Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 19

Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 19
Brœörabandiö 11. 1987 Fimmtudagur, 12. nóvember UPPSKEBfl Oohn W. McGraw er prestur safn- aðarins í Hyatt- sville í Maryland í Bandaríkjunum. AÐ ENDURHEIMTA DREIFÐA UPPSKERU Að þjóna fyrrverandi meðlimum "Því að Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það."- Lúk. 19,10. Sjöunda dags aðventistar gleðjast þegar menn, konur og ungmenni endur- fæðast og sameinast söfnuðinum. A hinn bóginn erum við mjög leið, þegar meðlimir velja að hverfa frá okkur og við verðum að segja þá úr söfnuðinum. Þessir fyrrverandi meðlimir eru heimssöfnuðinum áskorun. Við ættum að leggja allt kapp á að endurheimta eins marga og mögulegt er. Stór hundraðshluti þessa fólks áformar að snúa til safnaðarins einhvern tíma. En því lengur sem þau eru í burtu, því erfiðara er að snúa aftur. Sem prestur hef ég yfir árin heimsótt hundruð fyrrverandi meðlima. Þeir færa fram margar ástæður fyrir að hafa yfirgefið söfnuðinn. Stór hluti hefur ekki meðtekið hjálpræðið. Þeir hafa lært kenningarnar en þekkja ekki uppsprettu kenninganna, Oesú. Þegar þeir endurfæðast, koma þeir aftur til safnaðarins fagnandi. Annar hópur hefur ekki lært grund- vallarkenningar Biblíunnar. Erfitt reynist að ná til þessa hóps og ætti það að fá okkur til að hafa fulla gát á, þegar við leiðum nýja meðlimi inn í söfnuðinn. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim að leiða þá inn of snemma og ekki heldur sanngjarnt gagnvart söfnuðinum sem er að reyna að fóstra þá. Aðrir yfirgefa söfnuðinn af því þeim finnst safnaðarfólkið ekki hafa tekið vel á móti sér. Meðlimir særa tilfinn- ingar sumra. Sumir missa kjarkinn þegar þeir reyna að lifa samkvæmt hinum nýja lífsstíl sem þeir hafa valið. Vandamál varðandi vinnu á hvíldardögum draga kjark úr enn öðrum og það gera líka fjölskylduvandamál, vöntun á kærleika og samneyti við annað fólk. Við ættum að leggja alveg eins mikið á okkur til að halda meðlimum í söfnuðinum eins og við gerum til að fá þá til að sameinast söfnuðinum. Andlát í fjölskyldunni JOHNW.MCGRAW 19

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.