnið, sem hann gaf fyrirheit um, mun fullþroska lokauppskeru heimsins. Rétt eins og maðurinn endurfæðist af "vatni og anda", þannig mun vatn Andans gera lokauppskeru jarðar tilbúna. Oesús, herra uppskerunnar, segir við hvern, sem er tilbúinn að samstarfa með honum: "Hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann" (Lúk. 11,13). •Ellen White segir með festu: "Það sem við þörfnumst er skírn Heilags anda. An þess erum við ekki frekar hæf til að ganga út til heimsins en lærisveinarnir eftir krossfestingu Drottins" (1SM411). Þegar Oesús ræddi við nafnlausu konuna í Samaríu við Oakobsbrunn, lagði hann áherslu á þörfina fyrir lífsins vatn. Ef við erum hlýðin mun hann fyrir Anda sinn gefa okkur þetta dýrmæta vatn fyrir uppskeruna. "Ó, hvað við þurfum á guðlegri návist að halda! Sérhver starfsmaður ætti að senda bæn upp til Guðs um skírn Heilags anda. Hópar safnaðarfólks ættu að koma saman til að kalla á Guð um sérstaka hjálp, um himneska visku, til að fólk Guðs fái að vita hvernig áform skuli leggja fyrir verkið og hvernig skuli framkvæma það" (TM170). Sem heimssöfnuður þurfum við að skoða allan heiminn sem trúboðsakur. Samt byrjar okkar heimur hvar sem við erum stödd. Tími endurnýjunar er runninn upp! Vanrækjum ekki núverandi skyldur og tækifæri. Ellen White segir: "í dag átt þú að hreinsa ker þitt, svo að það geti verið tilbúið að taka á móti himnesku dögginni, tilbúið fyrir skúrir haust- regnsins, því að haustregnið mun koma og blessun Guðs mun fylla hverja sál sem hefur hlotið hreinsun af allri saurgun. Það er hlutverk okkar núna að beygja sálir okkar fyrir Kristi, svo að við getum verið hæf fyrir tíma endurnýjunar frá Drottni - hæf fyrir skírn Heilags anda" (Ev702). Biðjum í einlægni um vökvunina sem þörf er á fyrir uppskeruna. Spurningar til umræðu 1. Hví er hjálpræðinu líkt við vatn? 2. Til hvers vísar vorregnið og haustregnið í safnaðarsögunni? 3. Nefnið önnur skeið himneskrar daggar á tímabili kristninnar. 4. Hvernig svalaði 3esú andlegum þorsta hinna ýmsu einstaklinga? 3. Hvað táknar vatn í Biblíunni? * * 15

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.