Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 16
Miövikudagur, 11 nóvember
UPPSKERfl
P.G. Darmsteegt
kennir við
kirkjusögudeild
Andrews háskólans
í Berrien Springs
í Michigan.
AÐ HIRÐA
UPPSKER UNA
Skím er hápunktur í lífi safnaðar Guðs
"En þá er ávöxturinn er fullþroska,
lætur hann þegar bera út sigðina, því
að uppskeran er komin." - Mark. 4,29.
Það var mildur nóvember hvíldardagur í
Kóreu. Lítið fjallavatn var baðað í
síðdegissólinni. í dreifðum trjám á
bakkanum komu fram dýrleg litbrigði í
grænu, brúnu, gulu og rauðu. Þeir voru
skærir við djúpbláan himin.
Blíðlegt hvísl vindsins skapaði
fullkominn hugblæ fyrir hundruð
trúaðra, sem voru saman söfnuð til að
vera vitni að því að 100 nýir læri-
sveinar gerðu sáttmála við Guð í skírn
við lokin á opinberri samkomuröð.
A svölum hvíldardegi fyrir mörgum
árum voru í Hollandi fjórir einstak-
lingar skírðir, þar með talinn höfundur
þessa lestrar, í innisundlaug með
auglýsingum allt um kring. Um 40 vinir
og safnaðarmeðlimir söfnuðust saman á
laugarbörmunum. Lítill kór sá um
sönginn. Þetta var látlaus stund, samt
fundum við vitnisburð Heilags anda jafn
kröftuglega þá eins og við mannmörgu
skírnina í Kóreu.
Við bæði tækifærin sýndi Andi Guðs
mátt blóðs hins krossfesta og upprisna
frelsara og gerði báða atburði hrífandi
og minnisstæða.
Að hirða uppskeruna með skírn
Þegar uppskeran er hirt með skírn er
það hápunktur í lífi safnaðar Guðs.
Þegar hinn nýkristni staðfestir
andlegan hjúskap við Drottin í skírn,
erum við vitni að lyktum langs og
átakamikils ferlis, þar sem mannlegar
verur sem samverkamenn Guðs, hafa á
óeigingjarnan hátt unnið sigur yfir
óvininum. Þegar uppskeran er hirt,
fögnum við og hrópum: "Það var sannar-
lega þess virði að leggja þetta á sig!"
Hversu sæl erum við að vera uppi,
þegar við getum tekið þátt í að boða
síðasta náðarboðskap þeim sem við
elskum og öðrum, sem engan hafa sem
lætur sér nógu annt um þá til að segja
þeim frá Oesú. Aldrei hafa tækifærin
til að vinna aðra fyrir Krist verið
jafn hagstæð.
Guð er að úthella Anda sínum á mörgum
stöðum í heiminum. Æ fleiri eru
skírðir enda sjáum við gífurlega
aukningu nýrra meðlima, svo að að-
ventsöfnuðurinn er orðinn sú kirkju-
deild heimsins sem hraðast vex. Við
getum sannarlega hrópað upp yfir
okkur: "Lofið Drottin fyrir ríkulegar
náðargjafir hans!"
öðru hverju erum við þó illilega
vakin upp af sæluvímunni, þegar við
P. G. DAMSTEEGT
16