Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 18

Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 18
Helgiathöfn Við gerum okkur betur grein fyrir viðbúnaði fyrir skírn, þegar við skiljum merkingu þessarar helgi- athafnar. í því felst að skírnþeginn skynjar dauða og upprisu Drottins vors 3esú Krists með því að krossfesta gamla lífið. Hann lætur algerlega laugast af syndum sínum (Post. 22,16) og byrjar alveg nýtt líf (Róm. 6,3-6). Skírn er opinber yfirlýsing um það, að maðurinn hafi hætt þjónustu við Satan og sé nú orðinn meðlimur hinnar konunglegu fjölskyldu, barn himnakonungsins. Með tilliti til, hve þessi athöfn er heilög, ætti að bera "mælistiku um lærisveinshollustu" vandlega að hverjum skírnþega til að skera úr um, "hvort þeir sem segjast vera endur- fæddir eru bara að taka sér nafnið sjöunda dags aðventistar eða hvort þeir eru að taka stefnu með Drottni, koma út úr heiminum, aðskilja sig og snerta ekki neitt óhreint (2. Kor. 6,17)" (TM128). Á hinn bóginn ætti að gæta þess vandlega að dæma ekki um hvatir þær sem að baki liggja, þegar óskað er eftir skírn. í starfsskipun sinni, lagði Kristur áherslu á þörfina að kenna öðrum "að halda allt það sem ég hef boðið yður" (Matt. 28,20). Við erum kölluð til að láta í té rækilega fræðslu í "hinum frelsandi sannindum fagnaðarerindisins" (6T11) sem koma fram í boðskap englanna þriggja í 14. kafla Opinberunarbókar. Sé boðskapur englanna þriggja boðaður trúlega sprettur fram gæðauppskera, sem einkennist þannig: "Þeir sem varðveita boð Guðs og trúna á Oesú" (Op. 14,12). Þeir eru ekki aðeins tilbúnir fyrir skírn, heldur viðbúnir að mæta Drottni þegar hann kemur. Endanleg uppfylling textans um að hirða uppskeruna mun verða við endurkomu Krists. Á þeim ægilega degi mun Kristur sjálfur bregða sigðinni og hirða uppskeru jarðarinnar (Op. 14,14-16). Þá mun hann leiða fylgjendur sína inn í dýrðarríki sitt. Ég vil bjóða hverjum sem les að taka kærleiksríku boði Krists um að gerast samverkamaður hans í því að ná til hinna óendurfæddu. En hvað það er dýrlegt hlutverk sem við erum kölluð til! Að búa fólk undir að standast á degi dómsins við endurkomu Krists! Hugleiðið hvað Kristur úthellti yfirmáta miklum kærleika, þegar hann kom til okkar. Sjáið hann deyja á krossinum í mikilli kvöl til að greiða fyrir okkur gjaldið fyrir syndir okkar svo að við getum notið gjafar eilífs lífs í dag og um aldur. Getum við staðið í gegn slíkum kærleika? Vilt þú taka við þessari miklu gjöf einmitt núna með því að helga þig sem samstarfsmann Guðs hinu gleðilega verkefni að ljúka verki hans? Spurningar til umræðu 1. Hví er skírn ein af fagnaðarríkustu stundum safnaðarins? 2. Hvað ber að gera til að búa fólk undir skírn? 3. Hvernig getum við vitað hvenær fólk er tilbúið fyrir skírn? 4. Lýsið þýðingu skírnar. 5. Fyrir hvaða uppskeru ættum við að búa skírnþega? * 18

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.